[[suggestion]]
Kanada
Flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Ottawa

Þjódernishópar

Af breskum uppruna 28%, af fönskum uppruna 23%, frá öðrum þjóðum Evrópu 15%, Indverjar 2%, aðrir, aðallega Asíubúar, Afríkubúar, Arabar 6%, blandaður uppruni 26%.

Tungumál

Enska (opinbert) 58.8%, franska (opinbert) 21.6%, annað 19.6% (2006)

Trúarbrögð

Kaþólikkar 42.6%, mótmælendur 23.3%, aðrir kristnir 4.4%, múslimar 1.9%, aðrir/óskilgreint 11.8%, ekkert 16% (2001)

Sjtórnarform

Þingbundin konungsstjórn.

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

44 819 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

 

Kanada er annað stærsta landið í heiminum að flatarmáli á eftir Rússlandi. Landfræði landsins er mjög fjölbreytt en því er skipt upp í sjö svæði sem hafa mjög fjölbreytt landslag og loftslag. Strandlengja Kanada er samtals 96.089 km og er sú lengsta í heimi. Landið skiptist í tíu héruð og þrjú stór sjálfstjórnarsvæði. Landið hefur nokkra fjallagarða: í austri liggja hinir fornu Appalachene fjallagarðar, sem ná yfir til Bandaríkjanna. Til vesturs rís svokölluð Cordilleraen sem samanstendur aðallega af Rocky Mountains og Coastal Mountains. Mikilvægustu árnar eru St.Lawrence áin og Great Lakes í suðri, þar sem hinir frægu Niagara Falls eru staðsettir.

Kanadíski skjöldurinn sem þekur næstum helming af svæði landsins, er talinn vera kjarninn í álfu Norður-Ameríku. Þetta er fjalllent svæði með ám sem eru helstu uppsprettur fyrir vatnsorkuframleiðslu. Skjöldurinn umlykur einnig hinn mikla Hudsonflóa. Í miðvestur Kanada eru stórar hæðóttar sléttur sem eru aðallega notaðar fyrir landbúnað. Túndrur (freðmýri) í norðri og svæði með varanlegan ís mynda norðurheimskautasvæði Kanada. Umhverfisvandamál Kanada hafa lengi verið tengd mengun og súru regni, sem veldur meðal annars skaða á vatnasvæðum.

Nokkur svæði í Kanada eru friðlýst og eru á heimsminjalista UNESCO.

Earth Earth Earth Earth Ecoprint

4.5 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Kanada, þá þyrftum við 4.5 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Talið er að fyrir 35.000 – 12.000 árum síðan hafi fyrstu menn komið til landsins yfir Beringssund landbrúna. Forfeður inúíta dreifðust yfir norðurhluta landsins og vitað er að víkingar heimsóttu norðaustur strönd álfunnar í kringum árið 1000. Englendingar voru fyrstu Evrópumenn sem komu til landsins í könnunarleiðöngrum sínum seint á 15.öld. Fljótlega á eftir komu einnig franskir könnuðir og fyrsta franska nýlendan, Nýja Frakkland, var stofnuð árið 1604. Árið 1755 braust út stríð á milli frönsku og bresku nýlendanna, svokallað sjö ára stríð, sem leiddi til þess að Kanada varð undir stjórn Breta.

Kanada varð fyrir miklum áhrifum við fólksstraum í kjölfar bandaríska frelsisstríðsins og var sökum þess deilt í tvö svæði: mótmælendur í enska, efra Kanada og kaþólikkar í franska, neðra Kanada. Eftir Napóleonsstríðin 1815 hófust víðtækir brottfluttningar frá Evrópu til Kanada. Efra og neðra Kanada urðu vegna uppreisna sameinuð, til að mynda Kanadafylkið 1840 og hlaut sjálfsstjórn og þing. Bresku Norður-Ameríku lögin ákváðu að stofna sambandsríki, sem eru enn hluti héraða í Kanada í dag og urðu þannig fyrsta sjálfstjórnarsvæði Breta árið 1867. Það var ekki fyrr en árið 1949 að öll svæðin höfðu gengið til liðs við ríkið. Kanada gekk til liðs við Þjóðabandalagið 1919 og tók fulla stjórn yfir málefnum sínum 1926. Í Westminster sáttmálanum árið 1931 staðfesti Bretland að breska þingið hefði ekki lengur nein völd í Kanada.

Samfélag og stjórnmál

Kanada hefur þingbundna konungsstjórn og er sambandsríki með lýðræðislegar hefðir sem ná aftur til 1700. Breska konungsveldið er þjóðhöfðingi og hefur fulltrúa í landinu sem er yfirlandstjóri. Æðsta framkvæmdarvaldið liggur hjá forsætisráðherra og ríkisstjórninni. Þingið samanstendur af fulltrúahúsi (e. House of Commons), sem hefur 308 fulltrúa sem hægt er að velja úr og öldungadeild með 105 fulltrúa.

Alþingiskosningar eru alltaf haldnar þann 4.október en ef ríkisstjórnin hefur ekki traust fulltrúahússins getur landstjóri leyst upp Alþingið. Leiðandi flokkur á undanförnum árum hefur verið Íhaldsflokkurinn, með Stephen Harper forsætisráðherra sem leiðtoga þeirra. Helsti andstöðuflokkurinn eru Frjálslyndir. Langvarandi sjálfstæðisbarátta í frönskumælandi héraðinu Quebec leiddi til allsherjaratkvæðagreiðslu í héraðinu árið 1980 og 1995 en svæðið er enn hluti af Kanada. Menningarleg sjálfsmynd frönskumælandi svæðisins kemur sterklega fram í pólitík héraðsins. Hvernig Kanada myndaðist hefur gert það að verkum að héruðin hafa mjög sterka stöðu, með mikið sjálfstæði.

Hagkerfi og viðskipti

 Kanada er auðugt land og stórt landsvæðið hefur að geyma miklar náttúruauðlindir. Um 10% af skógum heimsins eru staðsettir í Kanada og landið hefur mjög mikið af steinefna auðlindum, svo sem gull, nikkel, úran og blý. Hefðbundnar og mikilvægar atvinnugreinar hafa verið skógrækt, olíu- og námuvinnsla og veiði en mikilvægi þessara atvinnugreina og hlutdeild þeirra í landsframleiðslu er að minnka. Þjónustugreinar gegna mikilvægu hlutverki á sama hátt og í öðrum iðnvæddum ríkjum.

Kanada hefur nóg af eigin orkuauðlindum, sem er útflutningsvara. Að hluta til vegna framleiðslu ódýrar vatnsorku þá nota Kanadamenn mesta orku í heiminum miðað við fólksfjölda. Í Vestur-Kanada eru stór innlán vegna olíusanda og á sumum svæðum er notast við kjarnorku. Ójöfn dreifing auðlinda í landinu leiðir til pólitískra ágreininga. Sterk viðskiptasambönd við Bandaríkin eru gagnleg fyrir Kanada, að hluta til vegna þess að um 75% af útflutningi landsins fer yfir landamærin í suðri.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Kanada fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  9 984 670
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  5,1
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  36 953 765
  1000 íbúar
  Frjósemi
  1,7
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,098
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,926
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  81
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  83
  Ár
  Lífslíkur karla
  79
  Ár
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  107 678
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  0,3
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  16 711
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  162
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  156 652
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  vantar gögn
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  1,372
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  4
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  5
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  15,12
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  8,0
  Hektar per person
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  0,983
  Skali
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  82
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  23,9
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  99,8
  Prósent
 •  

  Kanada

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  13,6
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  vantar gögn
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  vantar gögn
  Prósent
  Iðnaður
  28
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  71
  Prósent