[[suggestion]]
Pakistan

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Islamabad

Þjódernishópar

Punjabi, sindh, pasjtun, balochi og mujahir

Tungumál

Punjabi, sindhi, siraiki, pasjtu, urdu, balochi, hindko, brahui, enska, burashaski

Trúarbrögð

Múslímar 97%, aðrir/óskilgreint/trúleysingjar 3%

Sjtórnarform

Sambandslýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

5 235 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Pakistan er langt og mjótt land, með fjölbreytt landslag. Í norðri eru Himalaja-fjöllin sem ná upp í meira en 8000 metra hæð. Í miðju landi eru frjósamar sléttur og mýrar, en í suð-vesturhluta landsins er þurrlent hálendi. Nokkrar ár renna niður frá Himalaja og mynda stórt óshólmasvæði við ströndina. Loftslagið er breytilegt og mótast af mismunandi landslagi og hæð yfir sjávarmáli: Í norðri er kalt og þurrt, sunnar er heitara og rakara og í miðju landi eru nokkur eyðimerkursvæði þar sem hitinn getur farið upp í 50 gráður á sumrin. Mikil fólksfjölgun hefur haft mikil áhrif á auðlindir landsins. Í Pakistan er skortur á hreinu drykkjarvatni ástæða meira en 80 prósenta af sjúkdómum í landinu, m.a. niðurgangs, malaríu og sníkjudýrasjúkdóma. Úrgangur frá vaxandi iðnaði og skógarhögg hefur leitt til jarðvegseyðingar sem svo aftur hefur haft í för með sér tíðari flóð, sérstaklega í miðju landinu.

Ecoprint

0.4 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Pakistan, þá þyrftum við 0.4 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Í Pakistan hafa nokkur elstu siðmenningarsamfélög heims þrifist. Um aldir heyrði svæðið undir ýmsa indverska keisara. Í upphafi átjándu aldar varð landið fyrir endurteknum innrásum, áður en svæðið varð hluti af breska Indlandi á nítjándu öld. Á þriðja og fjórða áratug nítjándu aldar kom fram á sjónarsviðið pólitísk frelsishreyfing sem barðist fyrir landsvæðum múslímskra Indverja. Þegar Stóra-Bretland dró sig út úr Indlandi árið 1947 var landsvæðið Pakistan stofnað. Landið skiptist í tvö aðskilin yfirráðasvæði, Vestur- og Austur-Pakistan. Í kjölfar sjálfstæðisins urðu miklir fólksflutningar, þar sem öllum múslímum var ætlað að búa í Pakistan, og hindúum í Indlandi. Í þessum skipulagslausa aðskilnaði var ósamstaða um skiptingu nokkurra svæða. Strax eftir sjálfstæðið braust út stríð á milli Pakistan og Indlands um eitt þessara yfirráðasvæða, Kasmír. Sþ komu fram með sáttatillögu, en síðan hefur stríð blossað tvisvar upp, árin 1965 og 1999. Í landinu hefur verið mikil fólksfjölgun og stjórnmálalegur óstöðugleiki. Landfræði-, menningar- og tungumálaleg mismunun leiddi síðan til sjálfstæðis Austur-Pakistans með hjálp Indlands árið 1971. Þar varð til ríkið Bangladess.

Samfélag og stjórnmál

Pakistan er stjórnað af forseta sem ræður yfir hernum og leiðir þjóðþingið. Landið er sambandsríki og samanstendur af minni ríkjum sem hafa mikil völd til að ákvarða í eigin málum. Herinn gegnir stóru hlutverki í landinu og hefur steypt nokkrum ríkisstjórnum af stóli í valdaráni. Síðasta valdarán átti sér stað árið 1999, þegar Pervez Musharraf hershöfðingi steypti Nawaz Sharif forseta af stóli og tók sjálfur við völdum. Pakistan er eitt af vanþróuðustu löndum Asíu – heilbrigðiskerfið virkar ekki sem skildi, fá börn ganga í skóla og eldri kynslóðin fær engin eftirlaun. Í landinu býr fólk af ólíkum uppruna og talar ólík tungumál sem hefur leitt til mikilla átaka eftir að landið fékk sjálfstæði. Stjórnvöld hafa ekki stjórn yfir norðvesturhluta landsins, því svæði er stjórnað af ættbálkahöfðingum. Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað gert tilraunir til að auka samstöðu ólíkra hópa í landinu með því að lýsa íslam sem ríkistrú. Mörgum héruðum er nú stjórnað af íslömskum dómstólum sem notast við Kóraninn sem eina lagatextann. Íslamskir skólar hafa á nokkrum stöðum tekið yfir opinbera menntun. Sambandið við nágrannalandið Indland hefur verið slæmt og hafa bæði löndin yfir að ráða kjarnavopnum. Pakistan hefur í mörg ár stutt Bandaríkin. Þessi stuðningur jókst eftir 11. september 2001, þegar Bandaríkjamenn komu upp búðum í Pakistan á meðan þeir leituðu talibanana í Afganistan.

Hagkerfi og viðskipti

Efnahagur Pakistans ber merki ringulreiðar í sögu landsins. Landinu hefur ekki tekist að byggja upp sjálfbæran iðnað og erlendir fjárfestar hafa ekki viljað fjárfesta í landinu. Þar til nýlega var stærstur hluti efnahagsins byggður á frumstæðum landbúnaði, og það var ekki fyrr en á síðustu áratugum að aðrar atvinnugreinar urðu til. Fjarskiptageirinn, vopnaiðnaðurinn og þjónustugeirinn vaxa hraðast allra atvinnugreina innan pakistanska efnahagskerfisins. Pakistan glímir við miklar erlendar skuldir, meðal annars vegna hinna langvinnu og kostnaðarsömu átaka við Indland. Á tíunda áratugnum samþykkti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að fella niður skuldir, sem hefur leitt til efnahagslegra framfara. Þátttakan í „Stríðinu gegn hryðjuverkum” leiddi til þess að Bandaríkin felldu niður stóran hluta af skuldum landsins. Pakistan hefur lengi átt í góðu viðskiptasambandi við Kína, og undanfarna áratugi hafa viðskiptin aukist í takt við efnahagslega þróun Kína.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Pakistan fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  796 100
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  39,5
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  200 813 818
  1000 íbúar
  Frjósemi
  2,9
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,546
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,562
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  66
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  67
  Ár
  Lífslíkur karla
  65
  Ár
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  5 090
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  6,1
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  22,0
  Prósent
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  5 527
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  205 867
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  1 396 639
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  249 000
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  761
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  3,079
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  64
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  270
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  0,90
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  0,8
  Hektar per person
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  0,741
  Skali
  Aftökur
  87
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  32
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  31,5
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  4
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  5
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  73,7
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  56,4
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  91,4
  Prósent
 •  

  Pakistan

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  10,7
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  vantar gögn
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  23
  Prósent
  Iðnaður
  21
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  54
  Prósent