[[suggestion]]
Namibía
Namibias flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Windhoek

Þjódernishópar

Ovambo 50%, kavango 9%, herero 7%, damara 7%, nama 5%, caprivi 4%, baster 2%, tswana 0,5%, hvítir 6%, blandaðir/aðrir 7,5%

Tungumál

Enska, afríkans, þýska, ýmis ættbálkamál

Trúarbrögð

Kristnir 80%, aðrir/óskilgreint/trúleysingjar 20%

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

10 625 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Namibía er stórt land með 257,5 kílómetra langa strandlengju. Namibíu-eyðimörkin liggur á mjóu belti meðfram allri strandlengjunni. Lengra í austri breytist landslagið í hásléttu. Nokkrar ár liggja þvert í gegnum þurrkasvæðin og með fram þeim eru frjósöm svæði þar sem meirihluti íbúanna býr. Við landamæri Botsvana og Namibíu í austri tekur við hin gríðarstóra Kalahari-eyðimörk og í norðurhlutanum eru víðlendar sléttur með gróskumiklum gróðri. Meira en einn þriðji hluti Namibíu er eyðimörk, þar sem hiti er hár og úrkoma lítil. Oft er mikill þurrkur í landinu og geta liðið margir mánuðir án regns. Skortur á drykkjarvatni er eitt af stærstu umhverfisvandamálum landsins. Hið þurra loftslag gerir það einnig að verkum að frjósamur jarðvegur þar sem hann er, er mjög berskjaldaður fyrir rýrnun eða eyðingu.

Earth Ecoprint

1.2 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Namibía, þá þyrftum við 1.2 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Þar til fyrir um það bil 1000 árum bjó hirðingjaættbálkurinn San-fólkið í Namibíu. Á elleftu öld hófu aðrir ættbálkar, eins og khoikhoi og ólíkir bantu ættflokkar, að koma sér fyrir á svæðinu og nokkur lítil konungdæmi voru stofnuð meðfram ánum. Portúgalskir sjómenn komu oft að landi á 15. öld, en héldu sig við strandlengjuna. Það var ekki fyrr en á 19. öld að Namibía varð fyrir utanaðkomandi áhrifum. Búar á flótta undan breskri stjórn í Höfðanýlendu (í dag Suður-Afríka), kaupmenn og trúboðar námu land á svæðinu og notuðu í mörgum tilfellum innfædda sem þræla. Við undirritun Berlínarsáttmálans árið 1885 var svæðið gert að þýskri nýlendu og fékk nafnið Þýska Suðvestur-Afríka. Nýlenduherrarnir deildu flestum auðlindum landsins á milli hinna rúmlega 10 þúsund þýsku innflytjenda sem þar voru, sem leiddi til þess að herero- og nama-ættbálkarnir gerðu uppreisn. Þjóðverjar tóku hart á uppreisninni og börðu hana niður. Meira en 65 þúsund hereoar og 20 þúsund namar voru drepnir. Í fyrri heimsstyrjöldinni var Namibía hernumin af Suður-Afríku. Namibía fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku árið 1990.

Samfélag og stjórnmál

Forsetinn er æðsti valdamaður í Namibíu. Hann fer fyrir ríkisstjórninni og er æðsti yfirmaður ríkisins og hersins. Þingið og forsetinn eru kjörin til fimm ára í senn. Í namibískum stjórnmálum ber mikið á marxísku frelsishreyfingunni SWAPO, sem barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku í landinu frá 1966 til 1989. Vinsældir SWAPO hafa dvínað vegna aðildar þeirra að borgarastyrjöldunum í Angóla og Austur-Kongó, en hreyfingin hefur þó enn hreinan meirihluta á þingi. Líkt og nágrannalöndin í sunnanverðri Afríku, berst Namibía við að endurúthluta landsvæðum sem voru í eigu hvíta minnihlutans á nýlendutímanum. Alnæmisfaraldurinn hefur einnig haft gífurlegar afleiðingar fyrir landið og er misskipting tekna í landinu sú mesta sem gerist í heiminum.

Hagkerfi og viðskipti

Í Namibíu er mikið af jarðefna- og sjávarauðlindum, sem eru undirstaða efnahags landsins. Landið er í fararbroddi við vinnslu vandaðra demanta, silfurs og sinks. Einungis þrjú prósent vinnuaflsins vinnur innan jarðefnaiðnaðarins og er tekjunum frá þeim iðnaði skipt mjög ójafnt milli íbúa landsins. Þar eru skörp skil á milli hvítra og svartra. Stærstur hluti fátæku svörtu íbúanna af landsbyggðinni býr við sjálfsþurftarbúskap. Undanfarin ár hefur ríkisstjórnin gert tilraunir til að fá erlenda fjárfesta til landsins og komið hefur verið á fót textíliðnaði.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Namibía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  824 290
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  1,0
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  2 587 801
  1000 íbúar
  Frjósemi
  2,8
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,474
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,647
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  63
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  63
  Ár
  Lífslíkur karla
  62
  Ár
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  22,6
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  42,3
  Prósent
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  821
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  1 586
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  4 096
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  5
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  1,806
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  32
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  561
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  1,58
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  2,1
  Hektar per person
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  0,986
  Skali
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  51
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  21,6
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  2
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  2
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  94,9
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  90,8
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  91,0
  Prósent
 •  

  Namibía

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  48,0
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  vantar gögn
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  7
  Prósent
  Iðnaður
  32
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  61
  Prósent