[[suggestion]]
Síle
Flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

23 194 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Síle er 4200 metrar að lengd og þar er mjög breytilegt loftslag. Nyrsta svæði landsins er það þurrasta í heimi og nefnist Atacama-eyðimörkin. Í suðri er loftslagið aftur á móti svalt og rakt, en þar líkist náttúran þeirri í Skandinavíu. Þar eru barrskógar, firðir, stöðuvötn og skerjagarðar. Í Síle eru mörg virk eldfjöll, en jarðskjálftinn sem reið þar yfir 27. febrúar 2010 vakti mikla alþjóðlega athygli. Fyrir utan þær miklu skemmdir sem urðu á mannvirkjum í kjölfar skjálftans eru innviðir landsins almennt sterkir. Á seinustu áratugum hefur Síle náð miklum árangri í laxeldi, en iðnaðurinn hefur því miður haft neikvæð áhrif á umhverfið. Losun úrgangsefna og eiturs frá verksmiðjunum hefur haft mikil áhrif á dýralíf og gæði neysluvatns.

Earth Earth Ecoprint

2.2 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Síle, þá þyrftum við 2.2 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Andesfjöllin einangruðu frumbyggjana í Síle frá öðrum hlutum heimsins í mörg ár og var landið þess vegna fámennt framan af. Árið 1530 komu Spánverjar til landsins og 1541 stofnaði Pedro de Valdivia bæinn Santiago. Landið öðlaðist ekki sjálfstæði að nýju fyrr en árið 1818. Það ár markaði upphafið að löngu tímabili lýðræðis sem varði fram að árinu 1973, með tveimur undantekningum þar sem stjórnleysi ríkti í landinu í kringum 1830 og 1930. Árið 1970 var sósíalistinn Salvador Allende kjörinn leiðtogi landsins, en honum var steypt af stóli af Augusto Pinochet árið 1973. Í 16 ár bjuggu íbúar Síle við einræði og kúgun, en að lokum var Pinochet neyddur til að halda lýðræðislegar kosningar. Árið 1990 var einræðisherranum gert að víkja fyrir lýðræðinu og tók Patricio Aylwin yfir stjórn landins, sem markaði upphafið að nýju tímabili í sögu Síle.

Samfélag og stjórnmál

Eftir að vinstrimenn höfðu setið við stjórnvölinn í 20 ár var hægrimaðurinn Sebastián Piñera kosinn forseti Síle þann 17. janúar 2010. Piñera er menntaður hagfræðingur og sem valdamikill viðskiptamaður vill hann að einkarekin viðskipti fái stærri hlut í efnahagslífi Síle í framtíðinni. Í Síle er lýðræði og hefur forsetinn, sem er kjörinn til fjögurra ára í senn, framkvæmdavaldið. Forsetinn velur ráðherrana sem sitja í ríkisstjórninni og löggjafarvaldið er falið þjóðþinginu. Stjórnkerfi Síle styður einkavæðingu og frjálsan markað í efnahagsstefnu sinni.

Hagkerfi og viðskipti

Síle er talið vera eitt af sterkustu löndum Suður-Ameríku vegna stöðugleika efnahagsins og stjórnkerfisins. Árið 1831 var þingræði innleitt í Síle og fjöldi laga voru sett sem tryggðu þjóðinni yfirráðarétt yfir framleiðslu- og samgöngumálum. Mikill uppgangur varð í landinu þar sem námuvinnsla og iðnaður urðu mikilvægir atvinnuvegir. Árið 1876 sá Síle um 62% af allri koparframleiðslu í heiminum og varð hafnarbærinn Valparaíso ein helsta miðstöð verslunar og viðskipta í Suður-Ameríku. Í dag byggir hagkerfi Síle að miklu leyti á útflutningi á steinefnum, en sá útflutningur er helmingurinn af samanlögðum heildarútflutningi landsins. Landbúnaður og fiskeldi hefur einnig blómstrað á seinni árum.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Síle fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  756 096
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  1,7
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  18 197 209
  1000 íbúar
  Frjósemi
  1,8
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,322
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,752
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  79
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  82
  Ár
  Lífslíkur karla
  76
  Ár
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  1,3
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  573
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  856
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  10 346
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  vantar gögn
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  1,649
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  7
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  16
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  4,69
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  4,0
  Hektar per person
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  0,966
  Skali
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  67
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  31,7
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  99,2
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  96,6
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  99,0
  Prósent
 •  

  Síle

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  17,7
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  5,9
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  4
  Prósent
  Iðnaður
  35
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  62
  Prósent