Suður-Afríka

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Pretoría

Þjódernishópar

Svartir afríkubúar 79%, hvítir 9.6%, aðrir 11.4% (2001)

Tungumál

IsiZulu, isixhosa, afrikaans, sepedi, enska, setswana, sesotho, xitsonga (2001)

Trúarbrögð

Síonistar 11.1%, pinsekristne/karismatisk kristne 8.2%, kaþólikkar 7.1%, meþódistar 6.8%, „Dutch Reformed“ 6.7%, biskupakirkjan 3.8%, múslimar 1.5%, aðrir kristnir hópar 36%, aðrir/óskilgreint 18.8% (2001)

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

13 165 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Suður-Afríka er syðst á meginlandi Afríku. Indlandshaf er í austri og Atlantshafið í vestri. Heittemprað rakt loftslag er á austurströnd landsins, en á vesturströndinni er þurrara og tempraðra loftslag. Landslagið mótast af gríðarstórri hásléttu, en í austanverðu landinu eru Drekafjöll. Fjöllin teygja sig í boga frá landamærasvæðinu í norðaustri, í vestur að Góðrarvonarhöfða. Meðfram strandlengjunni er frjósöm landræma. Í Suður-Afríku er fjölbreytt dýra- og plöntulíf og stór landsvæði eru friðlýst sem þjóðgarðar. Skortur á vatni er stærsta umhverfisvandamál Suður-Afríku. Eftirspurnin eykst sífellt en vatnsbirgðir eru knappar. Mengun í formi súrs regns veldur jarðvegseyðingu og eyðimerkurmyndun.

Earth Ecoprint

1.4 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Suður-Afríka, þá þyrftum við 1.4 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Nokkrar af elstu fornleifum heims hafa fundist í Suður-Afríku. Hellaristur er hægt að rekja aftur til 20.000 ára f.Kr. Talið er að þessar teikningar hafi verið gerðar af San-fólkinu sem er elsti núlifandi ættbálkur í Suður-Afríku. Saga Suður-Afríku er hrottaleg. Nútímasaga landsins hefst í kringum 1652 þegar Hollendingar stofnuðu Höfðanýlendu, sem var birgðastöð sem tengdist skipaflutningum á milli Evrópu og Asíu. Nýlendustefnan leiddi til þess að næstum öllum frumbyggjum var útrýmt eða þeir gerðir að þrælum Evrópumanna. Bretland hernam seinna Höfðanýlendu og bannaði þrælahald, sem leiddi til þess að Hollendingar fluttust að til að stofna eigin ríki í landinu. Sambandið á milli evrópskra nýlenduherra og svörtu íbúa landsins einkenndist af kúgun og þrælahaldi. Að auki var alltaf rígur á milli Englendinga og Hollendinga. Stærstur hluti af nútímasögu Suður-Afríku hefur einkennst af mismunun og kynþáttakúgun. Þjóðarflokkur hvítra (NP) samþykkti um árabil fjölda laga sem kerfisbundið kúgaði og útilokuðu svarta meirihlutann í landinu frá pólitískum, félagslegum og efnahagslegum réttindum. Þetta kerfi var kallað aðskilnaðarstefna og var í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar aflagt eftir mikinn alþjóðlegan þrýsting. Þá var áhrifamesti stjórnmálamaður stjórnarandstöðunnar Nelson Mandela leystur úr haldi eftir 28 ára fangelsisvist. Árið 1994 gátu Nelson Mandela og Afríska þjóðarráðið (ANC) lýst því yfir að þau hefðu unnið fyrstu frjálsu lýðræðislegu kosningarnar í landinu. Barátta svartra fyrir jafnri stöðu í samfélaginu hafði að lokum náð fram að ganga, og hin opinbera mismunun var aflögð.

Samfélag og stjórnmál

Afríska þjóðarráðið er enn þann dag í dag við stórnvölinn í Suður-Afríku. Eftir að Mandela dró sig út úr stjórnmálum hafa ásakanir um spillingu herjað á nýja stjórnmálaleiðtoga og leitt til klofningar í ANC. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Democratic Alliance (DA), hefur aukið fylgi sitt, en er enn ekki raunhæfur kostur í stað Afríska þjóðarráðsins. Þrátt fyrir að aðskilnaðarstefnan sé ekki lengur við lýði í stjórnmálum í reynd er arfleifðin frá stjórnarfyrirkomulaginu mjög sýnileg. Það er enn mikill félagslegur og efnahagslegur mismunur á milli svartra og hvítra, og að auki er glæpatíðni há og mikil fátækt. Atvinnuleysi er eitt af stærstu verkefnunum stjórnvalda þar sem 25,5 prósent af íbúum er án vinnu. Áætlað er að 21,5 prósent af fullorðnum í Suður-Afríku sé smitaður af HIV/AIDS. Hægt gengur að dreifa lyfjum og margir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu. Treatment Action Campaign (TAC) er einn áhrifaríkasti aðili í baráttunni gegn HIV/AIDS og hefur breytt stefnu landsins á þessu sviði.

Hagkerfi og viðskipti

ANC hefur frá því árið 1996 leitt nýfrjálsa efnahagsstefnu með það að markmiði að auka umsvif efnahagskerfisins og auka atvinnu. Svört miðstétt landsins fer sífellt stækkandi og fleiri hafa atvinnu og menntun. Efnahagslegur vöxtur hefur leitt til aukinna fjárfestinga í opinbera geiranum og hraðari uppbyggingar. Suður-Afríka hefur ávallt verið efnahagsmiðstöð Afríku. Í dag standa gull og eðalsteinar undir helmingi af útflutningi landsins, og landið er annar stærsti framleiðandi heims af málmunum mangan, platínu og krómi. Þrátt fyrir að efnahagskerfi Suður-Afríku þokist upp á við, hefur vöxturinn ekki verið nægur til að bæta lífsskilyrði þeirra allra fátækustu. Um það bil 11 prósent af íbúum landsins lifir undir fátæktarmörkum. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu verður haldið í Suður-Afríku árið 2010. Aukin athygli og velheppnað heimsmeistaramót mun hafa mikla þýðingu fyrir landið efnahagslega, pólitískt og félagslega.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Afganistan fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  1 219 090
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  10,3
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  56 717
  1000 íbúar
  Frjósemi
  2,3
  Frjósemi
  Lífslíkur
  54
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  54
  Ár
  Lífslíkur karla
  53
  Ár
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  13 794
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  16,6
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  463 940
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  449
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  121 645
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  961
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  2,321
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  1,1
  Prósent af VLF
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  41
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  46
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  138
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  834
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Pólitísk réttindi
  2
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  20,12
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  2
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  8,86
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  2,5
  Hektar per person
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  99,0
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  94,6
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  93,2
  Prósent
 •  

  Suður-Afríka

  Eining

  Syna mynd

  Verg landsframleiðsla
  314 572 000 000
  US Dollar
  VLF á mann
  5 692
  US Dollar