[[suggestion]]
Ísrael

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Jerúsalem

Þjódernishópar

Gyðingar 76.4%, arabar og aðrir 23.6% (2004)

Tungumál

Hebreska, arabíska, enska

Trúarbrögð

Gyðingdómur 76.4%, múslímar 16%, aðrir 7,8% (2004)

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

37 258 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Norðanverður hluti Ísraels samanstendur af sléttlendi með góðu aðgengi að vatni og fjósömum jarðveg. Sunnar teygja langar sléttur sig út að lágliggjandi strönd. Því sunnar sem er ferðast, því þurrara og gróðurlausara verður landslagið. Svæðið við landamæri Egyptalands hefur meira eða minna eyðimerkurlandslag. Í austri rennur Jórdanáin í gegnum  djúpa dali og myndar náttúruleg landamæri við nágrannalandið Jórdan. Það er þónokkur munur á loftslaginu á Norður- og Suður svæðunum, meðfram ströndinni er aðallega temprað Miðjarðarhafsloftslag en sunnar er dæmigert eyðimerkurloftslag með miklum hitasveiflum og lítilli úrkomu allt árið. Stærsta umhverfisvandamálið í landinu er aðgengi að vatni. Skógræktarverkefni hafa hjálpað til við að koma stöðugleika á vatnsaðgengi og Ísrael hefur einnig gert margar tilraunir til að vinna ferskvatn úr sjó. Þessi tækni er ekki komin nógu langt á veg til þess að vera arðbær í notkun. 

Earth Earth Ecoprint

2.6 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Ísrael, þá þyrftum við 2.6 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Fólk hefur búið á svæðinu þar sem Ísrael er staðsett í mörg þúsund ár og hinni umdeildu höfuðborg Jerúsalem er getið í egypskum ritum frá 1400 árum f.Kr. Margar ólíkar þjóðir bjuggu á svæðinu og komust til valda á mismunandi tímabilum. Landið var sigrað af Alexander mikla um 300 f.Kr. og varð síðar hluti af Rómaveldi. Ráðist var á Ísrael með arabískum herafla 600 e.Kr. og var landið undir arabískri stjórn meira eða minna samfellt fram að fyrri heimsstyrjöldinni. Þegar veldi Ottoman múslima féll eftir heimsstyrjöldina var svæðið undir breskri stjórn. Vaxandi Þjóðernishreyfing á meðal gyðinga sem fluttust á svæðið í kringum 1800 náði hámarki í síðari heimsstyrjöldinni með sjálfstæðisyfirlýsingu Ísraels árið 1948. SÞ höfðu ákveðið fyrirfram að svæðið skyldi skiptast á milli arabískra Palestínumanna og gyðinga. Öll arabísk nágrannaríki lýstu yfir stríði á móti nýstofnuðu ríkinu. Ísrael vann hins vegar átökin og hertók megnið af landinu sem ætlað var Palestínumönnum. Næstu áratugi börðust Ísraelar í stríði gegn nágrannalöndum sínum og enn þann dag í dag eru landamæri landsins sérstaklega umdeild.

Árið 1949 höfðu Ísraelsmenn náð undir sig landsvæði sem var 21% stærra en það landsvæði sem SÞ höfðu ráðgert að kæmi í þeirra hlut í upphafi. Árið 1967, í sex daga stríðinu svokallaða, náðu Ísraelar undir sig enn stærra landsvæði. Þá tóku þeir Gasaströndina af Egyptum, Vesturbakkann í Austur-Jerúsalem frá Jórdönum og hluta af Gólanhæðum af Sýrlandi.

Samkomulagi við Palestínumenn var komið á árið 1994 og stjórna þeir nú Gasaströnd og Vesturbakkanum. Margir Palestínumenn litu á stofnun sjálfsstjórnarsvæðanna sem stofnun nýs palestínsks ríkis, en því neituðu leiðtogar Ísraels.

Samfélag og stjórnmál

Knesset, þjóðþing Ísraels, er kosið til fjögurra ára í senn. Valdið er hjá 120 þingmönnum og ríkisstjórninni sem þeir kjósa. Forsetinn er einnig útnefndur af Knesset en gegnir helst kynningarhlutverki. Þinginu hefur ekki tekist að koma sér saman um stjórnarskrá en samþykkir hver lögin á fætur öðrum. Ísrael er klofið samfélag. Gyðingar, íbúar landsins, skiptast í tvo höfuðflokka, þá sem fluttust frá Evrópu til Ísraels og þá sem eru af asískum og afrískum uppruna. Evrópu-gyðingarnir voru ráðandi í síonistahreyfingunni sem gengdi mikilvægu hlutverki við stofnun Ísraelsríkis og hafa síðan verið stjórnmálaleg og menningarleg elíta landsins. Eitt helsta umræðuefnið í landinu er hvaða hlutverk Gyðingadómur ætti að hafa í ríkisstofnunum og í samfélaginu. Það er mikið ósætti á milli ortodokse kirkjunnar og trúlausra Ísraela. Eftir fall Sovétríkjanna fluttu yfir milljón gyðinga frá fyrrum Sovétríkjunum til Ísrael.  Stærsti minnihlutahópur landsins eru arabískir Ísrelar; palestínumenn sem bjuggu áfram í Ísrael eftir að ríkið var stofnað. Mannréttindahópar hafa sakað ríkisstjórn Ísraela um að meðhöndla arabíska Ísraela verr heldur en gyðinga.  

Hagkerfi og viðskipti

Ísraelar nota mikla fjármuni til hernaðar. Öryggismál hafa ætíð verið ofarlega á forgangslista stjórnvalda. Almenn herskylda er bæði meðal karla og kvenna, þrjú ár fyrir karla og tvö fyrir konur og stundum hafa 40% af fjárlögum landsins farið til varnarmála. Landbúnaður er mikilvægur og iðnaður fjölbreyttur en hvorki landbúnaður né iðnaður gefa verulegar tekjur. Ferðaþjónusta hefur vaxið mjög og byggir á mörgum sögufrægum stöðum sem eru innan landamæra Ísraels. Landið hefur þó löngum verið háð efnahagslegum stuðningi og framlögum erlendis frá til að ná fjárhagsáætluninni upp. Bandaríkin eru einn af mikilvægustu stuðningsmönnum Ísraels.

Ísrael er í 19.sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Ísrael fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  22 070
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  13,9
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  8 452 841
  1000 íbúar
  Frjósemi
  2,8
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,103
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,903
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  82
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  84
  Ár
  Lífslíkur karla
  80
  Ár
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  0,7
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  vantar gögn
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  1 190
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  55 208
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  1 671
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  2,764
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  3
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  6
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  7,86
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  4,7
  Hektar per person
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  0,973
  Skali
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  62
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  28,8
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  3
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  91,8
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  100,0
  Prósent
 •  

  Ísrael

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  8,9
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  vantar gögn
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  vantar gögn
  Prósent
  Iðnaður
  vantar gögn
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  vantar gögn
  Prósent