[[suggestion]]
Belgía
Flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Brussel

Þjódernishópar

Flæmskir 58%, vallónskir 31%, aðrir 11%

Tungumál

Flæmska (hollenska), franska, þýska

Trúarbrögð

Kaþólikkar 75%, aðrir/trúleysingjar 25%

Sjtórnarform

Sambandsríki - Þingbundin konungsstjórn

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

46 429 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Belgía er um þriðjungur af flatarmáli Íslands. Hægt er að skipta landinu upp í þrjár landslagsheildir. Við ströndina í norðvestri er lágslétta; jarðvegur og gróður endurspegla þá staðreynd að þetta var eitt sinn hafsbotn. Sunnar er landið hærra með grænum frjósömum dölum þar sem bæði eru fljót og tilbúin síki. Í suðausturhluta landsins eru Ardennafjöll. Í Belgíu er dæmigert úthafsloftslag, með mildum vetrum og svölum sumrum. Landið er á meðal iðnvæddustu landa heims og mengun er víða mikil. Gæði vatns eru með því versta sem gerist í Evrópu og loftmengun frá iðnaði er mikil, sérstaklega í borgunum.

Earth Earth Earth Ecoprint

3.7 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Belgía, þá þyrftum við 3.7 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Svæðið sem í dag er Belgía var áður hluti nokkurra stærstu ríkja Evrópu. Á 16. öld var svæðið hluti af ríki Karls V. og næstu 300 ár þar á eftir var landinu stjórnað af ýmsum keisurum. Belgía var stofnuð árið 1831, mynduð úr suðurhluta Hollands og norðurhluta Frakklands. Mikil iðnvæðing leiddi til þess að landið hóf að kanna hluta af Afríku í leit að hrávöru. Í byrjun 20. aldar hafði Belgía yfirráð yfir stórum landsvæðum í Mið-Afríku.

Þjóðverjar gerðu innrás inn í landið í báðum heimsstyrjöldunum. Vegna þess vék það frá stöðu sinni sem hlutlaust ríki á eftirstríðsárunum og gerðist meðlimur í varnarbandalaginu NATO. Belgía var einnig eitt þeirra landa sem tók þátt í stofnun ESB. Allur sjötti og sjöundi áratugurinn einkenndist af andstæðum trúarskoðunum íbúanna, sem jukust vegna mikils efnahagslegs ójöfnuðar í norðri og suðri. Þetta leiddi til þess að svæðin hafa fengið aukna sjálfstjórn í sínum málum.

Samfélag og stjórnmál

Í Belgíu er formlega þingbundin konungsstjórn en dregið hefur úr völdum konungs undanfarin tíu ár. Forsætisráðherrann fer með framkvæmdavaldið í samvinnu við ríkisstjórnina. Belgísk stjórnmál hafa frá sjálfstæði landsins einkennst af togstreytu milli ólíkra menningar- og tungumálahópa og ójafnri efnahagslegri stöðu mismunandi héraða landsins. Í Flæmingjalandi er töluð flæmska (hollensk mállýska), í Vallóníu franska og í Austur-Vallóníu þýska. Að auki er höfuðborgin Brussel aðskilið hérað, þar sem bæði franska og flæmska eru opinber mál. Héruðin hafa öll sitt eigið þing. Stjórnmálin hafa á eftirstríðsárunum skipst á milli hægri og vinstri afla, en undanfarin ár hefur fylgi hægrisinnaða þjóðernisflokksins Flemish Interest aukist. Á tíunda áratugnum komu upp nokkur hneykslismál, meðal annars uppræting á stórum barnaklámhring, spilling og notkun ólöglegra efna í dýrafóður. Atvinnuleysi er mjög mikið þrátt fyrir tiltölulega hátt velferðarstig. Belgía er mikilvægur gerandi í alþjóðastjórnmálum og eru höfuðstöðvar bæði NATO og ESB í höfuðborginni Brussel.

Hagkerfi og viðskipti

Efnahagur Belgíu er mjög fjölbreyttur og nútímalegur vegna hentugrar legu landsins, góðs samgöngukerfis og hversu snemma landið iðnvæddist. Mikilvægustu útflutningsvörurnar eru matvæli, bílar, bensínvörur og efnavörur. Landið er einnig þekkt fyrir framleiðslu sína á gæða súkkulaði og fjölbreyttu úrvali bjórtegunda. Meira en 80 prósent þeirra hrávara sem notaðar eru við iðnaðinn þarf að flytja inn í landið. 70 prósent af vergri landsframleiðslu kemur frá þjónustuiðnaði. Mikill munur er á efnahagnum í norðri og suðri: í hafnarborginni Antwerpen sem liggur í norðurhluta landsins er nýtísku útflutningsiðnaður, á meðan í Brussel, lengra í suðri, mótast efnahagurinn af þjónustu- og fjármálafyrirtækjum. Eftirspurn eftir útflutningsvörum landsins féll gífurlega í byrjun níunda áratugar 20. aldar og hófst þá langt krepputímabil. Miklar erlendar skuldir og úreltur iðnaður leiddu til fleiri vandamála. Ríkisstjórnin hóf endurbætur á tíunda áratugnum og í dag tekur efnahagurinn stöðugum framförum.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Belgía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  vantar gögn
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  0,0
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  vantar gögn
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  vantar gögn
  Hlutfall
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  IHDI - mismunur sýndur
  0,836
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  97,5
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  93 351
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  8,33
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  7,7
  Prosent
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  2
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  1,560
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  75
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  12,07
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  0,9
  Prósent af VLF
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  0,0
  Prósent
  Vannærð börn
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  4
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  vantar gögn
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  vantar gögn
  Hlutfall
  Lífslíkur
  80
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  7
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  7
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  9
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  13
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  98,3
  Prosent
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,073
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  45,8
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  98,4
  Prósent
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  33 703
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  21,9
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  6,3
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  494 763 551 891
  US Dollar
  VLF á mann
  43 467
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  1
  Prósent
  Iðnaður
  20
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  77
  Prósent
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  87,7
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Belgía

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  9 951
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  11 498 519
  1000 íbúar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  90
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  60 928
  Einstaklingar
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,916
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
  Lífslíkur kvenna
  83
  Ár
  Lífslíkur karla
  77
  Ár
  Hamingjuvísir
  6,92
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)