[[suggestion]]
Búrúndí

Bakgrunnur

85% íbúa Búrúndí tilheyra hútú-ættbálknum en 14% þeirra eru tútsar. Tútsum var hyglað af belgískum nýlenduherrum, sem öttu þjóðflokkum saman til að styrkja eigin stöðu. Þegar landið fékk sjálfstæði árið 1962, stjórnuðu tútsar hernum og tóku þess vegna völdin í landinu. Hútúar voru ekki sáttir við að vera jaðarhópur án áhrifa. Þeir skipulögðu andspyrnuhópa, tveir mikilvægustu hóparnir voru CNDD-FDD og PALIPEHUTU. Þessir hópar áttu í reglulegum átökum við herinn næstu árin, meðal annars árin 1972 og 1988. Þessir bardagar bitnuðu oft illa á almúganum.

Borgarastyrjöld

Ofbeldið jókst á níunda áratugnum og magnaðist eftir fyrstu lýðræðislegu kosningar Búrúndi árið 1993. Hútú-stjórnmálamaðurinn Melchior Ndadaya varð þá fyrsti þjóðkjörni forseti landsins. En einungis fáum mánuðum seinna var hann, ásamt háttsettum stjórnmálamönnum, myrtur af ráðandi her tútsa og þeir tóku aftur yfir stjórnmálaleg völd í landinu. Þessi atburður kom af stað fjölda blóðugra árása á bæði hútúa og tútsa, áætlað er að um 300.000 manns hafi verið drepnir og 2 milljónir manns hafi verið á flótta á þessum tólf árum. Fjöldamorð voru framin á borgurum, bæði af hútúa og tútsa ættbálkum.

Ástæða þess að ofbeldið var svo umfangsmikið má skýra ef skoðað er almennt ástand mála í mið-Afríku á þessum árum (sjá og ). Í upphafi mátti skilgreina stríðið í Búrúndí sem innanríkisátök, en það breyttist um miðjan níunda áratuginn. Þá fjölgaði gerendum í átökunum í Búrúndí. Ríkisstjórn Búrúndí gerðist bandamaður tútsí-ríkisstjórnarinnar í Rúanda og löndin tvö unnu saman að því að berjast gegn uppreisnarhópum (aðallega hútúum) í báðum löndum. Að auki var samstarf á milli Búrúndí og tútsí-uppreisnarhreyfingarinnar RCD í Austur-Kongó og með úganska hernum. Hútú-uppreisnarmenn gerðust á sama hátt bandamenn uppreisnarhópa í öðrum löndum. Í eldlínunni á milli bandamannanna og stríðandi fylkinga barðist almúginn fyrir lífi sínu.

Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar

Eftir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu undirrituðu tútsí-ríkisstjórnin og hútú-uppreisnarmenn hið svokallaða Arusha-samkomulag árið 2000. Með stuðningi SÞ, meðal annarra, var tútsinn Pierre Buyoya útnefndur forseti í bráðabirgðastjórn. Árið 2003 undirritaði einnig forsetinn og stærsti flokkur stjórnarandstöðu Hútúa samning um að hætta átökunum. Samkvæmt samkomulagi tók hútúinn Domitien Ndayizeye við völdum árið 2003. Árið 2005 fóru fram vel heppnaðar forsetakosningar, þar sem fyrrum uppreisnarleiðtoginn Pierre Nkurunziza bar sigur úr býtum.

Milli 2005 og 2010 var ástandið í Búrúndí sæmilega stöðugt. Ríkisstjórnin náði að halda brothættu jafnvægi milli ættbálka í hernum og stjórnmálum, en meðferð stjórnvalda á stjórnarandstöðunni var áhyggjuefni. Mikil spenna var milli stjórnmálaflokka og erfitt var fyrir stjórnarandstöðuflokka að skipuleggja kosningabaráttu sína í friði og ró.

Þó svo að viss árangur hafi náðst í friðarsamningsumræðunum í Búrúndí var staðan erfið fyrir flokka stjórnarandstöðunnar. Margir stjórnarandstöðumeðlimir voru teknir til fanga og komið var í veg fyrir kosningafundi. Fyrir forsetakosningarnar árið 2010 var ríkisstjórnin sökuð um að skipuleggja hagræðingu á niðurstöðum kosninganna. Ásakanirnar ollu því að keppinautar Nkurunziza drógu sig úr kosningunum og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar sniðgengu kosningarnar.

Ólga og tortryggni

Endurkjör Pierre Nkurunziza árið 2010 ól af sér röð uppþota í landinu. Tortryggni milli stjórnvalda og stjórnarandstöðu var, og er, undirliggjandi og margir óttuðust að ný borgarastyrjöld myndi brjótast út. Á árunum 2011 og 2012 voru pólitísk morð, ólöglegar handtökur og pyntingar framkvæmdar.

Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá febrúar 2013 var greint frá áhyggjum af því að vantraust milli stjórnvalda og stjórnarandstöðu myndu hafa áhrif á lýðræðisþróun í landinu og undirbúning við nýjar kosningar árið 2015. Ríkistjórnin kallaði eftir nýjum lögum sem takmarka frelsi fjölmiðla, ásamt lögum sem gefur lögreglu rétt á að grípa inn í og stoppa stjórnmálafundi. Þetta ógnar tjáningarfrelsi og takmarkar stjórnmálalegt frelsi. Annar áhrifaþáttur er ungliðahreyfing stjórnarhersins, Imbonerakure. Sú hreyfing hefur framkvæmt árásir á fulltrúa í stjórnarandstöðu, tekið þátt í ólöglegum handtökum og er sökuð um að neyða fólk til að koma á fundi haldna af stjórnarflokkum (CNDD-FDD). Imbonerakure hefur sterk tengsl í stjórnmálum, lögreglu og hernum, og stjórnarandstaðan telur að liðsmenn Imbonerakure geti gert hvað sem þeir vilja án þess að vera sóttir til saka. CNDD-FDD neitar þessum ásökunum.

Nýjar forsetakosningar og nýtt hættuástand

Eftir nokkurra ára stöðugleika í Búrúndí hefur enn á ný myndast alvarlegt hættuástand eftir tilkynningu Nkurunziza forseta um að hann ætli að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn árið 2015. Þetta stríðir á móti stjórnarlögum Búrúndí og hefur stjórnarandstaðan, borgarasamfélagið, og ríkjandi kaþólsk kirkja landsins mótmælt því harðlega. Lögreglu og mótmælendum hefur lostið saman og fjöldi drepnir.

Óánægjan og ofbeldið hafa flýtt fyrir nýrri borgarastyrjöld. Fólk hefur nú þegar flúið landið af ótta við átök. SÞ telja að meira en 40.000 manns hafi yfirgefið Búrúndí í apríl/maí 2015. Friðarsamningnum frá 2003, sem undirritaður var af aðilum borgarastyrjaldarinnar, er nú ógnað vegna tilraunar Nkurinziza forseta að sitja þriðja kjörtímabilið.

Þjóðarmorð yfirvoðandi?

Árið 2015 voru yfir 400 manns drepnir og 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Óánægja og ofbeldi hefur aukið hættunna á borgarastyrjöld í Búrúndi og SÞ óttast að yfirstandandi kreppa gæti þróast í þjóðarmorð. Nkurunziza forseti banner SÞ og AU (African Union) að koma á friðargæsluliði í landinu.

Þróunin hefur verið óhugnanlega lík þjóðarmorðunum í Rúanda 1994, þar sem minnihlutahópur Tutsi varð einna helst fyrir áhrifum. Í dag er um sama skipting á Hutu og Tutsi í Búrúndí og var í Rúanda á þeim tíma, um 85% Hutu og 14% Tutsi. 

Lestu meira um Rúanda þjóðarmorðið hér

Í ágúst 2016 bannaði Nkurunziza forseti SÞ aðild í Búrúndi, þrátt fyrir alvarlegt ofbeldisástand í landinu. Í október sama ár dró forsetinn aðild sína að Alþjóðaglæmadómstólnum (ICC, International Criminal Court) væntanlega til þess að forðast að vera sakdæmdur sjálfur.