[[suggestion]]
Erítrea
Flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Erítrea er lítið og þurrt strandríki sem teygir sig um það bil 1150 kílómetra frá norðri til suðurs. Láglendið í suðri liggur að hluta til undir sjávarmáli og er það hluti af Danakil-eyðimörkinni. Þar er loftslagið hlýtt og hitastigið getur farið upp undir 50°C. Landslagið einkennist af auðum steppum og eyðimerkurgróðri. Í norði er aftur á móti frjósamt hálendi sem er hluti af eþíópísku hásléttunni. Þar er loftslagið mildara og meðalhitastigið er í kringum 16°C. Skortur á vatni og miklir þurrkar eru stórt vandamál í Erítreu, eins og í öðrum löndum Austur-Afríku. Landið hefur ítrekað gengið í gegnum erfið þurrkatímabil og hefur það haft áhrif á landbúnaðinn og leitt til hungursneyða. Erítrea stendur frammi fyrir miklum umhverfisvandamálum svo sem skóga- og jarðvegseyðingu. Landið varð fyrir barðinu á miklum flóðum árið 2009 í kjölfar veðurfyrirbærisins El Niño.

Ecoprint

0.3 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Erítrea, þá þyrftum við 0.3 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Erítrea er ein af yngstu þjóðum heims. Áður var landið innlimað í mismunandi ríki en hefur nú verið sjálfstætt síðan 1993. Ítalir hertóku landið árið 1885, en voru reknir burt af Bretum í seinni heimstyrjöldinni. Erítrea var undir verndarvæng Breta fram til 1952,  en þá ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að landið skyldi vera hluti af Eþíópíska keisaradæminu. Ríkjasambandið við Eþíópíu hafði í för með sér kúgun og undirokun á Erítreískri menningu og gildum. Erítrea var innlimuð í Eþíópíu árið 1962 og varð þá að eþíópísku héraði. Í kjölfar þess gerðu erítreískir þjóðernissinnar uppreisn og fylgdi þeirri uppreisn borgarastríð sem varði í þrjátíu ár. Erítrea sigraði Eþíópíu árið 1991, en árið 1998 braust út annað stríð á milli þjóðanna. Tveimur árum seinna skrifuðu þjóðirnar tvær undir friðarsáttmála, en þá höfðu 100.000 manns látið lífið. Stríðið við Eþíópíu setti stórt skarð í viðskiptalíf landsins og er Erítrea nú háð fjárhagslegum stuðningi frá öðrum löndum.

Samfélag og stjórnmál

Í Erítreu er aðeins einn löglegur stjórnmálaflokkur, „People's Front for Democracy and Justice“, og fer hann með stjórn í landinu. Fyrsti, og hingað til eini, forseti landsins er Afwerki Isaias, en hann var frelsisleiðtogi landsins í borgarastyrjöldinni við Eþíópíu. Enn eru óleystar landamæradeilur á milli Erítreu og Eþíópíu og á það stóran þátt í að hefta lýðræðislega og efnahagslega þróun í landinu. Almennar kosningar hafa lengi verið í bígerð, en sem stendur hefur þeim verið frestað um óákveðinn tíma. Þegar Erítrea varð sjálfstætt ríki var gerð stjórnarskrá sem hefur ekki enn verið tekin í gildi. Í landinu ríkir bráðabirgðaríkisstjórn og er pólitísk andstaða ekki leyfð. Bæði trúfrelsi og tjáningafrelsi er takmarkað. Allir fjölmiðlar eru í eigu ríkisins og stjórnað af því. Þrátt fyrir erfið skilyrði hafa nokkrar umbætur verið gerðar, vegakerfið hefur verið lagfært og endurbætt, auk þess sem vatnsleiðslur hafa verið byggðar. Í landinu eru ýmis félagsleg vandamál, en ólæsi er útbreytt og hlutfall atvinnulausra er hátt. Umskurður kvenna er einnig mjög útbreiddur, talið er að um 95% kvenna í landinu hafi verið umskornar.

Hagkerfi og viðskipti

Síðan Erítrea fékk sjálfstæði frá Eþíópíu hefur landið átt við slæman efnahag að stríða og er það meðal þeirra fátækustu í heiminum. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að vera sjálfbjarga og hefur það haft í för með sér að landið er ekki háð útflutningi eða verslun við erlenda aðila. Því eru takmarkanir á erlendum fjárfestingum í atvinnulífi landsins sem og á störfum hjálparsamtaka. Meira er lagt upp úr þjóðnýtingu heldur en einkavæðingu í atvinnulífinu og sést það best á því að flokkurinn, herinn og ríkið koma að nánast allri atvinnustarfsemi að einhverju leyti. Hagkerfið byggir mestmegnis á landbúnaði, en talið er að um það bil 80% landsmanna starfi við landbúnað. Sú staðreynd gerir landið afar berskjaldað þar sem þurrkar eru algengir á svæðinu. Erítrea á miklar auðlindir í jörðu, þar á meðal gull, kopar, sink, járn, magnesíum og marmara. Talið er að tekjur af vinnslu þessara auðlinda gætu verið verulegar, en þó er lítið unnið úr þeim enn sem komið er. Yfirvöld landsins hafa tilkynnt að þau ætli að notfæra sér verðstjórnun og vaxtaaðlaganir til að ná stjórn á efnahagsástandinu.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Erítrea fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  117 600
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  6,8
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  5 187 948
  1000 íbúar
  Frjósemi
  4,3
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  vantar gögn
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,440
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  62
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  64
  Ár
  Lífslíkur karla
  60
  Ár
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  vantar gögn
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  0,0
  Prósent
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  1
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  564 667
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  2 392
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  10 000
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  25
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  2,522
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  33
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  78
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  vantar gögn
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  0,5
  Hektar per person
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  vantar gögn
  Skali
  Aftökur
  0
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  20
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  vantar gögn
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  7
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  7
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  93,3
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  73,8
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  57,8
  Prósent
 •  

  Erítrea

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  13,1
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  vantar gögn
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  vantar gögn
  Prósent
  Iðnaður
  22
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  63
  Prósent