[[suggestion]]
Máritanía

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Noukachott

Þjódernishópar

Máritanískir og aðrir af afrískum uppruna

Tungumál

Arabíska, pulaar, soninke, wolof, franska, hassaniya

Trúarbrögð

Múslímar

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

3 853 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Í Máritaníu eru fá fjöll, landið er þurrt og að mestu eyðimörk. Sahara-eyðimörkin nær yfir tvo þriðju hluta landsins, þar rignir næstum aldrei og einungis stöku runnar þrífast þar. Svæðið er mjög dreifbýlt og er hitastig mjög breytilegt, frá núll gráðum á nóttunni upp í 50 gráður á daginn. Í sunnanverðu landinu er Sahel-eyðimörkin og Senegal-fljótið. Þau svæði eru lítið eitt frjórri en eyðimerkurnar í norðri. Meðfram langri strandlengju landsins er loftslagið tempraðra, en þar er einnig mjög lítil úrkoma og svæðið er mjög dreifbýlt. Stærsta umhverfisvandamál Máritaníu, frá því á þurrkatímabilunum á sjöunda og áttunda áratugnum, hefur verið eyðimerkurmyndun sem leggur undir sig sífellt fleiri frjósöm svæði. Stjórnlítið skógarhögg þeirra fáu trjáa sem eftir eru leiðir til þess að jarðvegurinn er rýr og fýkur burt. Skortur á aðgangi að hreinu vatni er einnig vandamál í landinu, bæði vegna skorts á úrkomu, ófullkominnar fráveitu og mengunar frá iðnaði.

Earth Ecoprint

1.3 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Máritanía, þá þyrftum við 1.3 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Fyrir um það bil 3500 árum var Sahara-eyðimörkin frjósöm slétta með ríku dýra- og plöntulífi og dreifðri byggð. Um það bil 200 e.Kr. hófu Berbar frá Norður-Afríku að koma sér fyrir á svæðinu. Suðurhluta þess, sem í dag er Máritanía, var frá því á níundu öld stjórnað af keisurum í Malí og Gana, en norðurhéruðin voru hluti af hinu múslímska Almoravid-ríki. Á 16. öld lögðu marokkóskar hersveitir undir sig stóran hluta landsins, innleiddu arabíska tungumálið, menningu og aðferðir til að skipuleggja samfélagið. Á svipuðum tíma hófu valdamikil evrópsk lönd að koma fyrir viðskiptamiðstöðvum meðfram allri strönd Vestur-Afríku. Á meðan á Vínarráðstefnunni stóð árið 1815 fékk Frakkland fullt vald yfir ströndinni þar sem í dag er Máritanía og Senegal. Máritanía varð hluti af hinu franska vestur-afríska sambandi AOF árið 1920 og fékk sjálfstæði árið 1960. Árið 1975 réðst Máritanía inn í Vestur-Sahara til að hindra að Marokkó gæti fært út landsvæði sín til suðurs. Eftir langvinn átök gegn frelsishreyfingunni Polisario í Vestur-Sahara, og valdaráni árið 1978, dró landið sig út úr Vestur-Sahara. Næstu áratugi þar á eftir, fram að valdaráni árið 2005, var landinu stjórnað af ólýðræðislegum ríkisstjórnum.

Samfélag og stjórnmál

Á áratugunum eftir sjálfstæði var PPM flokkur forsetans Moktar Ould Daddahs eini leyfði stjórnmálaflokkurinn. Þegar Daddah var steypt af stóli árið 1978 hét hershöfðinginn því að innleiða lýðræði. Aðrir stjórnmálaflokkar voru ekki leyfðir fyrr en árið 1991 og fyrstu lýðræðislegu kosningarnar voru ekki haldnar fyrr en árið 2007. Máritanísk stjórnmál eru mjög persónumiðuð og snúast lítið um það hvaða flokki hver stjórnmálamaður tilheyrir – mun mikilvægara er að vita úr hvaða þjóðernishópi hann kemur. Máritanía skiptist á milli araba í norðri og Afríkumanna suðri. Í gegnum árin hafa arabarnir níðst á öðrum þjóðernishópum í suðri og hafa haldið þeim í þrældómi í nokkrar aldir. Þrældómur er enn almennur á mörgum svæðum, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi lagt bann við slíku árið 1981. Landið er vanþróað og íbúarnir bera ekki traust til stjórnmálamannanna eftir margra áratuga ólýðræðislega stjórn. Undanfarin ár hefur ríkisstjórnin barist hart gegn íslömskum hópum og hafa margar alþjóðastofnanir gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir gróf mannréttindabrot. Sífellt fleiri Vestur-Afríkubúar fara til hafnarbæjarins Nouadhibou í norðri til að komast til Kanaríeyja í litlum, lélegum bátum og árlega deyja mörg hundruð manns á leiðinni.

Hagkerfi og viðskipti

Máritanía er mjög fátækt land og hefur stærstur hluti íbúanna lifibrauð sitt af einföldum landbúnaði. Mikilvægustu auðlindir landsins eru auðug fiskimið með fram ströndinni og mikið er af járni í öllu landinu. Léleg efnahagsstjórn og miklir þurrkar áratugum saman hefur leitt til þess að landið hefur neyðst til að taka stór lán og eru erlendar skuldir Máritaníu í dag mjög háar. Frá því á níunda áratug síðustu aldar hefur landið tekið þátt í umbótaverkefnum í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Mikill hluti iðnaðar, sem áður var í ríkiseigu, hefur verið einkavæddur. Þrátt fyrir að skuldir landsins hafi minnkað er Máritanía háð erlendri aðstoð. Erlend olíufyrirtæki eru farin að sýna áhuga á mögulegum olíubirgðum með fram strandlengjunni og hafa hafið framleiðslu á mörgum sviðum. Árið 2006 hóf landið í fyrsta sinn útflutning á olíu, gulli og kopar sem leiddi til þess að verg landsframleiðsla jókst um næstum því 12 prósent á einu ári.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Máritanía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  1 030 700
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  0,4
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  4 540 068
  1000 íbúar
  Frjósemi
  4,4
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,627
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,520
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  59
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  61
  Ár
  Lífslíkur karla
  57
  Ár
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  6,0
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  5,6
  Prósent
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  413
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  44 074
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  78 183
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  8
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  2,355
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  54
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  111
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  0,67
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  2,3
  Hektar per person
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  0,818
  Skali
  Aftökur
  0
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  28
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  18,0
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  6
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  5
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  62,6
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  52,1
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  57,9
  Prósent
 •  

  Máritanía

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  47,3
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  17,4
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  23
  Prósent
  Iðnaður
  36
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  42
  Prósent