[[suggestion]]
Kenía

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Naíróbí

Þjódernishópar

Kikuyu, luhya, luo, kalenjin, kamba, kisii, meru

Tungumál

Enska, Svahíli, annað

Trúarbrögð

Mótmælendur 45%, kaþólikkar 33%, múslímar 10%, hefðbundin trúarbrögð 10%, aðrir/trúleysingjar/óskilgreint 2%

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

3 155 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Landslag í Kenía er mjög fjölbreytt. Landinu er skipt í tvennt af hinum gríðarstóra Austur-Afríku sigdal sem teygir sig suður eftir austurhluta Afríku. Eldvirkni í keníska hluta dalsins hætti fyrir þúsundum ára en náði að mynda stór stöðuvötn eins og Viktoríuvatn og háa fjallstinda eins og Keníafjall. Fyrir norðaustan sigdalinn er þurrt og kaldranalegt landslag. Frá láglendri strandlengjunni í austri rís landslagið í átt að frjósömu hálendi í miðju landinu þar sem stærstur hluti íbúanna býr. Fyrir sunnan hálendið eru miklar sléttur. Þar eru þekktir þjóðgarðar eins og Masai Mara og Tsavo. Loftslagið er breytilegt eftir hæð yfir sjávarmáli. Við strandlengjuna er hitabeltisloftslag með háu hitastigi allt árið um kring. Á hálendinu er loftslagið tempraðra með skýrum skilum á milli árstíða. Úrkoma er misjöfn eftir landsvæðum og getur verið breytileg frá ári til árs. Gæði vatns í Kenía eru mjög slæm og ekkert vatn er að finna á stórum hluta landsbyggðarinnar. Ólöglegt skógarhögg í hitabeltisskógi í vestanverðu landinu hefur leitt til jarðvegseyðingar, sem hefur lagt stór svæði í eyði.

Ecoprint

0.6 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Kenía, þá þyrftum við 0.6 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Kaupmenn frá Arabíuskaganum settust að með fram strönd Kenía á áttundu öld. Á þeim tíma voru engin stór konungdæmi í landinu og stærstur hluti íbúanna bjó í litlum þorpum og lifði af veiðum og landbúnaði. Arabarnir voru á þessum slóðum þangað til Portúgalar komu til landsins á 16. öld og gerðu innrás í borgir við ströndina. Innlandið var látið ósnert á meðan strandborgirnar urðu mikilvæg miðstöð þrælaverslunar. Á 19. öld lögðu Englendingar undir sig ströndina auk þess sem þeir hófu að færa sig lengra inn í landið, þar sem þeir komu upp viðskiptamiðstöðvum og plantekrum. Kenía var bresk nýlenda á árunum 1820 til 1963 og voru íbúar landsins mjög kúgaðir á þeim tíma. Einungis hvítir máttu eiga land og grundvallarmannréttindi svartra voru ekki virt. Á fimmta áratug síðustu aldar voru stofnaðar frelsishreyfingar sem börðust fyrir réttlæti. Árið 1952 hófust uppreisnir og var stjórnmálaringulreið í landinu til loka sjötta áratugarins. Kenía fékk sjálfstæði árið 1963 og fyrstu 15 árin var sósíalíski frelsisleiðtoginn Jomo Kenyatta við völd. Á árunum frá 1978 til 2002 var Daniel arap Moi forseti landsins og gerði það að spilltu einsflokksríki.

Samfélag og stjórnmál

Í Kenía er lýðræðislegt stjórnarform þar sem forsetinn leiðir ríkisstjórnina og er þjóðhöfðingi landsins. Landið var á tímabili á níunda áratugnum einsflokksríki undir stjórn Daniel arap Moi, en í dag eru þar fjölmargir stjórnmálaflokkar. Lítill hugmyndafræðilegur munur er á milli flokkanna og stjórnast kosningar af persónulegum eiginleikum stjórnmálamannanna og menningarlegum uppruna. Í Kenía eru meira en 50 ólíkir ættbálkar og hefur sambandið á milli þessara hópa allt frá sjálfstæði leitt til átaka og ágreinings, sérstaklega í tengslum við kosningar fimmta hvert ár. Mikil fátækt er í landinu auk mikillar verðbólgu. Helstu samgönguæðar eru í niðurníðslu. Eftir að svonefnt Regnbogabandalag komst til valda árið 2002 hafa orðið þónokkrar breytingar til hins betra. Almennt hefur dregið úr spillingu og er skólaganga nú ókeypis og aðgengileg fyrir flesta. Ríkisstjórnin hefur tekið mikilvæg skref í átt að bættum réttindum kvenna og eru strangar allsherjarúrbætur í þann mund að snúa við neikvæðri efnahagsþróun. Frá kosningunum árið 2007 hefur verið mikill pólitískur óstöðugleiki í landinu og eru þúsundir manna á flótta í eigin landi.

Hagkerfi og viðskipti

Kenía er landbúnaðarland með stórum svæðum sem henta vel til margs konar ræktunar. Meira en 60 prósent íbúa landsins vinnur við landbúnað. Meðal mikilvægustu útflutningsvara eru kaffi og te. Kenía treystir á landbúnað, sem gerir landið berskjaldað vegna óstöðugrar úrkomu og sveifla á verði landbúnaðarvara á alþjóðamarkaði. Stór hluti íbúa landsins lifir undir fátæktarmörkum á meðan stjórnmálaelítan fær laun sem eru sambærileg miðstéttarlaunum á Vesturlöndum. Kenía er fátækt land og er háð alþjóðlegri þróunaraðstoð. Í byrjun tíunda áratugarins var efnahagskreppa í landinu vegna lélegs stjórnarfars. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu þá til skjalanna með stór lán og efnahagsáætlanir. Stofnanirnar hættu um stund aðstoðinni þegar Kenía stóð ekki við þær skuldbindingar sem fylgdu lánunum. Frá árinu 2002 hefur efnahagur landsins smám saman vænkast eftir langt tímabil niðursveiflu. Spilling og skortur á nútímavæðingu í iðnaði er þó enn hindrun fyrir frekari efnahagsvöxt landsins.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Kenía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  580 370
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  10,2
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  50 950 879
  1000 íbúar
  Frjósemi
  4,1
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,565
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,590
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  58
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  59
  Ár
  Lífslíkur karla
  57
  Ár
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  42,8
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  21,2
  Prósent
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  34 011
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  13 315
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  488 415
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  159 000
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  49
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  2,354
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  36
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  246
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  0,31
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  1,0
  Hektar per person
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  0,919
  Skali
  Aftökur
  0
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  28
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  24,2
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  4
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  4
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  85,9
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  78,0
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  63,2
  Prósent
 •  

  Kenía

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  17,6
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  vantar gögn
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  32
  Prósent
  Iðnaður
  19
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  50
  Prósent