Nepal

Það er ekki auðvelt að koma á lýðræði þegar konungurinn vill ekki halda sig til hlés og skæruliðar Maóista eru við völd á landsbyggðinni. Í Nepal er löng hefð konungsveldis, en í gegnum söguna hefur konungsdæmið verið fjölbreytilegt.  Í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar færði landið sig í stuttan tíma í átt að lýðræðislegri stjórnarháttum, en þá greip konungurinn til sinna ráða og setti sjálfan sig sem æðsta leiðtoga landsins eina ferðina enn. Það var ekki fyrr en 32 árum seinna, árið 1991, að reynt var að koma á lýðræði að nýju. Á níunda áratug síðustu aldar og um aldamótin 2000 brutust út mikil mótmæli Maóista gegn konungsríkinu sem sköpuðu ofbeldisfull átök í landinu. Í júní 2008 varð Nepal lýðveldi.

Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Nepal

Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Nepal voru haldnar árið 1959 en aðeins 18 mánuðum síðar lýsti konungsstjórnin lýðræðið misheppnað. Það varð bannað að hafa stjórnmálaflokka og meðlimir þeirra handteknir. Ástandið þróast yfir í borgarastyrjöld, þar sem vinstrisinnaður þingflokkur (Congress) kom upp hópi skæruliða með um 3.000 hermenn. Þingflokkurinn hafði upphaflega stuðning frá Indlandi undir forystu Jawaharlal Nehru (fyrsta forsætisráðherra Indlands) en síðar þegar Indland þarfnaðist stuðning frá konungnum í Nepal í baráttunni gegn Kína batt Nehru enda á stuðning sinn við skæruliðana. Konungsstjórnin fékk þá aftur tækifæri til að styrkja stöðu sína og myndaði árið 1962 nýja mynd af ríkisstjórn sem kallast “panchayat” (þorpsnefnd), sem byggðist lauslega á kerfi með staðbundnu lýðræði en þó með sterkt konungsríki.

Nýjar tilraunir til lýðræðis

“Panchayata” kerfið hrundi árið 1990. Ofbeldisfull átök leiddi til þess að Birendra (konungur Nepal) samþykkti að endurskoða konungsríkið. Þá var ákveðið að Nepal myndi hafa fullvalda stjórnarskrá en framkvæmdarvaldið myndi liggja með kjörnum fulltrúum. Hið unga lýðveldi lenti fljótt í vanda: mikil spilling og ringulreið í stjórnmálum veikti trúverðugleika stjórnmálamanna. Íbúar eins af fátækustu ríkjum heims voru óánægðir með leiðtoga þess og framfarir létu á sér standa í Nepal. Það var í þessu ástandi sem uppreisnarmenn Maóista komu sér fyrir meðal fátækra íbúa á landsbyggðinni. Þeir vildu steypa konunginum og koma á kommúnísku samfélagi að fyrirmynd kínversku menningarbyltingarinnar á sjöunda áratugnum. Í febrúar 1996 hófu þeir „Stríð fólksins“. Hugmyndafræði Maóista féll í kramið meðal fátækra bænda sem fannst þeir vera gleymdir í nepölskum stjórnmálum.

Maóistar

Maóistar í Nepal voru ekki Maóistar í hefðbundnum skilningi eins og hugtakið er þekkt frá menningarbyltingunni í Kína. Maóistar í Nepal vildu breyta óréttlátri dreifingu lands og eigna og vildu byggja bandalög milli kapítalisma og verkalýðsins gegn elítu landsins.

Undir lok níunda áratugsins breyttu Maóistar um stefnu frá því að notast einungist við orðræðu í byltingu sinni. Eitt af markmiðum Maóistar hefur verið að innleiða valkosti um stjórnlagasamkomu þingsins og helsta málefni þeirra hefur verið að fjarlægja alvalda stjórnarskrá landins.

Uppreisn braust út árið 1996 sem hélt áfram í nærri áratug. Á þessum tíma höfðu Maóistar náð yfirráðum tiltölulega fljótt yfir stórum hluta sveitum landsins. Á sama tíma söfuðu Maóistar saman fjölda uppreisnar hermanna þar sem nokkrir voru ráðnir með valdi. Uppreisn Maóistar fékk einnig gegnheilan stuðning meðal fátækra í dreifbýli landsins, hópur sem hafði lengi verið kúgaður og hunsaður af stjórnvöldum.

Á stuttum tíma stækkað því hreyfingin úr því að vera lítill flokkur með fáa fulltrúa á þingi, til þess að vera stærsta stjórnmálahreyfing landsins. Stjórnarherinn vildi að uppreisnin yrði slegin niður, en harðhent meðhöndlun þeirra á íbúum landsins jók bara stuðninginn við Maóista-hreyfinguna. Samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna varð Maóista-hreyfingin 12.000 manns að bana og varð til þess að yfir 100.000 manns flosnuðu frá heimilum sínum.

Hallarfjöldamorðin 2001

Árið 2001 markaði skil í stjórnmálaþróun Nepal. Í hinum svokölluðu hallarfjöldamorðum myrti ölvaður krónprins bæði kónginn, drottninguna og átta aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar og tók svo eigið líf. Morðin voru framin í kjölfar rifrildis prinsins við foreldra sína um kvonfang. Í kjölfar morðana var yngri bróðir kóngsins, Gyanendra, settur konungur.

Eftir að Gyanendra tók við krúnunni hefur lýðræðisÞróun reynst æ erfiðari í landinu. Gyanendra kippti í þá strengi sem hann gat og varð æ meira áberandi og árið 2005 setti hann forsætisráðherrann frá völdum, leysti upp þingið og setti sjálfa sig í stöðu æðsta stjórnvalds Nepal. Hann fangelsaði fjölda lýðræðislega kjörinna leiðtoga, stjórnmálamanna, blaðamanna og mannréttindafrömuða og skerti þannig málfrelsi og kom í veg fyrir virka stjórnmálaandstöðu.

Hann réttlætti aðgerðir sínar með því að halda því fram að stjórnmálamenn réðu ekki við uppgang Maóista. Aðgerðir hans voru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu og almennt talað um sem valdarán. Valdaránið gerði Nepal að einu af síðustu hreinu konungsveldum heims.

Byrjun 21. aldar: Nepal verður lýðræði

Á landsbyggðinni geisuðu átök á milli stjórnarhersins og Maóista. Frá 2001 til 2005 jukust átökin með hverju ári og stutt vopnahlé árin 2001 og 2003 voru rofin með enn kröftugri átökum en áður. Fram að valdaráninu árið 2005 hafði Nepal átt mikilvæga stuðningsmenn, meðal annars Indverja, sem höfðu áhyggjur af því að uppreisn Maóista myndi berast yfir landamærin. Bandaríkin og Sovétríkin veittu einnig mikla efnahagslega aðstoð, því þeir hafa skilgreint maóista sem hryðjuverkamenn og baráttuna gegn þeim sem hluta af stærra stríði gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi (sjá Afganistan og Írak). Eftir valdaránið árið 2005 var aðstoðinni hætt og konungurinn var beittur miklum alþjóðlegum þrýstingi. Það leiddi til þess að hann gaf flestum pólitískum föngum frelsi vorið 2005, án þess þó að draga sig sjálfur í hlé frá stjórnmálum.

Árið 2006 skipulagði stærstu stjórnmálaflokkarnir, ásamt Maóistum, alhliða mótmæli, sem þvingaði Gyanendra Konung að afsala valdi sínu. 2. apríl 2006 endurreisti konungur þingið á ný. Ríkisstjórnin og Maóista flokkurinn hófu strax samningaviðræður og undirrituðu alhliða friðarsamkomulaginu í nóvember 2006. Vorið 2006 brutust enn út mikil mótmæli um allt landið og Nepalar gáfu skýrt í skyn að þeir vildu að konungurinn stigi af stóli og að kjörnir stjórnmálamenn skyldu taka við stjórnartaumum. Konungurinn reyndi fyrst að stöðva mótmælin með valdi. Þegar það gekk ekki, varð hann við kröfum mótmælenda um að þjóðþinginu skyldi komið á aftur. Þingið, sem samanstendur af hinu svokallaða sjöflokkabandalagi, undirbýr að koma á lögum sem takmarka vald konungsins. Það felur m.a. í sér að sjá til þess að hernum sé stjórnað af þjóðinni, en verði ekki einkaher konungsins. Sjöflokkabandalagið hefur þó slæmt orð á sér og mikið hefur verið kvartað undan spillingu innan þess, sem setur spurningamerki við hvort það hafi í raun í för með sér breytingu á stjórnmálum í Nepal.

Nýtt þjóðþing - nýtt lýðveldi

Maóistar komust að samkomulagi við Sjöflokkabandalagið um að þeir skyldu fá að vera með í nýju þjóðþingi. Þeir fengu einnig stöðu í nýrri ríkisstjórn landsins. Enn lítur út fyrir að allir aðilar geti unnið saman að friði í landinu, þrátt fyrir að margir séu óvissir hvort að þetta þýði að Maóistar komi til með að leggja alfarið niður vopn. Í september 2007 sprungu þrjár sprengjur í höfuðborginni Katmandu, þetta var fyrsta árásin eftir að átökunum lauk. Eftir tíu ára borgarastyrjöld stjórna Maóista í dag um það bil 80 prósent af landsbyggðinni í Nepal og hafa yfir að ráða her með á milli fimm og tíu þúsund manns. Bardagarnir hafa kostað yfir 13 þúsund manns lífið. Vorið 2008 var boðað til nýrrar kosningar sem lauk með því að Maóistar mynduðu samsteypustjórn þar sem leiðtogi Maóista Pushpa Kamal Dahal varð forsætisráðherra. Júní 2008 fór Gyanendra Konungur burt og Nepal varð lýðveldi eftir 240 ár sem konungsveldi.

Vinna með nýja stjórnarskrá


Árið 2009 tók ríkisstjórnin að leysast upp, og var fylgt eftir með samsteypustjórn þar sem Maóistar voru bannaðir. Nepal er stjórnað með tímabundni stjórnarskrá á meðan er unnið að setja á fót nýja stjórnarskrá. Upprunalegur frestur (maí 2010) var ítrekað frestað, síðast í maí 2012. Deilurnar snúa aðallega að því hvernig stjórnarform Nepal ætti að hafa (tengsl milli forseta og forsætisráðherra), um skiptingu landsins og hvernig uppbygging þingsins ætti að vera.
Í Nepal er enn beðið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá (m.v. janúar 2015). Í kjölfarið af ítrekuðum frestum á þjóðaratkvæðagreiðslu hafa komið upp nokkur ofbeldisfull mótmæli og uppþot í landinu, einkum í höfuðborginni Kathmandu. Ótti er mikill að upp komi fleiri mótmæli ef það verða frekari tafir á þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá.

Nýr forsætisráðherra Sushil Koirala, var kosinn forsætisráðherra í febrúar 2014, en hann hafði verið formaður síns flokks, Nepali Congress party, frá 2010. Honum hefur ekki enn tekist að koma tillögum að nýrri stjórnarskrá í gegnum þingið þegar þetta er ritað í febrúar 2015.