Írak
Tre like store horisontale striper med rød(øverst), hvitt og svart; Takbir (arabisk frase som betyr "Gud er størst") i grønn arabisk skrift i midten av den hvite stripen

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Bagdad

Þjódernishópar

Arabar 75%-80%, kúrdar 15%-20%, aðrir/óskilgreint 5%

Tungumál

Arabíska, kúrdíska, assyríska, armenska

Trúarbrögð

Síjamúslímar 60%-65%, súnnímúslímar 32%-37%, aðrir/óskilgreint/ekkert 3%

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

14 895 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Hinar tvær stóru ár Eufrat og Tigris hafa í fleiri þúsund ár sett mark sitt á landið. Árbakkarnir eru frjósamir og stærstur hluti írösku þjóðarinnar býr á þessu svæði. Í norðaustri eru Zagros fjöllin. Það er þar sem olíulindir Íraks eru. Yfir helmingur af suðausturhluta landsins er eyðimörk. Stífluverkefni stjórnvalda hafa haft í för með sér þurrkun mýrarsvæða og lítilla áa. Skaðinn hefur verið mikill og landið er enn að berjast, meðal annarra hluta, við skort á hreinu vatni, dauða dýrastofna, salt í jörðu, jarðeyðingu og eyðimerkurmyndun.

Ecoprint

0.9 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Írak, þá þyrftum við 0.9 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Bagdad var í yfir fimm hundruð ár ein af mikilvægustu borgum hins arabíska og múslímska heims. Árið 1258 var Írak hertekið og eyðilagt af Mongólum og frá 1534 og fram til loka fyrri heimsstyrjaldar var landið lagt undir osmania keisaradæmið. Í kjölfar Versalasamningsins eftir fyrri heimsstyrjöldina var Írak stjórnað af Bretlandi. Írak varð ekki sjálfstætt fyrr en árið 1932. Einræðinu og konungnum var steypt af stóli í blóðugu valdaráni árið 1958 og hið íraska lýðveldi var stofnað. Fram til ársins 1968 þegar Bath flokkurinn tók við völdum gekk landið í gegnum ólgu tímabil með fjölda valdarána. Árið 1979 tók Saddam Hussein við stjórn Bath flokksins og var einræðisherra í landinu fram til ársins 2003. Írak átti frá 1980 til 1988 í stríði við Íran og gerði árið 1991 tilraun til að innlima Kuveit. Árið 2003 réðust bandarískar og breskar hersveitir inn í Írak undir því yfirskini að landið væri að framleiða gjöreyðingarvopn. Saddam Hussein var steypt af stóli og Bandaríkin komu á nýrri stjórn.

Samfélag og stjórnmál

Í byrjun árs 2005 voru fyrstu frjálsu kosningarnar í 50 ár haldnar í Írak. Sjíta-múslímsku og kúrdísku flokkarnir unnu meirihluta atkvæða. Súnnímúslímar sem áður höfðu verið við völd misstu öll stjórnmálaáhrif. Frá því að stjórn Saddams Husseins var steypt af stóli árið 2003 hefur verið ringulreið í landinu, nánast borgarastyrjöld. Sprenging á síjamúslímskri mosku hefur leitt til átaka á milli síja- og súnnímúslíma. Illa starfhæft heilbrigðis- og réttarkerfi, léleg fráveitukerfi, óöryggi og ofbeldi í samfélaginu hefur gert lífsskilyrði erfið.

Hagkerfi og viðskipti

Írak var upphaflega landbúnaðarsamfélag, en í dag er það háð innflutningi á landbúnaðarvörum. Efnahagur landsins hefur frá því á sjötta áratugnum að mestu leyti ráðist af olíuiðnaðnum, sem hefur staðið fyrir 95 prósent af útflutningstekjum. Áralöng stríðsátök og viðskiptaþvinganir drógu allverulega úr allri efnahagsstarfsemi. Beinar árásir á olíuleiðslur og grunngerð samfélagsins hafa hrakið landið langt aftur í tímann. Írak hefur einnig miklar erlendar skuldir. Innkoma landsins frá olíu nær ekki að dekka þann kostnað sem það mun kosta að byggja og endurreisa landið. Íraska ríkisstjórnin er háð erlendri aðstoð og niðurfellingu skulda til að bæta efnahagslegt ástand landsins.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Afganistan fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  435 240
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  11,6
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  38 275
  1000 íbúar
  Frjósemi
  3,8
  Frjósemi
  Lífslíkur
  70
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  73
  Ár
  Lífslíkur karla
  68
  Ár
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  vantar gögn
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  22,8
  Prósent
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  8 471
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  264 107
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  277 701
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  4 000 000
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  11 933
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  3,192
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  4,3
  Prósent af VLF
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  32
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  82
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  50
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  43
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Aftökur
  88
  Fjöldi aftaka
  Pólitísk réttindi
  6
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  54,03
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  6
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  4,92
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  1,6
  Hektar per person
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  81,5
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  79,7
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  86,6
  Prósent
 •  

  Írak

  Eining

  Syna mynd

  Verg landsframleiðsla
  180 069 000 000
  US Dollar
  VLF á mann
  4 629
  US Dollar