[[suggestion]]
Líbanon

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Beirút

Þjódernishópar

Arabar 95%, Armenar 4%, aðrir / óskilgreint 1%

Tungumál

Arabíska, franska, enska, armenska

Trúarbrögð

Múslimar 59.7%, kristnir 39% aðrir / óskilgreint 1.3%

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

14 309 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Í Líbanon eru mörg há fjöll. Fjöllin tvö Líbanon og Anti-Líbanon ná bæði upp í um það bil þrjú þúsund metra hæð og eru toppar þeirra snævi þaktir frá desember fram í maí. Frjósöm slétta liggur við strendur Miðjarðarhafsins. Í landinu er miðjarðarhafsloftslag með rökum, mildum vetrum og þurrum heitum sumrum. Jarðvegseyðing og mengun grunnvatns vofir yfir líbönskum landbúnaði sem býr annars við góð náttúruleg skilyrði.

Earth Ecoprint

1.9 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Líbanon, þá þyrftum við 1.9 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Átökin sem spruttu upp í kjölfar stofnunar Ísraels árið 1948 hafa haft alvarleg áhrif á Líbanon. Átök brutust út að nýju árið 1975 sem stóðu yfir í fimmtán ár. Nágrannalöndin Sýrland og Íran leituðust bæði eftir að auka áhrif sín innan Líbanon og lögðu sitt af mörkum við að byggja upp síja-múslímsku hernaðarsamtökin Hizbollah. Hizbollah hefur aðsetur í Suður-Líbanon og hefur smám saman náð að auka völd sín. Svæði Hizbollah er nú í raun starfrækt sem ríki innan ríkis. Samtökin voru stofnuð til að berjast gegn Ísraelum sem höfðu hersveitir í Líbanon frá 1982 til 2000, en héldu áfram starfsemi eftir að Ísrael dró heri sína til baka. Í dag er talið að Hizbollah hreyfingin sé fjölmennari en líbanski herinn.

Samfélag og stjórnmál

Stjórn Líbanons reynir að stöðva átökin á milli múslíma og kristinna íbúa. Í friðarsamkomulagi sem var undirritað eftir borgarastyrjöldina komu menn sér saman um að kristinn einstaklingur skyldi gegna embætti forseta og varnarmálaráðherra, súnní-múslími embætti forsætisráðherra, síja-múslími embætti þingforseta og varaforseti þingsins skyldi koma frá röðum drúsa. Sætum á þinginu er skipt á milli kristinna og múslíma. Á þennan hátt er vonast til að öll þjóðarbrot landsins eigi fulltrúa á þingi og taki þátt í hinu líbanska lýðveldi.

Hagkerfi og viðskipti

Líbanon var áður fyrr ein af mikilvægustu viðskiptamiðstöðvum Miðjarðarhafssvæðisins. Landið var fundarstaður fyrir Evrópu, Afríku og Asíu fram að borgarastríðinu sem braust út árið 1975. Efnahagur landsins veiktist verulega vegna stríðsins og flest erlend fyrirtæki hafa dregið sig út úr landinu. Viðskiptalíf Líbanons hefur þó eflst undanfarin ár, eftir að meira jafnvægi komst á og borgarastríðinu lauk. Stríðsátök sumarið 2006 færðu landið þó marga áratugi aftur í tímann sem mun hafa mikil áhrif á framtíðarþróun Líbanons. Útflutningur byggist að mestu á ávöxtum, grænmeti og vefnaðarvöru. Ólíkt nágrannalöndunum iðnvæddist landið snemma. Olíu er ekki að finna í Líbanon en landið fær olíu frá nágrannalöndum sínum til frekari vinnslu. Í landinu eru einnig framleidd húsgögn og ýmsar trévörur. Iðnaðurinn hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum af völdum átaka í landinu.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Líbanon fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  10 450
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  12,9
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  6 093 509
  1000 íbúar
  Frjósemi
  1,5
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,381
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,757
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  73
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  75
  Ár
  Lífslíkur karla
  71
  Ár
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  0,0
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  7 434
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  14 625
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  1 483 778
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  11 000
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  76
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  2,778
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  7
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  16
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  4,30
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  3,4
  Hektar per person
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  0,893
  Skali
  Aftökur
  0
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  28
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  21,9
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  6
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  4
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  99,1
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  94,1
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  99,0
  Prósent
 •  

  Líbanon

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  22,2
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  vantar gögn
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  4
  Prósent
  Iðnaður
  25
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  70
  Prósent