[[suggestion]]
Malasía

Helstu tölur og staðreyndir

Sjtórnarform

Konstitusjonelt monarki

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

27 683 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Malasía skiptist í austur- og vesturhluta. Vesturhluti landsins nær yfir suðurenda Malasíuskagans og austurhlutinn er á eyjunni Borneó. Á skaganum eru fjallgarðar með tindum sem ná allt að 2100 metra hæð yfir sjávarmáli. Meðfram ströndinni er láglendi sem teygir sig í átt að fjöllunum. Á Borneó er frjósamt láglendi í norðanverðum strandhéruðum eyjunnar, sem verður að hólum og hálendi lengra inn til landsins. Í suðri mynda háir fjallgarðar náttúruleg landamæri við þann hluta eyjunnar sem tilheyrir Indonesíu. Í Malasíu er mikið um regnskóg, en hann þekur um tvo þriðju hluta landsins. Þar er hitabeltisloftslag með afmörkuðu regntímabili og háu hita- og rakastigi allt árið um kring. Stærsta umhverfisvandamálið er óhreint drykkjarvatn og ótakmörkuð mengun frá bílum og þungaiðnaði sem eyðileggur loftgæðin í stóru borgunum.

Earth Earth Ecoprint

2.5 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Malasía, þá þyrftum við 2.5 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Malasía er á svæði sem hefur verið miðstöð fyrir verslun í Suðaustur-Asíu í mörg hundruð ár. Vegna þess hve landið er hrjóstugt urðu aldrei til stór og fjölmenn heimsveldi á svæðinu, aðeins nokkur minni konungsríki fyrsta árþúsundið eftir Krist. Á fjórtándu öld varð þó til ákveðin valdamiðstöð í kringum strandbæinn Malakka. Bænum var stjórnað af múslímskum soldán og styrkti það sambandið við önnur múslímsk ríki á svæðinu. Malakka var hertekin af Portúgölum á sextándu öld áður en Hollendingar og Bretar hófu innrás sína á svæðið nokkrum öldum seinna. Á nítjándu öld var Malasía nánast öll gerð að breskri nýlendu. Í seinni heimsstyrjöld var landið hertekið af Japan, áður en það fékk langþráð sjálfstæði árið 1963. Síðan þá hefur landinu verið stjórnað af þverpólitískri ríkisstjórn með hinn þjóðlega sameiningarflokk UMNO í forystu.

Samfélag og stjórnmál

Í Malasíu er táknrænt konungsdæmi, en einn af þeim þrettán soldánum sem eru settir yfir þrettán héruðum landsins er valinn til að gegna embætti konungs í fimm ár í senn. Í raun er valdið hjá ríkisstjórninni, sem er skipuð af fulltrúum og forsætisráðherrann fer fyrir henni. Stjórnmálaflokkar í landinu skiptast aðallega eftir trúarbrögðum eða þjóðarbrotum og þar hefur því ekki myndast nein eiginleg hægri/vinstri-pólitík. Þjóðlegi samfylkingarflokkurinn, UMNO, hefur verið stærsti flokkurinn í öllum ríkisstjórnarbandalögum síðan landið öðlaðist sjálfstæði og hefur einnig talsverð völd í efnahagskerfinu. Síðastliðin ár hefur stjórnarandstaðan orðið sterkari, en meðal annars hefur íslamski flokkurinn, PAS, komist til valda í einu af héruðunum og sett íslömsk sharia-lög. Eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin þann 11. september 2001 reyndu yfirvöld í landinu að brjóta íslamska öfgahópa á bak aftur undir því yfirskini að taka þátt í alþjóðlegu stríði gegn hryðjuverkum. Á síðustu árum hefur þó fækkað í mörgum þessara hópa og dregið úr áhrifum þeirra.

Helstu þjóðflokkar Malasíu eru Malayar (um 50%), aðrir innfæddir þjóðhópar (um 11%), Kínverjar (um 24%) og Indverjar (um 7%). Þessi þjóðlegi fjölbreytileiki setur svip sinn á stjórnmálin og sífellt breytileg ríkisstjórnarbandalög gera það erfitt að hafa yfirsýn yfir þau. Búist er við að íslömsk áhrif í samfélaginu muni hafa mikið að segja í komandi kosningum, þar sem þau 35% þjóðarinnar sem ekki eru múslimar eru á móti auknum íslömskum áhrifum á stjórnmál, réttarkerfi og menningu landsins.

Malasía er eitt af mest þróuðust löndunum í Suðaustur-Asíu og spilar stórt hlutverk innan suðaustur-asísku samtakanna ASEAN. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að verða komin með jafngott velferðarkerfi og vestrænu iðnríkin fyrir árið 2020. Miðað við hvernig málin standa í dag er ekki ólíklegt að það markmið náist.

Hagkerfi og viðskipti

Malasía getur státað sig af miklum útflutningi, en landið flytur út gúmmí, hráolíu, timbur og plöntuolíu. Þegar landið var bresk nýlenda voru gúmmí- og pálmaolíutré flutt inn til vinnslu og landið varð seinna einn af stærstu framleiðendum fyrir gúmmí og pálmaolíu í heimi. Hagstæðar reglur og opinn markaður gerir landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta, sem aukast ár frá ári. Síðan landið öðlaðist sjálfstæði árið 1963 hefur iðnaður í landinu blómstrað og út níunda áratuginn var árlegur hagvöxtur 8%. Malasía lenti í miklum erfiðleikum í kreppunni sem reið yfir Asíu árið 1997. Með hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum komst landið fljótt á réttan kjöl aftur og er í dag eitt af best stæðu löndunum á þessu svæði. Þrátt fyrir að í Malasíu sé vel útfært markaðskerfi, hefur ríkið mikilla hagsmuna að gæta innan margra geira og flokkurinn sem situr í ríkisstjórn, UMNO, hefur mikil ítök í efnahagslífinu.

Á áttunda áratugnum setti ríkið í gang breytingar til að stemma stigu við háu hlutfalli Kínverja og annarra minnihlutahópa í efnahagslífinu, með því að gefa innfæddum Malayum ákveðin forréttindi í opinbera geiranum og til þess að mennta sig. Þessar aðgerðir kallast bumiputra-pólitík. Í dag er staðan allt önnur, en þrátt fyrir það eru þessar aðgerðir ennþá virkar, og Kínverjum og öðrum minnihlutahópum er alvarlega mismunað í ákveðnum atvinnugeirum. Útflutningur frá Malasíu hefur fengið aukna samkeppni frá Kína undanfarin ár og margir telja að aðaláherslan muni bráðum færast frá hátæknisviðinu yfir á þjónustusviðið.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Malasía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  330 800
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  2,9
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  32 042 458
  1000 íbúar
  Frjósemi
  1,9
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,291
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,802
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  75
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  77
  Ár
  Lífslíkur karla
  73
  Ár
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  0,3
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  51 240
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  10 028
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  151 370
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  70
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  1,619
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  7
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  103
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  8,03
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  4,4
  Hektar per person
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  vantar gögn
  Skali
  Aftökur
  9
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  47
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  30,3
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  4
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  4
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  98,4
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  94,6
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  98,2
  Prósent
 •  

  Malasía

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  10,6
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  vantar gögn
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  9
  Prósent
  Iðnaður
  40
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  51
  Prósent