[[suggestion]]
Króatía

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Zagreb

Þjódernishópar

Króatar 90%, serbar 5%, aðrir 5%

Tungumál

Króatíska (opinbert), serbíska

Trúarbrögð

Kaþólikkar 88%, aðrir kristnir 5%, múslimar 1%

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

23 422 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Suðvesturhluti landsins tilheyrir Dinaric Ölpunum og eru fjöllin á nokkrum stöðum 1500-1900 metrar á hæð. Efnahagslega mikilvægt svæði er flatt og frjósamt í Norðaustur Króatíu við Slóveníu og liggur afrennsli í gegnum Sava og Drava til Danube. Fyrir utan langa ströndina eru margar eyjar. Gróðurfar í innra láglendi landsins samanstendur af grænum laufskógum, í fjöllunum eru beyki-, þin-, furu- og greniskógar. Fjöllin við ströndina hafa gróskumikinn og tegundaríkan gróður á vissum svæðum. Í láglendinu meðfram ströndinni og á eyjunum hefur mikið af upprunalegu gróðurfari verið fjarlægt.

Tegundir spendýra eru 76 talsins, þar á meðal villisvín, dádýr, gullsjakal, refir og margir merðir. Birnir og úlfar eru á afskekktum svæðum. 370 fuglategundir hafa verið skráðar og eru margar tegundir ránfugla, ernir, gammar og fálkar.

Umhverfisvandamál Króatíu er barátta við loftmengun, einkum frá málmverksmiðjum sem valda súru regni og skemmir skóga. Einnig er umtalsverð mengun meðfram ströndinni, bæði iðnaðar- og heimilisúrgangur. 

Earth Earth

2 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Króatía, þá þyrftum við 2 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Fólk hefur búið á svæðinu síðan 1200 f.Kr. og bæði Grikkir og Rómverjar höfðu seinna nýlendur meðfram ströndinni. Króatíski prinsinn Trpimir stofnaði árið 845 fyrsta króatíska ríkið. Króatía var undir stjórn Austurríkismanna og Ungverja 1102-1918 en hélt samt einkennum sínum. Árið 1918 losnuðu Króatar undan stjórn Austurríki-Ungverjalands og sama ár var „Konungsríki Serba, Króata og Slóvena“ stofnað. Hins vegar voru margir Króatar ósáttir við nýju ríkisstjórnina, þar sem Serbar voru ríkjandi. Eftir að Þýskaland og Ítalía lögðu Júgóslavíu undir sig árið 1941 var „Sjálfstætt Ríki Króata“ stofnað, sem var í raun leppríki nasista.  Grimmilegar þjóðernishreinsanir á serbneskum íbúum fóru fram á næstu árum og voru yfir 300.000 Serbar drepnir í króatíska fasista ríkinu.

Eftir seinni heimstyrjöldina, árið 1945, varð Króatía eitt af sex lýðveldum Júgóslavíu sem voru undir kommúnistastjórn einræðisherrans Tito. Upp úr 1970 var mikil stjórnarandstaða gagnvart Tito og krafa um sjálfstæði varð háværari en hreyfinging var leyst upp og þurfti að lúta lægra haldi. Kommúnistar voru við völd til 1990. Króatía lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1991, sem leiddi til borgarastyrjaldar.

Samfélag og stjórnmál

Slæm samskipti við serbneska hópa í Króatíu urðu til þess að borgarastyrjöld braust út í Króatíu gegn júgóslavneska hernum, sem studdu Serba. Þúsundir manna voru drepnir í bardögum og 250.000 þúsund manns voru á flótta. Árið 1992 sendu SÞ friðargæslu á svæði sem liggja innan Króatíu og voru þá undir stjórn Serba. Seinna sama ár viðurkenndi Júgóslavía landamæri Króatíu áður en borgarstyrjöldin braust út með því skilyrði að svæði Serba yrðu tryggð. Þrátt fyrir friðarsamninga réðst króatíski herinn á serbísku svæðin bæði 1993 og 1995 og hundruð þúsunda Serba urðu að flýja heimili sín. Eftir endanlegan friðarsamning árið 1995 fékk Króatía yfirráð yfir öllum svæðum sem sett voru fram í sjálfstæðisyfirlýsingunni.

Stjórnmálin hafa síðan þá einkennst af yfirvaldi og þjóðernishyggju. Fjölmiðlum er stjórnað af ríkinu, gróf mannréttindabrot eiga sér stað og spilling virðist hömlulaus. Í kosningunum 2010 var Josipovic kjörinn forseti með loforðum um að skapa nútímalegri og evrópska Króatíu. Landið gerðist aðili í NATO árið 2009 og ESB árið 2013. 

Hagkerfi og viðskipti

Á 7. og 8.áratugnum varð mikil þróun í iðnaði. Fyrir upplausn Júgóslavíu var Króatía ríkast og með sterkasta iðnvædda hluta Júgóslavíu.

Efnahagur Króatíu veiktist mjög vegna stríðsins, sérstaklega ferðamannaiðnaðurinn. Frá árinu 2000 hefur efnahagur landsins gengið vel, að hluta til vegna aukins vaxtar í ferðaþjónustu.

Um það bil 36% af Króatíu eru þaktir skógi og er skógrækt mikilvæg iðnaðargrein. Króatísk eik, sem notuð er til framleiðslu á húsgögnum, er eftirsótt á heimsmarkaði.

Króatía er einnig ríkt af steinefna auðlindum, þ.m.t. kol, jarðolía og náttúrulegt gas. Þar eru stór kolanámusvæði. Í fyrrum Júgóslavíu voru Króatía og Slóvenía mest þróuðustu ríkin. Af öllu vinnuafli landsins er einn af þremur sem starfar við iðnaðargreinar. Iðnaðarstarfsemi Króatíu felur í sér skipasmíði, áliðnað, járn- og stáliðnað, kemísk efni, textíl iðnað og ekki má gleyma yfirgripsmiklum iðnaði í véla- og raftækni.

Króatía er í 47.sæti af 187 löndum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna í Þróunarskýrslu SÞ 2014. Sjá nánar hér: http://hdr.undp.org/en 

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Króatía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  131 550 000
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  0,7
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  vantar gögn
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  19,50
  Hlutfall
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,831
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  IHDI - mismunur sýndur
  0,756
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
  Lífslíkur kvenna
  80
  Ár
  Lífslíkur karla
  73
  Ár
  Hamingjuvísir
  5,43
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  57,5
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Þéttbýli
  75
  Íbúar á hvern ferkílómetra
  Vistfræðileg fótspor
  3,6
  Hektar per person
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  16 843
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  3,97
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  1,0
  Prosent
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  826
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  24 188
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  1 007
  Einstaklingar
  Friðarvísir
  1,639
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Flóttamenn í eigin landi
  2 100
  Flóttamenn í eigin landi
  Spilling
  48
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  29,03
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  2
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  1,4
  Prósent af VLF
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  0,0
  Prósent
  Vannærð börn
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  5
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  vantar gögn
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  vantar gögn
  Hlutfall
  Lífslíkur
  77
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  8
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  10
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  10
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  99,7
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  99,1
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  13
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  87,5
  Prosent
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,141
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  46,3
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  90,5
  Prósent
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  42,0
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  8,9
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  55 213 087 271
  US Dollar
  VLF á mann
  13 387
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  3
  Prósent
  Iðnaður
  22
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  67
  Prósent
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  67,1
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Króatía

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  119
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  4 164 783
  1000 íbúar