[[suggestion]]
Súdan

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Khartoum

Þjódernishópar

Svartir 52%, arabar 39%, Beja 6%, aðrir 3%

Tungumál

Arabíska, núbíska, nílótíska, ta bedawie, enska, annað

Trúarbrögð

Múslimar 70%, hefðbundin trúarbrögð 25%, kristnir 5%

Sjtórnarform

Sambandslýðveldi - bráðabirgðaríkisstjórn

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

4 730 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Súdan er stærsta land Afríku, og tíunda stærsta land í heimi. Lengst í norðri er gríðarstórt, þurrt eyðimerkursvæði, en sunnar eru runnasteppur og savannar. Í suðaustri er Sudd fenjasvæðið á bökkum Hvítu-Nílar, eitt af stærstu votlendissvæðum jarðar. Lágir fjallgarðar rísa yfir slétturnar, og mynda náttúruleg landamæri við eþíópíska hálendið í suðaustri og Úganda og Chad í suðri og suðvestri. Níl rennur í gegnum landið en meðfram henni eru mjó belti af frjósömu ræktunarlandi. Annars er landið þurrt.

Loftslagið í Súdan breytist úr þurru eyðimerkurloftslagi í norðri í rakt hitabeltisloftslag í suðaustri. Hitastigið er hátt, og getur farið upp í 50 gráður þar sem heitast er. Árstíðamunur kemur fram í úrkomu, sem er ójöfn yfir árið, með miklum regntímabilum. Stórir hlutar landsins eru háðir úrkomu, og verða fyrir barðinu á miklum þurrkum þegar skortur er á regni. Stærstu umhverfisvandamál Súdans eru eyðimerkurmyndun og skortur á hreinu drykkjarvatni. Vaxandi olíuiðnaði er illa stjórnað sem leiðir einnig til sífellt vaxandi umhverfisvandamála.

Ecoprint

0.7 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Súdan, þá þyrftum við 0.7 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Norðurhluti Súdans varð fyrir miklum áhrifum frá valdamiklum ríkjum í nágrannalandinu Egyptalandi. Súdönsku og eþíópísku þjóðirnar áttu tíð samskipti meðfram Níl, og í mörg hundruð ár réðu súdanskir faróar yfir öllu Egyptalandi og norðurhluta Súdans.

Í gamla daga var hið valdamikla Meroa konungdæmi stofnað í Norður-Súdan. Í suðri bjuggu aðallega hirðingjar og á svæðinu voru engin stór konungsdæmi. Á 13. öld réðust egypskir múslímar, Mamelúkkar inn í landið, og seinna var landið innlimað í Ottómankeisaraveldið.

Frá sjötta áratug nítjándu aldar beittu Bretar auknum áhrifum sínum í Egyptalandi og Austur-Afríku, og eftir að hafa barið niður uppreisn um aldamótin tók Bretland við stjórn þess sem nú heitir Súdan árið 1924. Svæðinu var þá skipt í tvær nýlendur. Eftir seinni heimsstyrjöldina sameinuðust Norður- og Suður-Súdan í eitt ríki, sem varð sjálfstætt árið 1956. Stuttu eftir sjálfstæði braust út borgarastyrjöld í Suður-Súdan vegna efnahagskreppu og sökum þessa að íbúar í suðri töldu sér mismunað í samanburði við íbúa norðursins. Veikar ríkisstjórnir, valdarán hersins og borgarastyrjaldir rak hvað annað, þar til árið 1972, þegar friðarsamkomulag var undirritað. Árið 1983 braust út stríð vegna aukinna áhrifa íslamtrúar, þegar ríkistjórnin vildi innleiða shar’ia lög (islömsk lög) í öllu landinu. Stríðið varði til ársins 2005, þegar nýtt friðarsamkomulag var undirritað. 

Sex árum síðar var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla og þann 9.júlí 2011 var Súdan skipt í tvennt og öðlaðist Suður-Súdan sjálfstæði.  

Samfélag og stjórnmál

Súdan er í dag nánast eingöngu stjórnað af einræðisherranum Omar Hassan al-Bashir, sem komst til valda eftir valdarán árið 1989. Al-Bashir er hægrisinnaður arabískur þjóðernissinni, og hefur innleitt stórtæk ættleiðingarlög gegn öðrum íbúum landsins. Suður-Súdan fékk eigið þing eftir friðarsamkomulagið árið 2005.

Meira en fimm milljónir manna eru á flótta í eigin landi, og margar milljónir hafa flúið til nágrannalandanna. Landið skortir vegi, hreinlæti er ábótavant og raforka er af skornum skammti og óstöðug. Ríkisstofnanir eru veikar, og mörgum svæðum er stýrt eftir hreinum shar´ia lögum sem mismuna fólki, sérstaklega konum og þeim sem ekki eru múslímar.

Eftir sjálfstæði Suður-Súdan í júlí 2011 hafa löndin ekki ennþá komist að samkomulagi um hvernig eigi að deila landamærum, skiptingu skulda og náttúruauðlinda, eins og olíu og vatni. Súdan glímir einnig við óstöðugleika í nokkrum héruðum, eins og í Bláu Níl (e.Blue Nile)og öðrum Norður-Súdönskum ríkjum, Suður-Kordofan. 

Hagkerfi og viðskipti

Súdan er eitt af fátækustu löndum heims og lifa margir undir fátækramörkum. Á síðastliðnum árum hefur efnahagur Súdan vaxið hratt vegna vaxandi olíuiðnaðar. Landbúnaður er einnig mikilvægur atvinnuvegur, bæði hvað varðar atvinnuástand og tekjur. Mikill hluti landbúnaðar er sjálfsþurftarbúskapur, en Súdan er einnig með töluverðan útflutning, sérstaklega á bómull. Eini umtalsverði iðnaðurinn í landinu eru bómullarverksmiðjur, sem hafa starfað í einstökum hlutum landsins í yfir hundrað ár.

Eftir margra áratuga stríð skortir landið nothæft samgöngukerfi og aðgang að orku til að geta byggt upp árangursríkt viðskiptalíf.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti viðskiptabann á landið allan tíunda áratuginn vegna skorts á endurbótum, en um aldamótin hóf sjóðurinn aðstoð við landið í samvinnu við ESB og OPEC.

Eftir sjálfstæði Suður-Súdan er stórt tap á þjóðartekjum Súdans áhyggjuefni. Mest af olíu er að finna í Suður-Súdan og á umdeildu svæði við landamæri norður og suðurs. Á sama tíma er Suður-Súdan háð norðri vegna olíuleiðsla sem að renna í gegnum norðurhluta Súdan að ströndinni við Rauðahaf. 

Aukna trú á landinu má þakka þessum vaxandi olíuiðnaði, sem hefur meira en tvöfaldað framleiðslu sína undanfarin ár. Vitað hefur verið af olíu í landinu frá því á þriðja áratug síðustu aldar, en framleiðslan hefur ekki komist á skrið fyrr en nýlega og undanfarin ár hefur hagkerfi Súdan vaxið einna hraðast af hagkerfum heims.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Súdan fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  1 879 358
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  8,3
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  41 511 526
  1000 íbúar
  Frjósemi
  4,1
  Frjósemi
  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,575
  Skali: 0-1 (0 er best)
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,502
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Lífslíkur
  62
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  64
  Ár
  Lífslíkur karla
  60
  Ár
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  14,9
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  0,0
  Prósent
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  10 209
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  746 758
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  924 810
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  2 072 000
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  1 314
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  3,155
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  45
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  94
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  vantar gögn
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  1,2
  Hektar per person
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  GDI - þróun lífskjara kvenna og karla
  0,839
  Skali
  Aftökur
  2
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  16
  Skali: 0-100
  Alþjóðlegur hamingjuvísir
  vantar gögn
  Skali: 1-100 (þar sem 100 er best)
  Pólitísk réttindi
  7
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Borgaraleg réttindi
  7
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  70,9
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  58,6
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  55,5
  Prósent
 •  

  Súdan

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungra kvenna
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  22,7
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Barnavinna
  18,1
  Prósent
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  30
  Prósent
  Iðnaður
  20
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  50
  Prósent