[[suggestion]]
Mið-Afríkulýðveldið

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Bangui

Þjódernishópar

Baya 33%, Banda 27%, Mandjia 13%, Sara 10%, Mboum 7%, M´Baka 4%, Yakoma 4%, aðrir 2%

Tungumál

Franska (opinbert), Sangho, önnur áttbálkamál

Trúarbrögð

Afrísk trúarbrögð 35%, mótmælendur 25%, rómverskir-kaþólikkar 25%, múslimar 15%

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

699 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Mið-Afríkulýðveldið samanstendur að mestu leyti af hásléttu, á fjallalengju í um 600-900 metra hæð sem liggur á milli Kongó og Tsjad. Hálendið myndar vatnaskil á milli þriggja mikilvægustu vatnaleiða í Afríku: Kongófljóts, Tsjadvatns og Nílarfljóts. Áin Chari rennur með þverár sínar í norður, Oubanui í suður. Bongofjöllin í norðaustri eru allt að 1400 metrar á hæð yfir sjávarmáli. Savanna (graslendi) nær yfir mest allt landið. Meðfram ánum vaxa mjó skógarbelti og í suðurhluta landsins er suðrænn regnskógur. Næstum helmingur landsins er skógi vaxinn. Umhverfisvandamál í Mið-Afríkulýðveldinu eru meðal annars að vatnið er ekki drekkanlegt. Veiðiþjófar hafa gert það að verkum að landið hefur misst orðspor sitt fyrir að hafa ósnerta náttúru og villt dýralíf. Einnig er eyðimerkurmyndun og eyðing skóga í nokkrum landshlutum. 

Ecoprint

0.6 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Mið-Afríkulýðveldið, þá þyrftum við 0.6 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Niðurstöður sýna að fólk hefur búið í landinu í yfir 8000 ár. Frumbyggjar landsins eru babinga, pygméfólk. Frá því um 1000 f.Kr. byrjuðu aðrir þjóðernishópar að setjast að. Landið var einangrað þar til um 1600 og upp úr 1800 komu arabískir kaupmenn. Á sama tíma hófst þrælasala, sem nokkur Afríkuríki voru hluti af. Eftir að hafa lagt undir sig strandsvæðin fékk Frakkland í lok 19.aldar áhuga á innri landshlutum Afríku. Lögðu þeir því undir sig Kongó og Mið-Afríkulýðveldið. Nauðungarvinna á plantekrum, nauðungaflutningar og grimmar refsiaðferðir gegn heimamönnum voru algengar í þessum hluta Afríku. Andstaða við hernámið og endurteknar uppreisnir var refsað harkalega fyrir. Eftir seinni heimsstyrjöldina gerðu ný lög í Frakklandi það að verkum að Barthélemy Boganda varð fyrsti Mið-Afríkubúinn sem var kosinn á franska þingið. Hann stofnaði einnig fyrsta flokk landsins, Mouvement d'évolution sociale de l'Afrique noire (MESAN), sem vann fyrstu almennu kosningarnar í landinu árið 1957. Mið-Afríkulýðveldið hlaut sjálfstæði árið 1960. Árið 1966 komst ofurstinn Bokassa til valda í valdaráni. Hann lýsti sig keisara árið 1977. Eftir nokkur ár öðlaðist landið aftur lýðveldi þegar stjórnarandstaðan umturnaði honum. Ný stjórnarskrá með fjölflokkastjórn var samþykkt árið 1981. 

Samfélag og stjórnmál

Allar götur síðan þá hafa tilraunir til að innleiða lýðræði og fjölflokkakerfi ítrekað verið truflaðar af ofbeldisfullum uppreisnum, valdaráni og her ríkisstjórnar. Stjórnmál landsins einkennast af spennu milli þjóðernishópa og átaka milli ólíkra svæða. Í gegnum tíðina hafa pólitísk völd verið hjá íbúum í suðri en Savannafólk í norðri hefur styrkt stöðu sína smám saman. Samkvæmt stjórnarskránni frá 2004 hefur forsetinn mikið vald, bæði sem þjóðhöfðingi og æðsti yfirmaður heraflans. Forsetinn er formlega kjörinn í beinni kosningu og getur aðeins setið tvö kjörtímabil. François Bozizé náði hins vegar völdum í valdaráni árið 2003. Eftir síðustu kosningar árið 2011 hefur verið mikil óánægja, sem leiddi til þess að uppreisnarhópur Séléka gerði árásir í desember 2012. Eftir misheppnaðar friðarviðræður við Bozizé forseta framdi Séléka valdarán í mars 2013 og var í kjölfarið sett ný bráðabirgðaríkisstjórn. Áætlað er að nýjar kosningar verði haldnar eigi síður en árið 2016. SÞ og önnur alþjóðleg samtök hafa þó nokkrum sinnum reynt að koma á vopnahléi og styðja við þróun í landinu. Í kjölfar margra ára pólitísks óstöðugleika telst landið í dag sem mislukkað ríki, þar sem ríkisstjórnin hefur litla stjórn. Ríkið getur ekki boðið íbúum landsins upp á grunnþjónustu, svo sem persónulegt öryggi. Í landinu er mikið af fólki á flótta frá heimilum sínum vegna ofbeldis og margir hafa einnig flúið til nágrannalanda. 

Hagkerfi og viðskipti

Mið-Afríkulýðveldið hefur mikið af náttúruauðlindum, sérstaklega skógum, demöntum, gulli og úran. Staða landsins, léleg þróun í uppbyggingu og pólitísk og efnahagsleg óstjórn hefur hins vegar valdið því að landið er eitt af minnst þróuðustu ríkjum Afríku. Landið þénar að vísu góðan pening á námuvinnslu, sérstaklega demöntum en það kemur íbúum landsins ekki til góða. Um 80% íbúanna starfar við landbúnað, skógrækt og við fiskveiðar. Flestir stunda sjálfþurftarbúskap og smásölu innanbæjar. Mið-Afríkulýðveldið hefur vanþróað samgöngukerfi og eru stórir hlutar landsins óaðgengilegir. Þetta þýðir að erfitt er að móta efnahagslega þróun. Landið hefur enga strandlengju og vöruflutningar sjóleiðis fara aðallega í gegnum Kongó. Þar með hafa óeirðirnar þar áhrif á viðskiptin. Frakkland er helsta viðskiptalandið og veitir einnig verulega fjárhagsaðstoð. Árið 2010 byrjaði ríkisstjórnin að fá betri stjórn á efnahag landsins. Leiddi það til þess að fleiri vildu veita landinu fjárhagsaðstoð.

Mið-Afríkulýðveldið er í 185.sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Mið-Afríkulýðveldið fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  507 810 000
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  66,3
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  0,465
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  62,00
  Hlutfall
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,367
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  IHDI - mismunur sýndur
  0,212
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
  Lífslíkur kvenna
  51
  Ár
  Lífslíkur karla
  48
  Ár
  Hamingjuvísir
  3,08
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  38,8
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Þéttbýli
  8
  Íbúar á hvern ferkílómetra
  Vistfræðileg fótspor
  1,1
  Hektar per person
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  301
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  0,07
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  vantar gögn
  Prosent
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  17
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  608 170
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  7 057
  Einstaklingar
  Friðarvísir
  3,236
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  0
  Fjöldi aftaka
  Flóttamenn í eigin landi
  641 000
  Flóttamenn í eigin landi
  Spilling
  26
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  7
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  47,27
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  7
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  12 736
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  1,3
  Prósent af VLF
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  61,8
  Prósent
  Vannærð börn
  7,4
  Prósent
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  122
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  vantar gögn
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  1,7
  Hlutfall
  Lífslíkur
  50
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  882
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  229
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  423
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  36,4
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  36,8
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  vantar gögn
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  68,1
  Prosent
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,656
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  45,8
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  12,3
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  6,5
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  1 949 411 659
  US Dollar
  VLF á mann
  418
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  40
  Prósent
  Iðnaður
  15
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  30
  Prósent
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  4,3
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Mið-Afríkulýðveldið

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  409
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  4 737 423
  1000 íbúar