[[suggestion]]
Svíþjóð

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

48 905 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Svíþjóð er tæpir 450.000 ferkílómetrar að flatarmáli og er því stærsta land Norðurlandanna. Í norðurhluta landsins er landslagið ekki ólíkt því íslenska, þar er mikið um hálendi og fjöll. Í miðhluta landsins eru hins vegar frjósöm svæði meðfram ströndinni og mikil iðnaðarstarfsemi. Í suðri er þéttbýlið mest og landbúnaður mikill. Veðurfar og loftslag er mismunandi eftir landshlutum. Í norðurhluta Svíþjóðar eru veturnir kaldir og snjóþungir en sumrin geta þó verið hlý. Í suðurhluta landsins er verðurfar mildara allt árið, en vegna Golfstraumsins verður ekki jafnkalt í Svíþjóð og í mörgum löndum sem liggja á sömu breiddargráðu.

Earth Earth Earth Ecoprint

3.7 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Svíþjóð, þá þyrftum við 3.7 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Víkingatíminn er stór og mikilvægur hluti af sænskri sögu. Tímabilið varði frá seinni hluta 8. aldar og fram til miðrar 11. aldar. Víkingar frá Norðurlöndunum rændu og rupluðu um alla Evrópu og finna má vegsummerki um þá á ýmsum stöðum, meðal annars í enskri tungu. Fornleifar benda þó til þess að skandinavar hafi einnig stundað viðskipti og ránhernað í Evrópu fyrir 8. öld.

Áður en Svíar öðluðust sjálfstæði var landið sameinað Noregi og Danmörku í Kalmarsambandinu. Árið 1523 sleit Gustav Vasa samvinnunni og endurreisti sænska konungsríkið. Á næstu öldum urðu áhrif Svía á svæðunum í kring sífellt meiri og landið tók yfir landsvæði í nágrenninu. Svíþjóð varð að stórveldi í Evrópu, en það stóð þó ekki lengi yfir, því að með landvinningum sínum eignuðust Svíar fleiri óvini. Rússland varð að stærsta mótherja Svía, en árið 1709 gáfust Svíar upp og Rússland varð að stórveldi. Frá 1814  til 1905 voru Svíþjóð og Noregur sambandsríki undir sameiginlegri stjórn. Svíar voru hlutlausir í báðum heimsstyrjöldunum og hafa reynt að viðhalda hlutleysi sínu. Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1995.

Samfélag og stjórnmál

Svíþjóð er þingbundið konungsveldi eins og Danmörk. Karl XVI konungur er þjóðhöfðingi landsins, en hefur þó ekkert raunverulegt vald. Löggjafarvaldið liggur hjá sænska þinginu og framkvæmdarvaldið hjá ríkistjórninni. Stjórnskipulag Svíþjóðar byggist á valdskiptingu sem á að koma í veg fyrir að einhver einn einstaklingur eða eitt stjórnmálaafl geti öðlast of mikið vald og er það svipað skipulag og er á Íslandi. Þingkosningar eru haldnar á fjögurra ára fresti og er forsætisráðherra valinn af þinginu. Svíþjóð hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni og hefur hún verið einkennandi fyrir stjórnmálin þar frá árinu 2008. Þrátt fyrir að efnahagur Svíþjóðar sé sterkur stendur landið frammi fyrir stærstu niðursveiflu í efnahagskerfinu frá seinni heimsstyrjöldinni. Helstu áhrif kreppunnar eru aukið atvinnuleysi, sérstaklega á meðal ungs fólks. Í Svíþjóð er atvinnuleysi ungs fólks það mesta í Evrópu á eftir Spáni.

Hagkerfi og viðskipti

Svíþjóð er rík af timbri, jarðefnum og vatnsafli, en þessir þættir hafa verið undirstaða iðnaðar í landinu. Svíþjóð er það land á Norðurlöndum þar sem hvað mest áhersla er lögð á iðnað og hefur Svíþjóð á margan hátt verið brautryðjandi Vesturlanda þegar kemur að iðnaði. Vörur framleiddar í verksmiðjum, til dæmis farartæki og ýmislegt tengt þeim, skila Svíþjóð helmingnum af samanlögðum hagnaði alls iðnaðar í landinu. Í landinu er blandað hagkerfi með miklum opinberum rekstri og þá aðallega í heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu. Sænski efnahagurinn er að miklu leyti háður útflutningi og því finna Svíar mikið fyrir efnahagskreppunni. Svar ríkisstjórnarinnar við niðursveiflunni í efnahaginum hefur hingað til verið heildstæðari og víðtækari efnahagsstjórnun ásamt auknum fjárfestingum og fjárútlátum í innri byggingu samfélagsins og heilbrigðiskerfinu.  

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Svíþjóð fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  vantar gögn
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  0,5
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  vantar gögn
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  vantar gögn
  Hlutfall
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  IHDI - mismunur sýndur
  0,864
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  85,1
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  43 421
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  4,48
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  1,0
  Prosent
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  vantar gögn
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Friðarvísir
  1,502
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Spilling
  85
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  8,31
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  1
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  1,0
  Prósent af VLF
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  0,0
  Prósent
  Vannærð börn
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  3
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  1,9
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  vantar gögn
  Hlutfall
  Lífslíkur
  82
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  5
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  4
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  6
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  14
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  99,4
  Prosent
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,048
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  47,7
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  98,0
  Prósent
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  64 877
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  20,4
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  6,4
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  535 607 385 506
  US Dollar
  VLF á mann
  53 253
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  1
  Prósent
  Iðnaður
  22
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  73
  Prósent
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  96,4
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Svíþjóð

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  56 784
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  9 982 709
  1000 íbúar
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  37
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  292 608
  Einstaklingar
  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,933
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
  Lífslíkur kvenna
  84
  Ár
  Lífslíkur karla
  80
  Ár
  Hamingjuvísir
  7,34
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)