[[suggestion]]
Perú

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Líma

Þjódernishópar

Amerindíánar 45%, mestizo 37%, hvítir 15%, aðrir 3%

Tungumál

Spænska, quechua, aymara, önnur minni amasón tungumál

Trúarbrögð

Kaþólikkar 81%, sjöundadags aðventistar 2%, aðrir/óskilgreint/ekkert 17% (2003)

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

13 019 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Andesfjöllin skipta Perú í þrjú ólík svæði. Á þurri strandlengju vestan fjallanna er lítil rigning og lítill munur á milli árstíða. Á hálendinu er kaldara en í öðrum hlutum landsins, raki og mikil úrkoma. Í austanverðu landinu eru Andesfjöllin, þar er hitabeltisloftslag með háum hita og miklu regni á regntímabilinu. Loftslag í Perú verður að nokkru leyti fyrir áhrifum frá hinum kalda Humboldt-straumi, hann gerir landið sérlega berskjaldað fyrir veðurfyrirbærinu El Nino sem stjórnar breytingum á hitastigi sjávar. Þessar breytingar hafa afleiðingar í för með sér bæði fyrir fiskveiði og loftslag. Í landinu er mikið af náttúruauðlindum. Mikil loft- og vatnsmengun vegna ört vaxtandi iðnaðar á eftirstríðsárunum hefur leitt til mikilla umhverfisvandamála. Eyðing regnskógarins er einnig viðvarandi vandamál.

Earth Ecoprint

1.3 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Perú, þá þyrftum við 1.3 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Í kringum 3000–1800 f.Kr. kom Nore Chico-siðmenningin fram við ströndina þar sem í dag er Perú. Þetta var eitt af fyrstu skipulögðu samfélögum latnesku-Ameríku að því er vitað er. Á sama tíma var lagður grunnur að mjög þróuðum bæjum í Andesfjöllum og á níundu öld hófu Mochica-indíánar að byggja húsaraðir og vatnskerfi í fjöllunum sem enn eru í notkun. Á tólftu öld kom Inkaríkið fram í kringum bæinn Cuzco og næstu 300 ár þar á eftir lögðu Inkar undir sig næstum þriðjung af Suður-Ameríku. Árið 1532 hertóku Spánverjar Cuzco og lögðu í kjölfarið undir sig allt ríkið á stuttum tíma. Næstu aldir voru byggðar námur og plantekrur á svæðinu og var stærstur hluti vinnuaflsins innfæddir þrælar. Eftir nokkur uppþot gegn nýlendustjórninni varð landið sjálfstætt árið 1821, eitt af síðustu löndum Suður-Ameríku til að hljóta sjálfstæði. Á 19. öld átti Perú í röð landamæradeilna og stóran hluta tuttugustu aldar var kúgunarstjórn við völd í landinu, áður en lýðræði var komið á árið 1980.

Samfélag og stjórnmál

Perú er lýðveldi, forsetinn útnefnir forsætisráðherrann og ríkisstjórnina. Bæði forsetinn og þingið eru kjörin til fimm ára í senn. Á eftirstríðsárunum voru ýmist herstjórnir eða lýðræðislega kosnar stjórnir við völd í Perú. Síðustu herstjórninni var steypt af stóli árið 1979. Mikill stjórnmálalegur óstöðugleiki var í Perú allan níunda og tíunda áratuginn, einkum vegna eiturlyfjaviðskipta og ágengni róttæku vinstri skæruliðahreyfinganna „The lightening path“ og „Túpac Amaru“. Á tíu ára löngum valdatíma Alberto Fujimoris forseta, allan tíunda áratug síðustu aldar, dró úr eiturlyfjaviðskiptum vegna mikils hagvaxtar. Stjórnunarstíll hans varð þó sífellt einræðislegri sem leiddi til þess að hann sagði af sér þrátt fyrir sigur í kosningum árið 2000. Mikilvægustu pólitísku baráttumálin í Perú í dag eru baráttan gegn eiturlyfjaviðskiptum, vaxandi atvinnuleysi, að byggja upp grunngerð landsins og bæta sambandið við nágrannalöndin.

Hagkerfi og viðskipti

Aðalútflutningsvörur Perú eru fiskimjöl, bómull, sykur, kaffi og jarðefni. Perú flytur inn vélar, málma og ýmis konar matvöru. Miklar sveiflur voru í efnahag landsins á eftirstríðsárunum. Eftir mikla aukningu í jarðefnavinnslu og fiskveiðum á sjöunda áratug síðustu aldar tók við efnahagskreppa á níunda áratugnum og markaðsverð á útflutningsvörum landsins féll gríðarlega. Nokkuð dró úr verðbólgunni eftir umbætur í upphafi tíunda áratugarins, en mikil starfsemi fer enn fram utan hins formlega efnahagskerfis, þá sér í lagi eiturlyfjaviðskipti. Ferðaþjónustan hefur aukist með batnandi heilbrigðis- og öryggismálum, en er þó enn lítill hluti vergrar landsframleiðslu.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Perú fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  -7 600 000
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  3,5
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  0,052
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  20,70
  Hlutfall
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,750
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  IHDI - mismunur sýndur
  0,606
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
  Lífslíkur kvenna
  77
  Ár
  Lífslíkur karla
  72
  Ár
  Hamingjuvísir
  5,70
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  76,9
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Þéttbýli
  25
  Íbúar á hvern ferkílómetra
  Vistfræðileg fótspor
  2,3
  Hektar per person
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  61 745
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  1,99
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  0,3
  Prosent
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  28
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  7 497
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  233 400
  Einstaklingar
  Friðarvísir
  1,986
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Flóttamenn í eigin landi
  59 000
  Flóttamenn í eigin landi
  Spilling
  35
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  2
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  30,22
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  3
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  1,0
  Prósent af VLF
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  8,8
  Prósent
  Vannærð börn
  1,0
  Prósent
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  15
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  vantar gögn
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  0,1
  Hlutfall
  Lífslíkur
  74
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  68
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  65
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  116
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  99,1
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  94,1
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  13
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  96,6
  Prosent
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,385
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  45,7
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  50,2
  Prósent
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  9,5
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  2,8
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  211 389 272 242
  US Dollar
  VLF á mann
  6 572
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  vantar gögn
  Prósent
  Iðnaður
  30
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  56
  Prósent
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  48,7
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Perú

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  387
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  32 551 815
  1000 íbúar