[[suggestion]]
Bahamaeyjar
Flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

22 517 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Bahamaeyjar samanstanda af 15 stórum og nærri 700 litlum eyjum.  Eyjaklasinn nær yfir 800 km, frá Haíti í suðaustri til Flórídafylkis í norðvestri, og eru um það bil 2400 rif og sandrif innan hennar. Fjórar stærstu eyjarnar, Andros, Great Abaco, Great Inagua og Grand Bahama ná yfir meira en tvo þriðju af heildar landsvæði eyjananna, þar sem finna má stór og mikil skógsvæði. Aðgangur eyjaskeggja að ferskvatni er mjög takmarkaður. Engar ár eru á svæðinu og regnvatn hverfur nánast samstundis ofan í gljúpan kalksteininn. Því þurfa íbúar eyjanna að safna saman regnvatni í brunna og laugar.

Á eyjunum er hitabeltisloftslag, þar sem veturnir eru mildir og sumrin hlý. Regntímabilið stendur frá júní og fram í september. Á haustin verða eyjarnar oft fyrir barðinu á hitabeltistormum, sem geta valdið gífurlegum eyðileggingum. Landið er mjög viðkvæmt fyrir loftlagsbreytingum og þolir vistkerfi sjávarins ekki mikla hitabreytingu. Þar sem 80% af landsvæðinu er einungis 1.5 metra yfir sjávarmáli, er landið mjög viðkvæmt fyrir hækkandi yfirborði sjávar.

Earth Earth Ecoprint

2.7 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Bahamaeyjar, þá þyrftum við 2.7 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Sagan segir að fyrsta stopp Kristófers Kólumbusar í “Nýja Heiminum”, hafi verið á Bahamaeyjum árið 1492. Spánverjar höfðu takmarkaðan áhuga á eyjaklasanum, þar sem lítið var um eðalsteina á þeim.  Í staðinn nýttu þeir Arawakana, sjómenn Bahamaeyjanna, sem þræla í gullnámum annars staðar í spænska heimsveldinu. Í lok ársins 1520 var búið að flytja alla eyjarskeggja á brott.  Það var ekki fyrr en 100 árum síðar þegar Bretar gerðu sér grein fyrir verðmætri staðsetningu eyjanna og  gerðu þær að nýlendum sínum. Allt að 19. öld byggðist efnahagur íbúa eyjunnar af þrælasali, sjóránum og smygli. Hvíta yfirstéttin stjórnaði í 300 ár, en 1942 byrjuðu svartir verkamenn að mótmæla launamisrétti og 11 árum síðar varð fyrsti stjórnmálaflokkur landsins stofnaður.

Frjálslyndi flokkurinn (PLP) sameinaði svarta íbúa landsins og jukust áhrif hans jafnt og þétt þar til ársins 1973 þegar Bahamaeyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi og PLP fór með stjórn landsins fram til ársins 1992. Síðan að landið öðlaðist sjálfstæði hefur því verið stjórnað af tveimur stjórnmálaöflum. Frjálsa Þjóðarhreyfingin (FNM), var stofnuð árið 1973 og tók við völdum af PLP í kosningum árið 1992, en þá sat PLP undir ásökunum um spillingu. PLP tók svo aftur við völdum 10 árum seinna.

Samfélag og stjórnmál

Frjálsa þjóðarhreyfingin FNM bar sigur úr bítum í kosningum árið 2007 og stjórnar Bahamaeyjum í dag. Þessa stundina er ekki mikill munur á milli FNM og PLP, en báðir flokkarnir eru miðjuflokkar. Bahamaeyjarnar eru samveldi, hluti af sambandi ríkjanna sem voru hluti af Breska heimsveldinu þar sem Englandsdrotting er þjóðhöfðingi Bahamaeyjanna, þó að hún gegni einungis táknrænu hlutverki.  Samband Bandaríkjanna og Bahamaeyja er gott sem stendur, en sú hefur ekki alltaf verið raunin.

Eyjarnar hafa verið þekktar sem paradís fyrir peningaþvott og fíkniefnasmygl, en nú vinna yfirvöld á Bahamaeyjum með bandarísku landhelgisgæslunni að stöðva smygl og aðra ólöglega starfsemi. 

Allt frá 7. áratug seinustu aldar, hafa margir íbúar Kúbu og Haíti flutt til Bahamaeyjanna í leit að atvinnu. Fjöldi óskráðra innflytjenda hefur aukist hratt á síðustu árum og hafa mannréttindarsamtök tilkynnt um ómanneskjulega meðferð á hælisleytendum.

Lífsgæði eru almennt góð á Bahamaeyjunum, en mikil misskipting lífsgæða er þó enn mikið vandamál. Velferðarkerfið er vel þróað og stendur gjaldfrjáls menntun til 12 ára, öllum til boða. Ofbeldi gagnvart konum er einnig enn stórt vandamál, en um helmingur allra kvenna sem myrtar eru í landinu, eru myrtar innan veggja heimilisins.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Bahamaeyjar fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  4 260 000
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  vantar gögn
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  vantar gögn
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  vantar gögn
  Hlutfall
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  IHDI - mismunur sýndur
  0,692
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  84,1
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  2 417
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  6,32
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  52,9
  Prosent
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  vantar gögn
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  vantar gögn
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  0
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  65
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  vantar gögn
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  0,0
  Prósent
  Vannærð börn
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  7
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  1,9
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  0,2
  Hlutfall
  Lífslíkur
  76
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  80
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  32
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  15
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  vantar gögn
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  88,2
  Prosent
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,362
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  46,6
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  27,6
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  11,9
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  12 162 100 000
  US Dollar
  VLF á mann
  30 762
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  1
  Prósent
  Iðnaður
  21
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  77
  Prósent
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  85,0
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Bahamaeyjar

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  17
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  399 285
  1000 íbúar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  614
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  29
  Einstaklingar
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,807
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
  Lífslíkur kvenna
  79
  Ár
  Lífslíkur karla
  73
  Ár
  Hamingjuvísir
  vantar gögn
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)