[[suggestion]]
Nígería

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Abuja

Þjódernishópar

Hausa/fulani 29%, yoruba 21%, igbo 18%, ijaw 10%, kanuri 4%, ibibio 3.5%, tiv 2.5%

Tungumál

Enska, hausa, yoruba, igbo, fulani

Trúarbrögð

Múslímar 50%, kristnir 40%, hefðbundin trúarbrögð 10%

Sjtórnarform

Sambandslýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

5 861 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Suðurhluti landsins er láglendur með hitabeltisloftslagi og regnskógi, en norðurhluti landsins er hálendi. Vegna frjósamrar jarðar er Nígería hagstætt landbúnaðarland, auk þess sem mikið er af olíu- og gaslindum í landinu. Undanfarin ár hefur olíuvinnsla leitt til mikilla og alvarlegra umhverfisvandamála, sérstaklega í óshólmum árinnar Níger. Bæði vatn, loft og jörð eru menguð, Svæði sem áður voru notuð til landbúnaðar eru nú eyðilögð vegna olíuúrgangs. Hröð skógareyðing er einnig í Nígeríu.

Ecoprint

0.6 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Nígería, þá þyrftum við 0.6 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Fyrir 10 þúsund árum bjó fólk á því svæði sem nú heitir Nígería. Hin svokallaða Nok-menning, frá um það bil 500 f.Kr. til 200 e.Kr., er elsta járnaldarsamfélagið sem upprunnið er frá Afríku sunnan Sahara. Áður en svæðið varð nýlenda Breta í upphafi tuttugustu aldar var því skipt á milli margra ólíkra konungdæma. Landið var nýlenda Breta fram að sjálfstæði þess árið 1960. Þremur árum síðar var lýst yfir lýðveldi í Nígeríu. Árið 1967 braust út borgarastríð í landinu þegar hérað í suðaustri, Biafra, lýsti yfir sjálfstæði. Borgarastríðið kostaði mörg hundruð þúsund manns lífið, flestir dóu úr hungri. Biafra tapaði stríðinu og er enn hluti af Nígeríu, en öfl í héraðinu berjast enn fyrir sjálfstæði. Herstjórnir réðu í Nígeríu til ársins 1999 en borgaralegt stjórnvald síðan.

Samfélag og stjórnmál

Nígería er sambandslýðveldi þar sem forsetinn fer með ríkisvald, stjórnvald og æðsta hervald. Þrátt fyrir eflingu lýðræðis í landinu frá árinu 1999, þegar hernaðarlegt einræði leið undir lok, telst Nígeria enn vera einræðisríki. Spilling einkennir stóran hluta samfélagsins. Miklar andstæður eru innan stjórnmála, þjóðerna og trúarbragða þeirra 250 mismunandi hópa fólks sem þar er að finna. Helsti ágreiningur er um stjórnun aðfanga og pólitísk áhrif.

Töluverð spenna milli æðsta stjórnvalds og hinna 36 ríkisstjóra einkennir Nígeríu. Svæðisbundin uppþot og mótmæli eru tíð. Stjórnvöld þurfa stundum að kalla til hermenn og lögreglu við að stöðva blóðug átök milli kristinna manna og múslíma í mismunandi landshlutum. Fleiri hundruð manns hafa fallið í slíkum átökum síðastliðin ár. Frá árinu 2009 hafa hryðjuverk íslömsku samtakanna Boko Haram stórlega ógnað öryggi íbúa í norðurhlutanum.

Skammvinnar herstjórnir hafa einkennt stjórn Nígeríu frá sjálfstæði landsins, auk stjórnmálalegs óstöðugleika, valdarána, morða á stjórnmálaleiðtogum og spillingar. Nígerísk stjórnvöld eru þekkt fyrir spillingu og fyrir að myrða stjórnarandstæðinga. Alþjóðasamfélagið fordæmdi til að mynda aftöku rithöfundarins Ken Saro-Wiwa og átta annarra mannréttindasinna árið 1995. Þeir gagnrýndu allir stjórnvöld, börðust gegn spillingu og fyrir umhverfisvænni úrvinnslu olíu. Þeir börðust einnig fyrir því að stærri hluti tekna af olíuiðnaði landsins skilaði sér inn í nígerískt samfélag. Í dag fer stærstur hluti hagnaðarins í vasa alþjóðlegra fyrirtækja.

Hagkerfi og viðskipti

Árið 1960 stóðu landbúnaðarvörur undir um það bil 80 prósentum af útflutningstekjum landsins. Miklar tekjur af útflutningi á olíu á áttunda og níunda áratugnum gerðu það að verkum að landbúnaður fékk á sama tíma minni pólitískan forgang og mikið dró úr bæði útflutningi og framleiðslu. Ásamt gífurlegri fólksfjölgun hefur þetta leitt til þess að Nígería hefur undanfarin ár neyðst til þess að flytja inn landbúnaðarvörur. 

Olíugeirinn er mikilvægur hluti af efnahagi landsins og hefur stækkað á síðustu árum. Olían gefur miklar ríkistekjur en engu að síður leiðir spilling, pólitískur óstöðugleiki og misskipting auðs til þess að meirihluti íbúanna býr við fátækt. Áberandi munur er á fjárhag hins fátæka, múslímska norðurhluta og hins betur setta kristna suðurhluta.  Efnahagsleg óánægja er sterkur hvati átakanna í landinu.

Flestir eru háðir hefðbundnum landbúnaði, smærri viðskiptum og fábrotnum iðnaði sér til lífsviðurværis. Bandaríkin, ESB og Kína eru í dag stærstu viðskiptaríki Nígeríu. Nýir útreikningar í apríl 2014 sýndu að hagkerfi landsins er það stærsta í Afríku.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Nígería fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  3 358 790 000
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  53,5
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  0,294
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  46,00
  Hlutfall
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,532
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  IHDI - mismunur sýndur
  0,347
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
  Lífslíkur kvenna
  53
  Ár
  Lífslíkur karla
  52
  Ár
  Hamingjuvísir
  5,27
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  49,0
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Þéttbýli
  210
  Íbúar á hvern ferkílómetra
  Vistfræðileg fótspor
  1,1
  Hektar per person
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  96 281
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  0,55
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  0,4
  Prosent
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  1 879
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  361 498
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  35 680
  Einstaklingar
  Friðarvísir
  2,873
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  3
  Fjöldi aftaka
  Flóttamenn í eigin landi
  2 216 000
  Flóttamenn í eigin landi
  Spilling
  27
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  3
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  36,50
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  5
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  0,4
  Prósent af VLF
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  11,5
  Prósent
  Vannærð börn
  10,8
  Prósent
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  100
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  vantar gögn
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  vantar gögn
  Hlutfall
  Lífslíkur
  53
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  814
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  145
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  219
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  66,4
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  51,1
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  8
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  64,1
  Prosent
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  vantar gögn
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  45,5
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  19,4
  Prósent
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  9,5
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  6,0
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  375 745 486 521
  US Dollar
  VLF á mann
  1 968
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  21
  Prósent
  Iðnaður
  22
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  56
  Prósent
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  27,7
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Nígería

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  856
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  195 875 237
  1000 íbúar