[[suggestion]]
Hvíta-Rússland

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Minsk

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

18 066 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Hvíta-Rússland er land án nokkurra náttúrulegra landamæra við nágrannalönd sín. Landið liggur lágt, en hæsta fjall landsins er einungis 346 metrar yfir sjávarmáli. Landslagið einkennist að miklu leyti af lágum hæðum og hólum og er skógvöxtur mikill, en einn þriðji landsins er þakinn skógi. Í suðri má finna mýrar sem þekja stór landsvæði. Þar renna einnig ár og eru þar einnig mörg stöðuvötn. Árnar eru mikilvægar samskiptaleiðir og vatnsorkan er nýtt til rafmagnsframleiðslu. Landið liggur nálægt Eystrasalti og er loftslagið því temprað. Meðalhiti á veturna er um -6°C en 18°C á sumrin.

Hvít-Rússar glíma við mikil umhverfisvandamál. Þegar landið var hluti af Sovetríkjunum var byggður umfangsmikill iðnaður sem hafði í för með sér mikla mengun. Einn fimmti landsvæðis í Hvíta-Rússlandi varð einnig fyrir sterkri kjarnorkumengun vegna kjarnorkuslyss sem átti sér stað í Tsjernobyl í nágrannalandinu Úkraínu árið 1986. Mengunin olli því að stór landsvæði urðu ónýtanleg, mörg hundruð þúsund manns urðu að flytja og fæðingargallar og krabbameinstilfelli meira en tvöfölduðust á stuttum tíma.

Earth Earth Ecoprint

2.6 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Hvíta-Rússland, þá þyrftum við 2.6 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Landsvæðið sem kallast Hvíta-Rússland í dag var í upphafi numið af slövum þegar miklir búferlaflutningar áttu sér stað í Mið-Evrópu í kringum 400-500 e. Kr. Svæðið var svo innlimað í Kiev-heimsveldið sem varð til í kringum borgina Kiev í kringum 800 e. Kr.  Þegar heimsveldið leið undir lok eftir innrás mongóla í kringum 1200, varð Hvíta-Rússland hluti af litháenska hertogaveldinu sem Pólland varð hluti af seinna meir. Pólsk-litháenska sambandsveldið átti í stöðugu stríði við nágrannalönd sín í fleiri árhundruð, en í lok 18. aldar var landinu skipt upp á milli nágrannaríkjanna. Stærsti hluti landsins varð hluti af rússneska keisaraveldinu.

Eftir október-byltinguna í Rússlandi lýsti Hvíta-Rússland yfir sjálfstæði sínu, en aðeins tveimur árum seinna varð landið hluti af Sovétríkjunum. Landið var hernumið af þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni, en landsmönnum fækkaði um þriðjung á þeim tíma sem stríðið stóð yfir. Eftir að stríðinu lauk átti mikil uppbygging sér stað í Hvíta-Rússlandi og varð landið að einni helstu miðstöð iðnaðar í Sovétríkjunum. Landið fékk sjálfstæði á nýjan leik þegar Sovétríkin liðu undir lok árið 1991.

Samfélag og stjórnmál

Hvíta-Rússland er undir stjórn forseta sem er einnig leiðtogi þingsins. Aleksander Lukasjenko hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, en stjórnarhættir hans verða líkari stjórnarháttum einræðisherra með hverju árinu. Lukasjenko hefur rekið fjölda ráðherra, verið endurkjörinn í ólýðræðislegum kosningum og breytt stjórnarskránni til að stækka valdsvið sitt. Hann hefur reynt að auka samvinnu landsins við Rússland, en hann lagði til í lok 20. aldar að ríkin tvö stofnuðu eigið bandalag. Leyniþjónustan KGB heldur stjórnarandstæðingum í skefjum, en mótmæli gegn ríkisvaldinu eru ólögleg.  Landið hefur ítrekað verið áminnt fyrir gróf mannréttindabrot og er fjölmiðlum landsins stjórnað af ríkinu að miklu leyti. Lukasjenko hefur haldið völdum svo lengi meðal annars vegna þess að í Hvíta-Rússlandi hefur tekist að halda lífsgæðum hærri en í öðrum fyrrverandi Sovétríkjum vegna þess hve iðnaðurinn gengur vel. 

Hagkerfi og viðskipti

Yfir 80 prósent af atvinnustarfsemi í Hvíta-Rússlandi er í eigu og stjórn ríkisins. Eftir að landið varð sjálfstætt árið 1991 var stór hluti atvinnustarfseminnar einkavæddur, en eftir að Lukosjenko tók við árið 1994 eignaðist ríkið flest þeirra aftur. Þessi stefna, sem oft hefur verið nefnd „markaðssósíalismi “ hefur einangrað landið viðskiptalega og útilokað erlenda fjárfestingu.

Í Hvíta-Rússlandi er þungaiðnaður mikill, en mikið af honum á rætur að rekja til þess tíma er landið var enn hluti af Sovétríkjunum, svo sem vopna- og vélaframleiðsla. Landbúnaður gengur vel og því er ekki þörf á að flytja inn mikið af matvælum. Menntastigið gerir það að verkum að iðnaðurinn hefur greiðan aðgang að hæfu starfsfólki. Hvíta-Rússland þarf þó að flytja inn orku, en Rússar sjá landinu fyrir ódýru gasi, sem er grundvallaratriði eigi núverandi hagkerfi að halda velli. Í Hvíta-Rússlandi er spilling víðfemt vandamál ásamt miklu atvinnuleysi.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Hvíta-Rússland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  -253 150 000
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  0,0
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  vantar gögn
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  5,70
  Hlutfall
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  IHDI - mismunur sýndur
  0,755
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  74,6
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  63 498
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  6,70
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  0,0
  Prosent
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  vantar gögn
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  2,112
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  4
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  44
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  6
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  51,66
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  6
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  1,2
  Prósent af VLF
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  0,0
  Prósent
  Vannærð börn
  2,2
  Prósent
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  4
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  vantar gögn
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  0,2
  Hlutfall
  Lífslíkur
  71
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  6
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  16
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  37
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  99,8
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  99,6
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  vantar gögn
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  95,7
  Prosent
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,144
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  49,7
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  94,4
  Prósent
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  13,6
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  5,7
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  54 456 465 473
  US Dollar
  VLF á mann
  5 733
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  8
  Prósent
  Iðnaður
  32
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  49
  Prósent
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  74,4
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Hvíta-Rússland

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  259
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  9 452 113
  1000 íbúar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  6 542
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  2 448
  Einstaklingar
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,808
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
  Lífslíkur kvenna
  76
  Ár
  Lífslíkur karla
  65
  Ár
  Hamingjuvísir
  5,32
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)