Suður-Kórea

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Seúl

Þjódernishópar

Kóreubúar

Tungumál

Kóreska, enska

Trúarbrögð

Kristnir 26.3%, búddistarr 23.2%, aðrir/óþekkt 50.6% (1995)

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

34 549 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Suður-Kórea er á sunnanverðum Kóreuskaganum. 85 prósent landsins eru fjöll. Meðfram austur ströndinni eru brött fjöll en í vestri, á grunnsævi Gulahafs, eru margar eyjar og náttúrulegar hafnir. Í landinu er monsúnloftslag, með köldum vetrum og heitum sumrum. Hitabeltisstormar eru tíðir. Skógarhögg hefur verið mikið stundað í Suður-Kóreu undanfarin ár, sem hefur leitt til þess að upprunalegir skógar eru nánast horfnir. Súrt regn, ofveiði, mengað vatn vegna úrgangs frá verksmiðjum og loftmengun í stærstu borgunum eru einnig umhverfisvandamál.

Earth Earth Ecoprint

2.5 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Suður-Kórea, þá þyrftum við 2.5 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Saga Kóreu einkennist af legu landsins á milli Kína og Japan. Öldum saman hafði Kína mikil áhrif á Kóreuskaganum, en í lok nítjándu aldar tóku Japanir við. Landið var japönsk nýlenda frá 1895 og fram að seinni heimsstyrjöldinni. Eftir ósigur Japana í stríðinu var Kóreu skipt í tvö svæði og átti skiptingin aðeins að vera tímabundin. Norðurhlutanum var stjórnað af Sovétríkjunum, en suðurhlutanum af Bandaríkjunum. Ríkisstjórnir sem voru erkióvinir voru myndaðar á hvoru svæði. Árið 1948 var lýst yfir sjálfstæði Suður- og Norður-Kóreu. Bandaríkin og Sovétríkin drógu sig í kjölfarið út úr löndunum. Kóreustríðið braust út árið 1950, eftir árás frá Norður-Kóreu. Á meðan Bandaríkin og flest aðildarlönd SÞ studdu Suður-Kóreu, var Norður-Kórea studd af Kína og Sovétríkjunum. Þegar stríðinu lauk þremur árum seinna, voru landamærin svo til óbreytt. Friðarsamkomulag á milli ríkjanna er þó enn óundirritað og landamærin lokuð. Í byrjun fimmta áratugarins tók Park Chung Hee við völdum þegar herinn gerði uppreisn.  Lýðræðisleg réttindi voru takmörkuð og fyrst árið 1988 þvinguðu mótmælendur fram lög sem formlega tryggja mannréttindi.

Samfélag og stjórnmál

Utanríkisstefna Suður-Kóreu mótast mjög af stirðu sambandi við Norður-Kóreu. Bæði löndin óska þess að sameinast, en hafa eins og stendur ekki náð að koma sér saman um hvernig það gæti orðið. Suður-Kóreumenn hræðast að verða aftur fyrir árás frá Norður-Kóreu og er eftirlit á landamærum ríkjanna tveggja með því mesta sem gerist í heiminum. Hið kalda viðmót Suður-Kóreu gagnvart nágranna sínum í norðri hefur tekið breytingum frá því að Kim Dea Jung var kjörinn forseti árið 1998. Hann hleypti af stokkunum svokallaðri „sólskinsstefnu”, sem felur í sér að Suður-Kórea veitir nágrannalandi sínu efnahags- og mannúðaraðstoð án skilyrða. Hvort þessi stefna beri árangur eru skiptar skoðanir um, en Norður-Kórea hefur undanfarið nýtt stærstan hluta hennar í umfangsmikið endurvopnunarverkefni. Síðastliðin ár hefur íhaldsflokkurinn verið við stjórnvölinn.  Árið 2012 vann frambjóðandi þeirra, Park Geun Hye, forsetakosningarnar. Park Geun Hye er dóttir Park Chung Hee, fyrrum einræðisherra. Hún hefur gefið út að aukin samskipti við Norður-Kóreu séu eitt af áherslumálum hennar. Bandaríkin gegna mikilvægu hlutverki í Suður-Kóreu, bæði efnahags- og stjórnmálalega. Enn eru margir bandarískir hermenn á landamærasvæðinu, en áætlað er að þeir yfirgefi svæðið í nánustu framtíð. 

Hagkerfi og viðskipti

Náið samband á milli stjórnmálamanna landsins og ýmissa aðila í viðskiptalífinu hefur verið mikið vandamál í suður-kóreskum stjórnmálum. Mikil spilling hefur verið í landinu og tveir af fyrrum forsetum landsins lentu í fangelsi eftir að upp komst um fjárhagslega misnotkun. Þrátt fyrir þetta hefur verið ótrúlegur hagvöxtur í Suður-Kóreu undanfarin þrjátíu ár. Lífskjör í landinu, sem voru sambærileg lífskjörum í fátækustu löndum Afríku, hafa batnað til muna og er efnahagskerfi landsins í dag eitt það stærsta í Asíu. Þessi mikla velgengni náðist með því að sameina ríkisafskipti og markaðsbúskap, ásamt því að flytja inn hrávörur sem þróaðar eru áfram í ýmar útflutningsvörur. Landið er í dag eitt af stærstu skipasmíðalöndum heims og er einnig framarlega í bílaframleiðslu og framleiðslu ýmissa hráolíuvara. Suður-Kórea er þar að auki ein af leiðandi fiskveiðiþjóðum heims, en þeirri stöðu er í dag ógnað vegna ofveiði.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Afganistan fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Heildarlandsvæði
  100 150
  1000 hektarar
  Notkun landsvæðis, ræktanlegt land
  15,1
  Hlutfall af heildarlandsvæði
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Fólksfjöldi
  50 982
  1000 íbúar
  Frjósemi
  1,4
  Frjósemi
  Lífslíkur
  81
  Ár
  Lífslíkur kvenna
  84
  Ár
  Lífslíkur karla
  77
  Ár
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  156 407
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Alger fátækt
  vantar gögn
  Hlutfall
  Vannærðir íbúar
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  vantar gögn
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  351
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  1 463
  Einstaklingar
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  vantar gögn
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  1,734
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Fjárútlát til hernaðarmála
  2,6
  Prósent af VLF
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  3
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Berklatilfelli
  vantar gögn
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Pólitísk réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  27,61
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  2
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun á hvern íbúa
  11,80
  Tonn af CO2 á íbúa
  Vistfræðileg fótspor
  4,5
  Hektar per person
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  98,0
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Suður-Kórea

  Eining

  Syna mynd

  Verg landsframleiðsla
  1 377 870 000 000
  US Dollar
  VLF á mann
  27 222
  US Dollar