[[suggestion]]
Mexíkó

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

17 275 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Mexíkó er fjórtánda stærsta land veraldar. Meira en helmingur þess liggur meira en þúsund metrum yfir sjávarmáli. Loftslagið er heitara við strandlengjuna en temprað á hálendinu. Mexíkóborg, höfuðborg landsins, er staðsett í 2300 metra hæð yfir sjávarmáli á miklu eldfjallasvæði. Miðhluti landsins samanstendur af hásléttum sem eru umkringdar fjallgörðunum Sierra Madre Occidental í vestri og Sierra Madre Oriental í austri . Þrátt fyrir að um það bil helmingur landsins sé eyðimörk má þar finna skógi vaxin fjöll, frjósama dali og stóra regnskóga. Skógeyðing er þó vandamál í landinu, ásamt loft- og vatnsmengun og útrýmingu dýrategunda. Olíulekinn í Mexíkóflóa hefur sett umhverfið í enn frekari hættu. Þann 20. apríl 2010 sprakk borpallurinn „Deepwater Horizon“ og sökk í kjölfarið. Gífurlegt magn olíu lak út í hafið í kjölfar slyssins og náði lekinn til nærliggjandi stranda. Olíulekanum hefur verið lýst sem stærsta olíumengunarslysi sögunnar. Í Mexíkóflóa má finna tæplega 1% af kóralrifum heimsins og þar búa 56 tegundir sjávarspendýra. Enn er ekki hægt að segja til um hvaða langvarandi áhrif slysið muni hafa á umhverfið og dýralífið.

Earth Ecoprint

1.4 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Mexíkó, þá þyrftum við 1.4 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Talið er að rekja megi sögu Mexíkó um það bil 20.000 ár aftur í tímann. Fyrsti þjóðflokkurinn sem setti svip sinn á sögu landsins voru Olmekar. Þeir voru frumbyggjar sem þróuðu með sér flókna byggingarlist allt frá árinu 1000 f.kr. í miðhluta landsins. Síðan þá hafa margir ættbálkar frumbyggja átt búsetu í Mexíkó, á ólíkum tímum. Á síðustu öldum hefur Mexíkó átt í ýmsum pólitískum deilum og ráðist hefur verið inn í landið frá Spáni, Norður-Ameríku og Frakklandi. Landnám Evrópumanna byrjaði árið 1519 þegar Spánverjinn Hernán Cortés gerði Mexíkó að spænskri nýlendu og var landið undir stjórn Spánverja allt til ársins 1821 þegar landið öðlaðist sjálfstæði. Árið 1845 gerðu Bandaríkin kröfu til landsvæðisins Texas, sem þá var hluti af Mexíkó. Það leiddi til átaka milli landanna sem enduðu með því að Mexíkanar misstu helming landsvæðis síns. Í kringum 1860 réðust Frakkar inn í landið og hernámu það, en drógu herafla sinn til baka fáeinum árum seinna. Stuttu eftir að Frakkar drógu her sinn úr landinu tók einræðisstjórn Porfirio Díaz við og jók það enn á spennu í landinu. Uppreisn gegn einræðistjórninni hófst árið 1910 og varði í tíu ár. Uppreisnin beindist í fyrstu gegn einræðistjórninni, en varð að lokum barátta fyrir félagslegu jafnrétti og mannréttindum. Eftir 1940 komst aukið jafnvægi á í landinu, bæði félagslega og efnahagslega.

Samfélag og stjórnmál

Mexíkó er sambandslýðveldi með 31 meðlimsríki og eitt alríkissvæði (e. federal district) sem er einnig höfuðborg landsins. Ríkisvaldið er þrískipt og er skiptingin í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Forseti landsins er handhafi framkvæmdavaldsins. Forsetinn er kosinn til sex ára í senn, en Felipe Calderón Hinojosa hefur gegnt embætti forseta síðan 2006. Calderón er meðlimur kristilega íhaldsflokksins PAN, en helstu baráttumál hans eru fríverslunarsamningur við Bandaríkin og einkavæðing opinbers reksturs. Eitt af helstu félagslegu baráttumálum Calderóns eru varnir gegn eiturlyfjatengdri glæpastarfsemi, vandamáli sem hefur stigmagnast á undanförnum árum í Mexíkó ásamt spillingu. Misskipting tekna og auðs er gífurleg í Mexíkó og býr um helmingur íbúanna við fátækt. Tjáningarfrelsið er að sama skapi takmarkað og hafa stjórnvöld í landinu átt í vandræðum með að tryggja verndun borgaralegra réttinda íbúanna.

Hagkerfi og viðskipti

Árið 1994 gekk djúp efnahagsleg lægð yfir Mexíkó og pesóinn veiktist gífurlega. Þessi efnahagslega lægð var sú versta sem landið hafði gengið í gegnum síðan á fjórða áratug seinustu aldar. Á seinni árum hefur ástandið batnað umtalsvert og er efnahagur landsins nú meðal þeirra fimmtán sterkustu í heiminum. Í Mexíkó er opið markaðshagkerfi og hefur ekkert annað land gert jafn marga fríverslunarsamninga. Efnahagur landsins er mjög viðkvæmur fyrir sveiflum í bandaríska hagkerfinu, enda eru löndin tengd sterkum böndum. Um 86% af útflutingi landsins fer til Bandaríkjanna og 66% af innflutningi þess koma frá Bandaríkjunum. Mexíkó varð því illa útí í efnahagskreppunni sem hófst árið 2008. Landið er stærsti silfurframleiðandi heims og fimmti stærsti olíuframleiðandi.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Mexíkó fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  737 480 000
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  2,5
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  0,025
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  43,60
  Hlutfall
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  IHDI - mismunur sýndur
  0,609
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  77,8
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  480 271
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  3,87
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  2,2
  Prosent
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  37
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  2,583
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  28
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  3
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  46,78
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  3
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  0,5
  Prósent af VLF
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  3,8
  Prósent
  Vannærð börn
  1,0
  Prósent
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  13
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  2,1
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  0,1
  Hlutfall
  Lífslíkur
  77
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  42
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  63
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  22
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  99,1
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  94,9
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  13
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  95,3
  Prosent
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,345
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  36,3
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  42,6
  Prósent
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  9 677
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  8,4
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  3,3
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  1 150 887 823 404
  US Dollar
  VLF á mann
  8 910
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  3
  Prósent
  Iðnaður
  34
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  62
  Prósent
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  63,9
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Mexíkó

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  2 872
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  130 759 074
  1000 íbúar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  96 763
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  19 385
  Einstaklingar
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,774
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Flóttamenn í eigin landi
  345 000
  Flóttamenn í eigin landi
  Lífslíkur kvenna
  80
  Ár
  Lífslíkur karla
  75
  Ár
  Hamingjuvísir
  6,60
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)