[[suggestion]]
Haítí

Eftir uppreisnina árið 1804, varð Haítí víti til varnaðar fyrir hvítu yfirstéttina í Suður-Ameríku. Á tólf ára tímabili var mikið um átök og afkomendum þræla tókst að losa sig við eða drepa meirihluta hvítra og múlatta og tóku sjálfir völdin.

„Papa Doc“ og „Baby Doc“ stýrðu landinu frá 1957 til 1986

Dr. Francois Duvalier sem fékk gælunafnið „Papa Doc“ var kosinn forseti landsins árið 1957 en tilnefndi sjálfan sig sem forseta fyrir lífstíð árið 1964 og stjórnaði með harðri hendi á Haítí fram til ársins 1971. Stjórnarandstaðan undir forystu hinna svokölluðu „Tonton Macoutes“, var einkaher Francois Duvaliers. Þessi herskái hópur stóð fyrir alvarlegum mannréttindabrotum og margir haítískir stjórnarandstöðumenn flúðu land. Þegar „Papa Doc“ dó árið 1971, tók sonur hans Jean-Claude „Baby-Doc“ Duvalier við völdum. Hann erfði einkaher föður síns og útnefndi sjálfan sig, líkt og faðir hans, forseta til lífstíðar. Eftir víðtæk uppþot missti Baby-Doc völdin í landinu árið 1986 og var sendur í útlegð til Frakklands. Með því lauk þrjátíu ára valdatíð Duvaliers á Haítí. Það markaði þó ekki endalok „Tonton Macoutes“, sem héldu áfram að drepa óbreytta borgara og vernda réttindi Duvalier-yfirstéttarinnar – þeir eru enn að í dag.

Fyrstu fríu kosningarnar á Haiti

Eftir að Duvalier var steypt af stóli, tók herforingjastjórn studd af Bandaríkjunum við völdum þar til að fyrstu lýðræðislegu kosningarnar voru haldnar í landinu árið 1987. Fyrrum presturinn Fr. Jean-Bertrand Aristide sem var fæddur og uppalinn í einu versta fátækrahverfi landsins sigraði í kosningunum. Hann fékk 67 prósent atkvæða og var vinsæll því hann hét því að berjast fyrir málstað fátækra íbúa Haítí. Honum var þó steypt af stóli í valdaráni undir stjórn leiðtoga hersins Raoul Cédras árið 1991. Aristide var sendur í útlegð og Cédras sendi inn herskáa hópa til að vinna gegn stjórnarandstöðunni. Stuðningsmenn Aristides voru drepnir. Eftir að ljóst var að mikill diplómatískur þrýstingur skilaði ekki árangri, tóku SÞ ákvörðun um að senda lið inn í landið til að koma lýðræðislega kjörna forsetanum Aristide aftur til valda árið 1994. Herliðið mætti lítill mótspyrnu og Aristide gat snúið aftur heim sigri hrósandi.

Stuðningur til Aristide forseta dvínar

Næstu ár þar á eftir fóru þó vinsældir Aristides hríðfallandi, þrátt fyrir að hann hefði náð endurkjöri sem forseti árið 2000, í kosningum sem voru gagnrýndar fyrir svindl og fyrir að hagræða atkvæðaseðlum. Aristide var sakaður um spillingu og að útrýma andstæðingum sínum. Það var ekki fyrr en árið 2003 að upp komu alvarlegir árekstrar á milli stuðningsmanna Aristide og andstæðinga hans. Óeirðirnar komu í kjölfarið á morðinu á uppreisnarforingjanum Amiot Metayer sem áður hafði stutt Aristide, en hafði með tímanum orðið einn af aðalgagnrýnendum hans. Aristide var sakaður um að hafa staðið fyrir morðinu. Í tengslum við 200 ára sjálfstæðisafmæli Haítís árið 2004 brutust út ofbeldisfullir götubardagar og Aristide aflýsti forsetakosningunum sem halda átti sama ár. Ákvörðunin leiddi til þess að hluti af stjórnarandstöðunni skipulagði mikil mótmæli, á meðan aðrir gripu til vopna og ýmsir glæpahópar nýttu sér ástandið til að láta gamminn geisa. Í átökin blönduðust stuðningsmenn Duvalier-fjölskyldunnar og „Tonton Macoutes“ og landið var í upplausn.

Uppreisn og náttúruhamfarir

Uppreisnarhóparnir tóku völd yfir norðurhluta Haítí og hótuðu að taka yfir höfuðborgina Port-au-Prince ef Aristide segði ekki af sér sem forseti landsins. Á sama tíma var þrýstingur, einkum frá Bandaríkjunum, um að Aristide segði af sér sem hann gerði í febrúar 2004. Bandaríkjamenn sáu síðan til þess að hann yrði fluttur úr landi. SÞ fóru þar á eftir inn í landið með friðargæsluliðið MUNUSTAH, undir forystu Bandaríkjamanna, með það hlutverk að afvopna uppreisnarmennina og koma á lögum og reglu í landinu. Ári seinna samþykkti öryggisráð SÞ ályktun þess efnis að auka skyldi við herliðið og telur friðargæsluliðið á Haítí nú um 8000 manns.

Það gengur þó erfiðlega að ná Haítí á réttan kjöl aftur. Mikil pólitísk og efnahagsleg ringulreið er í landinu og íbúar landsins lifa við hrikalegar aðstæður. Fíkniefni eru flutt til Bandaríkjanna í gegnum Haítí sem skapar vandamál fyrir landið. Eiturlyfjabarónarnir eru valdamiklir og er Haítí eitt af spilltustu löndum heims. Árið 2004 skall hitabeltisstormurinn Jeanne á Haítí sem gerði ástandið enn verra. Til viðbótar við allt þetta berjast óbreyttir borgarar fyrir lífi sínu á hverjum degi í átökum á milli fylgjenda Aristide og andstæðinga hans. Aristide hvetur fylgjendur sína til að beita „friðsamlegum mótmælum“ gegn því sem hann kallar bandarískt hernám. Uppreisnarseggirnir hafa komið saman í hóp sem þeir kalla „Operation Bagdad“ og veita mótspyrnu í anda Íraka, meðal annars með því að hálshöggva stjórnmálaandstæðinga. Í ringulreiðinni á Haítí eru allir að reyna að komast lífs af og það er erfitt að greina ofbeldi sem verður til vegna stjórnmála- eða efnahagslegra aðstæðna í sundur. Kosningar fóru samt sem áður fram í febrúar 2006, eftir að hafa verið fluttar nokkrum sinnum um set af öryggisástæðum. Preval, sem er fyrrum bandamaður Aristide og var forseti landsins frá 1996 til 2001 bar sigur úr býtum. SÞ hófu árið 2006 afvopnunaráætlun sem stendur enn yfir.

Fátækrahverfið Cite Solei


Árið 2007 náðu sveitir SÞ ásamt lögreglu nokkrum umbótum í fátækrahverfinu Cite Solei í höfuðborginni Port-au-Prince. Stjórn náðist á fjölda ofbeldisfullra gengja sem réðu ríkjum í hverfinu, en ríkisstjórnin lagði metnað í að veita fræðslu og skapa störf, sem skilaði tilætluðum árangri.
Matarkrísa árið 2008


Í apríl 2008 varð Haítí undir miklum áhrifum vegna hækkandi mataverðs í heiminum. Það er lítið um matvælaframleiðslu í landinu og því eru Haítíbúar algjörlega háðir innflutningi, en stór hluti þjóðarinnar lifir á minna en tveimur bandaríkjadölum á dag. Verðhækkun gerði það því erfitt fyrir almenning að hafa í sig og á. Þetta leiddi til ofbeldisfulls uppþots og rána á götum úti. Forsætisráðherranum Alexis var kennt um matvælaskortinn og þurfti hann að segja af sér nokkrum vikum síðar.
Einnig skullu fjórir suðrænir stormar á Haítí haustið 2008. Í skjálftunum dóu um 800 Haítíbúar og hús og vegir eyðilögðust.

Kosningar til þings vorið 2009

Þingkosningu var ítrekað frestað en kosningin var loks haldin í apríl 2009. Kosningin gekk friðsamlega fyrir sig, en aðsóknin var aðeins 12 prósent. Seinni umferð kosninga var haldin í júní sama ár og Preval var kosinn áframhaldandi forseti landsins.

Öflugur jarðskjálfti skekur landið

12. janúar 2010 varð öflugur jarðskjálfti í landinu. Skjálftarmiðjan var aðeins 25 kílómetrum frá höfuðborginni Port-au-Prince. Jarðskjálftinn var sá sterkasti í 200 ár og olli gríðarlegum skemmdum. Hús og vegir skemmdust og allir innviðir hrundu. Margir slösuðust og voru grafnir lifandi í rústunum. Forsetahöllin, þingið, dómkirkjan og aðrar opinberar byggingar hrundu, og höfuðstöðvar SÞ máttu þola þungt högg. Hjálparstarf eftir hörmungarnar var hægt í fyrstu vegna skemmda á innviði og slæmra samgangna. Aðstoð frá ýmsum löndum og mannúðarsamtökum kom þó til landsins í kjölfar jarðskjálftans. Sjúkrahúsum og heilsugæslu var komið upp og lyfjum mat og vatni var dreift.


Sex mánuðum eftir hörmungarnar brutust út mótmæli vegna þess að margir töldu uppbyggingu landsins ganga of hægt.
Í október 2010 braust út kólerufaraldur í landinu, sá stærsti í nútímasögu landsins. Í fyrstu var talið að faraldurinn hafi brotist út frá ánni Artibonite, sem margir þeirra sýktu höfðu drukkið úr. Einnig voru uppi sögusagnir um að hermenn SÞ höfðu borið sjúkdóminn með sér frá Nepal. Þeim sögusögnum var hafnað staðfastlega af Sameinuðu þjóðunum. Uppþot varð í landinu og friðargæsluliðum frá Nepal var gefið að yfirgefa landið. Átök milli starfsmanna SÞ og mótmælenda tóku að minnsta kosti fimm líf. Það kom síðar í ljós að uppruni veirunnar var líklega í Asíu og að starfsmenn SÞ höfðu borið veiruna með sér þaðan til Haítí.

Áætlað er að mannfall vegna jarðskjálftans hafi verið í kringum 250.000. Einnig urðu þúsundir manna heimilislausir og margt fólk býr enn í tjaldbúðum. Mannfall vegna kólerufaraldursins er talið vera um 8.000.

Forsetakosningar árið 2011

Í nóvember árið 2010 voru haldnar kosningar í Haítí. Niðurstöður forsetakosningar töldust þó vera óskýrar og því var ný umferð haldin í mars 2011. Michel Martelly, fyrrum kaupsýslu- og tónlistarmaður, vann kosningarnar og settist í stól forseta í maí sama ár. Í kosningabaráttunni lofaði Martelly að byggja upp landið eftir jarðskjálftann og vinna að bættum kjörum fátækra, sérstaklega atvinnulausra. Hann var einnig vinsæll meðal yngri kjósenda.

Í janúar 2012 mæltist Martelly til að endurheimta þyrfti her Haítí, sem á tíunda áratugnum var lækkaður í tign vegna mannréttindabrota og þátttöku í valdaráni. Mannréttindasamtök voru tortryggin gagnvart tillögu forsetans. Haustið sama ár brutust út mótmæli þar sem hundruð manns mæltu gegn háu verði í landinu og kröfðust þess að Martelly segði af sér. Forsetinn var sakaður um spillingu og óuppfylld kosningarloforð.

Í nóvember 2012 fór fellibylurinn Sandy yfir landið. Tjaldbúðir urðu fyrir flóðum og hundrað þúsund manns urðu heimilislaus á ný. Eftir fellibylinn braust kólerufaraldurinn aftur út.