[[suggestion]]
Filippseyjar

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Manila

Þjódernishópar

Tagaloger 28%, cebuano 13%, ilocano 9%, bisaya/binisaya 7%, hiligaynon ilonggo 7%, bikol 6%, waray 3%, aðrir 25.3% (tölur frá 2000)

Tungumál

Filippeyska, enska, tagalog, cebuano, ilocano, hiligaynon, ilonggo, bicol, waray, pampango, pangasinan

Trúarbrögð

Kaþólikkar 81%, muslímar 5%, evangelískir kristnir 3%, aðrir/óskilgreint/ekkert 11% (tölur frá 2000)

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

7 804 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Filippseyjar eru eyríki sem samanstendur af rúmlega 7100 eyjum. Fastlendið á stærstu eyjunum einkennist að mestu leyti af fjöllum og hásléttum, en þar er lítið láglendi. Á eyjunum eru yfir tuttugu virk eldfjöll og eru þær staðsettar í miðju hvirfilbyljabeltis sem gnæfir yfir vesturhluta Kyrrahafsins. Vegna þessa verða eyjarnar oft fyrir náttúruhamförum, til dæmis jarðskjálftum, eldgosum og hvirfilbyljum. Á eyjunum er hitabeltisloftslag með miklum loftraka og háu hitastigi allt árið. Regntímabilið varir frá júni og fram í nóvember. Filippseyjar glíma við mikið af þeim umhverfisvandamálum sem herja á fátæk lönd í heiminum, svo sem skógeyðingu, skort á hreinu drykkjarvatni og mengun. Til viðbótar eru svo meira en helmingur þeirra kóralrifa sem finna má við eyjarnar skemmd eða ónýt vegna mengunar og fiskveiða.

Ecoprint

0.6 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Filippseyjar, þá þyrftum við 0.6 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Filippseyjar voru upprunalega numdar af fólki af ástralsk-melanesískum uppruna, sem komust þangað með landbrú frá Asíu fyrir mörg þúsund árum. Frá árinu 800 voru eyjarnar í menningarlegum og hagrænum samskiptum við Japan, Malasíu og Indónesíu. Seinna meir komust þær einnig í samband við Indland, sem varð til þess að bróðurpartur íbúanna snerist til íslamstrúar í kringum 1200. Fyrstu samskipti milli Filippseyja og Vesturlanda urðu þegar landkönnuðurinn Ferdinand Magellan heimsótti eyjarnar árið 1521. Stuttu seinna gerðu Spánverjar eyjarnar að spænskri nýlendu og stjórnuðu þeir Filippseyjum í meira en 300 ár eftir það. Spánverjarnir innleiddu kaþólska trú á eyjunum, byggðu upp vegi og einfaldan iðnað og gáfu þeim jafnframt ákveðinn rómanskan blæ sem enn gætir þar.

Stjórn Spánar yfir eyjunum varði til ársins 1898, en þá tóku Bandaríkjamenn við stjórn landsins eftir að hafa farið með sigur af hólmi í spænsk-bandaríska stríðinu og í stuttu stríði við innfædda. Bandaríkjamenn stjórnuðu eyjunum fram að seinni heimstyrjöld, en þá hertóku Japanir eyjurnar. Landið varð sjálfstætt í fyrsta sinn árið 1946. Fyrstu árin eftir það einkenndust af óeirðum og pólitískum óstöðugleika. Árið 1965 komst Ferdinand Marcos til valda, hann stjórnaði landinu sífellt meira eins og einræðisherra.

Stjórn Spánar yfir eyjunum varði til ársins 1898, en þá tóku Bandaríkjamenn við stjórn landsins eftir að hafa farið með sigur af hólmi í spænsk-bandaríska stríðinu og í stuttu stríði við innfædda. Bandaríkjamenn stjórnuðu eyjunum fram að seinni heimstyrjöld, en þá hertóku Japanir eyjurnar. Landið varð sjálfstætt í fyrsta sinn árið 1946. Fyrstu árin eftir það einkenndust af óeirðum og pólitískum óstöðugleika. Árið 1965 komst Ferdinand Marcos til valda, hann stjórnaði landinu sífellt meira eins og einræðisherra.

Samfélag og stjórnmál

Forseti Filippseyja er bæði þjóðhöfðingi, leiðtogi ríkisstjórnarinnar og hæst setti yfirmaður hersins. Hann situr í sex ár í senn, en eftir það hefur hann ekki möguleika á endurkjöri. Engar skýrar línur eru dregnar milli stjórnmálaflokka, heldur verða stjórnmálaflokkar til og líða undir lok í kringum einstaka, sterka stjórnmálamenn. Það er ekki óvenjulegt að stjórnmálamenn skipti um flokk eftir að úrslit kosninga liggja fyrir og flokkar verða til og hverfa af sjónarsviðinu nokkuð hratt. Stjórn landsins er stöðugri nú en áður, þrátt fyrir að reynt hafi verið að steypa mönnum af stóli og að aðrar pólitískar krísur hafi átt sér stað með nokkuð jöfnu millibili. Í suðurhluta landsins hafa kommúnísk og múslimsk andófssamtök valdið ríkinu vandræðum og gróf mannréttindabrot verið framin af öllum aðilum. Mikil stéttaskipting er viðvarandi á Filippseyjum. Fámenn yfirstétt hefur völdin og stærsta hluta fjármagnsins, en meirihluti landsmanna lifir í fátækt. Meira en 10% Filippseyinga búa og starfa erlendis, en fjármagnið sem þeir senda heim eru einn tíundasti af vergri þjóðarframleiðslu Filippseyja.

Hagkerfi og viðskipti

Á sjöunda áratug seinustu aldar voru Filippseyjar annað ríkasta land Asíu. Tveir áratugir undir stjórn Ferdinand Marco gerðu það að verkum að landið þróaðist ekki á sama hátt og önnur lönd í Suðaustur- Asíu, svo sem Taiwan, Japan og Suður-Kórea. Upp úr 1990 fór hagvöxtur að aukast, en árið 1997 urðu eyjarnar fyrir barðinu á fjármálakreppunni sem þá reið yfir Asíu. Það er því fyrst núna seinustu ár sem Filippseyjar upplifa jafnan hagvöxt. Landið reiðir sig þó enn á erlend lán og eru erlendar skuldir þess allt að 72% af vergri þjóðarframleiðslu. Enn má sjá þess merki að stutt er síðan eyjarnar iðnvæddust. Stærstu iðngreinarnar eru landbúnaður, sjávarútvegur og skógrækt, en innan þessara greina er mesta framleiðslan og flest störf. Aukin einkavæðing á fyrirtækjum átti sér stað eftir að Marco var steypt af stóli og hefur það aukið umtalsvert á erlendar fjárfestingar. Einnig fjárfesta margir brottfluttir Filippseyingar í heimalandi sínu. Eyjarnar glíma þó við mikla spillingu, sem gerir það að verkum að erfitt er að fá erlenda aðila til að taka þátt í stórum fjárfestingum.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Filippseyjar fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  160 250 000
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  vantar gögn
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  0,038
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  21,60
  Hlutfall
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,699
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  IHDI - mismunur sýndur
  0,574
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
  Lífslíkur kvenna
  73
  Ár
  Lífslíkur karla
  66
  Ár
  Hamingjuvísir
  5,63
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  48,6
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Þéttbýli
  352
  Íbúar á hvern ferkílómetra
  Vistfræðileg fótspor
  1,1
  Hektar per person
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  105 654
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  1,06
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  2,6
  Prosent
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  1 620
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  4 347
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  890
  Einstaklingar
  Friðarvísir
  2,512
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Flóttamenn í eigin landi
  301 000
  Flóttamenn í eigin landi
  Spilling
  36
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  3
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  43,91
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  3
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  1,4
  Prósent af VLF
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  13,7
  Prósent
  Vannærð börn
  7,1
  Prósent
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  28
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  vantar gögn
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  0,1
  Hlutfall
  Lífslíkur
  69
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  114
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  47
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  554
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  98,1
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  96,4
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  13
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  95,0
  Prosent
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,436
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  38,3
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  16,0
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  2,5
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  313 595 208 737
  US Dollar
  VLF á mann
  2 989
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  10
  Prósent
  Iðnaður
  30
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  57
  Prósent
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  60,1
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Filippseyjar

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  109
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  106 512 074
  1000 íbúar