[[suggestion]]
Vestur-Kongó

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Brazzaville

Þjódernishópar

Kongóbúar 48%, sangha 20%, m'bochi 12%, teke 17%, Evrópubúar / aðrir 3%

Tungumál

Franska, lingala, monokutuba, kikongo, fleiri tungumál innfæddra

Trúarbrögð

Kristnir 50%, andatrúarmenn 48%, múslímar 2%

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

5 717 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Norðausturhluti Vestur-Kongós er aðallega hálendi með þéttum skógi og fjöllum í austri. Kongó-áin rennur um hálendið og myndar landamæri við nágrannalandið Austur-Kongó. Landið hefur stutta strandlengju sem liggur við Atlantshafið. Hitabeltisloftslag er í landinu með heitu og röku veðri allt árið. Landfræðileg lega landsins við miðbaug veldur því að lítill munur er á árstíðum. Hröð og óskipulögð þéttbýlisþróun landsins á sjöunda áratugnum hefur leitt til þess að upp hafa byggst fátækrahverfi, auk þess sem það hefur orsakað mikla loft- og vatnsmengun í stærstu borgunum. Einstæður regnskógur Kongó er í hættu vegna skógareyðingar eftir að ríkisstjórnin einkavæddi timburiðnaðinn. Ólöglegt skógarhögg er sívaxandi vandamál og margar sjaldgæfar dýrategundir í regnskóginum eru í hættu vegna veiðiþjófa.

Ecoprint

0.7 plánetunni Jörð

Ef allt mannkyn myndi neyta til jafns eins og gerist að meðaltali í Vestur-Kongó, þá þyrftum við 0.7 eintök af plánetunni Jörð.
Sjá vísir fyrir vistfræðileg áhrif.

Saga

Þegar Portúgalar komu að landi í Vestur-Kongó á 15. öld voru þar stór konungsríki með milljónum íbúa. Í fyrstu voru samskipti við íbúa landsins lítil og varkár. Það breyttist þegar Portúgalar gerðu Brasilíu að nýlendu sinni árið 1500 og þurftu á þrælum að halda til að nýta náttúruauðlindir. Portúgalar tóku yfir stjórn konungsríkjanna við ströndina og næstu árhundruð voru meira en 350.000 manns seldir í þrælahald. Frá árinu 1891 var landið nýlenda Frakka og árið 1910 varð allt landið hluti af nýlendunni „Franska miðbaugs-Afríka“. Landið fékk fyrst sjálfstæði árið 1960 og gekk í gegnum róttæka vinstri byltingu árið 1963. Vestur-Kongó var sósíalískt fram til ársins 1992 og voru mörg valdarán framin á þeim tíma. Kosningasigur stjórnarandstöðunnar árið 1992 leiddi til mikils óstöðugleika og pólitísk stjórn landsins lamaðist algjörlega. Átökin á milli stjórnmálaflokkanna þróuðust út í regluleg borgarastríð á árunum 1992–1993 og 1997–1999.

Samfélag og stjórnmál

Samkvæmt stjórnarskránni frá árinu 2002 er Vestur-Kongó lýðveldi. Forsetinn er kjörinn til sjö ára í senn og fer fyrir ríkisstjórninni. Forsetinn hefur mikil völd, getur rofið þingið og boðað til nýrra kosninga. Landið er þó í reynd enn einsflokksríki og sósíalíski verkamannaflokkurinn hefur hreinan meirihluta á þingi. Íbúar landsins hafa ekki aðgang að menntun eða lágmarks heilbrigðisþjónustu og höfuðborgin Brazzaville er í rúst. Íbúar landsins eru af ólíkum ættbálkum og ágreiningur á milli þessara ættbálka stuðlaði að óstöðugleika sem leiddi til borgarastríðs árið 1997. Samsetning stjórnmálaflokkanna mótast mjög af svæða- og ættbálkaskiptingu í landinu. Mikil spilling er í Vestur-Kongó og uppreisnarhópar fara enn ránshendi um suðurhluta landsins. Meira en 150.000 manns eru á flótta í eigin landi, til viðbótar við þúsundir flóttamanna frá nágrannalandinu Austur-Kongó.

Hagkerfi og viðskipti

Undanfarin 30 ár hafa orðið miklar breytingar á efnahag og viðskiptalífi í Vestur-Kongó. Landið hefur þróast frá því að vera háð landbúnaði og skógarhöggi til þess að vera mikilvægur olíuútflytjandi. Nýting á ríkulegum olíuauðlindum landsins var þegar hafin þegar landið fékk sjálfstæði, en hófst ekki af kappi fyrr en á níunda áratugnum. Í dag stendur olíuiðnaðurinn fyrir meira en 50% af vergri landsframleiðslu Vestur-Kongó. Stærstum hluta olíuiðnaðarins er stjórnað af erlendum olíufyrirtækjum og hefur olían ekki leitt til sérlega margra starfa fyrir íbúa Vestur-Kongó, sem búa við fátækt. Aðrar mikilvægar útflutningsvörur eru náttúrugas, timbur, matvæli og ýmis jarðefni. Iðnaðurinn er að mestu leyti í suðurhluta landsins, við höfuðborgina Brazzaville. Norðar í landinu er að mestu unnið við landbúnað og vinnslu jarðefna. Efnahagur landsins fór versnandi meðan á borgarastríðunum 1997–1998 stóð og landið glímir enn við eftirköst átakanna.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Vestur-Kongó fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  107 970 000
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  37,0
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  0,185
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  46,50
  Hlutfall
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  0,606
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  IHDI - mismunur sýndur
  0,469
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
  Lífslíkur kvenna
  59
  Ár
  Lífslíkur karla
  57
  Ár
  Hamingjuvísir
  4,81
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  63,2
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Þéttbýli
  15
  Íbúar á hvern ferkílómetra
  Vistfræðileg fótspor
  1,2
  Hektar per person
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  3 095
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  0,64
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  0,0
  Prosent
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  51
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  vantar gögn
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  vantar gögn
  Einstaklingar
  Friðarvísir
  2,343
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  0
  Fjöldi aftaka
  Flóttamenn í eigin landi
  107 000
  Flóttamenn í eigin landi
  Spilling
  19
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  7
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  36,04
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  5
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  6,2
  Prósent af VLF
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  37,5
  Prósent
  Vannærð börn
  8,2
  Prósent
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  48
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  vantar gögn
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  1,6
  Hlutfall
  Lífslíkur
  58
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  442
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  147
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  376
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  80,9
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  79,3
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  9
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  85,8
  Prosent
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  0,592
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  48,5
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  37,0
  Prósent
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  12,0
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  10,4
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  8 701 334 800
  US Dollar
  VLF á mann
  1 654
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  7
  Prósent
  Iðnaður
  54
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  26
  Prósent
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  8,7
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Vestur-Kongó

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  3 199
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  5 399 895
  1000 íbúar