[[suggestion]]
Vestur-Sahara

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Engin (Tindourf)

Þjódernishópar

Arabar, berberar

Tungumál

Arabíska

Trúarbrögð

Múslímar

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Vestur-Sahara er í útjaðri Sahara-eyðimerkurinnar, sem nær yfir stóran hluta af Norður-Afríku. Stærstur hluti landsins er eyðimörk og steppur, á svæðinu er nánast engin úrkoma og er jarðvegur lélegur. Í landinu er hitabeltisloftslag með jöfnu háu hitastigi allt árið. Meðfram ströndinni er svalara og eilítið meiri úrkoma. Þar sem engar plöntur eru til að halda hitanum getur verið allt að 30°C munur á hitastigi á daginn og nóttunni. Lítil úrkoma og skortur á náttúrulegum vatnsuppsprettum er stöðugt vandamál í Vestur-Sahara. Að auki er landbúnaði ógnað vegna útbreiðslu eyðimerkur og tíðra sandstorma.

Saga

Þar sem í dag er Vestur-Sahara bjuggu áður berberar og bedúanar í litlum ættbálkum án fastrar búsetu. Múslímskir arabar réðust inn í landið á 8. öld og landið varð miðpunktur verslunar á milli Vestur- og Norður-Afríku. Nokkur keisaradæmi komu og fóru á svæðinu þar til Evrópubúar lögðu undir sig norðurhluta Afríku á 19. öld. Vestur-Sahara varð nýlenda Spánar eftir Berlínar-ráðstefnuna árið 1884 og var gert að spænsku héraði árið 1958. Á sjöunda áratugnum hóf frelsishreyfing að myndast og árið 1973 var marxíska andspyrnuhreyfingin Polisario stofnuð. Þegar Spánn dró sig út árið 1975 var landið þegar í stað hernumið af nágrannalöndunum Marokkó og Máritaníu. Árið eftir lýsti Polisario svæðið sjálfstætt. Máritanía dró sig út árið 1979, en Marokkó stjórnar enn stærstum hluta af Vestur-Sahara. Polisario barðist gegn marókkósku herliði allan níunda áratuginn, þar til SÞ samdi um friðarsamkomulag árið 1991. Skilyrði friðarsamkomulagsins voru að halda skyldi frjálsar kosningar um sjálfstæði, það hefur ekki enn verið gert.

Samfélag og stjórnmál

Útlegðarríkisstjórnin heldur til í alsírska bænum Tindourf. Í ríkisstjórninni eru meðlimir Polisario og hefur Muhammed Abdelaziz verið leiðtogi hennar frá því 1982. Vestur-Sahara er í dag viðurkennt sem sjálfstætt ríki af meira en 40 löndum, en krafa Marokkó um svæðið er viðurkennd af um það bil 20 öðrum löndum. Alþjóðadómstóllinn í Haag samþykkti árið 1975 kröfu Polisario um að íbúar landsins ættu að fá að kjósa um sjálfstæði, en friðargæsluliði SÞ MINURSO hefur ekki tekist að koma á kosningum á svæðinu. Ástandið er læst, frá árinu 1980 hefur landinu verið skipt í tvo hluta vegna varnarlínu úr jarðsprengjum sem Marokkó lagði. Polisario stjórnar um það bil fjórðungi landsins, en Marokkó stjórnar afgangnum. Hin langvinnu átök hafa leitt til þjáninga íbúanna og þúsundir flóttamanna lifa í útlegð í búðum í nágrannalandinu Alsír. Gróf brot á mannréttindum hafa átt sér stað af báðum stríðandi aðilum og stríðsfangar hafa hvað eftir annað þurft að þola pyntingar.

Hagkerfi og viðskipti

Ástæður kröfu Marokkó um að hafa stjórn yfir landinu eru þær vonir sem bundnar eru við efnilegan efnahag Vestur-Sahara. Í Vestur-Sahara er mikið af sjávarauðlindum, framleiðsla á fiskimjöli og útflutningur á frosnum fiski. Það er trúlega olía og gas í hafinu og nokkur vestræn olíufyrirtæki hafa fengið leyfi til að hefja tilraunaboranir. Inn til landsins er mikið af steinefnum í jörðu og vinnsla fosfats er ein af mikilvægustu tekjulindum landsins. Mörg tonn af sandi eru seld til nota á ströndum Kanaríeyja. Marokkósk stjórnvöld hafa byggt upp gott vegakerfi og séð iðnaðinum fyrir rafmagni. Í hafnarbænum Laayoune hafa verið byggð mörg hótel og er stefnt að því að leggja aukna áherslu á ferðaþjónustu. Efnahagnum er eingöngu stjórnað af marokkóskum stjórnvöldum og útlegðarríkisstjórnin hefur engin áhrif á þróun efnahagsins.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Vestur-Sahara fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Smelltu til að fá meiri upplýsingar um mælistikuna

 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Þróunaraðstoð móttekin
  vantar gögn
  milljónir bandaríkjadaga 2006
  Alger fátækt
  vantar gögn
  Hlutfall
  MPI - margvíð fátæktarvísitala
  vantar gögn
  Skala 0-1 (der 0 er best)
  Íbúar undir fátæktarmörkum
  vantar gögn
  Hlutfall
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  HDI - Lífskjaralisti Sameinuðu þjóðanna
  vantar gögn
  Skala: 0-1 (der 1 er best)
  IHDI - mismunur sýndur
  vantar gögn
  Skala fra 0 til 1 (der 1 er best)
  Lífslíkur kvenna
  70
  Ár
  Lífslíkur karla
  66
  Ár
  Hamingjuvísir
  vantar gögn
  Skali: 1-10 (þar sem 10 er best)
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi íbúa í þéttbýli
  81,8
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Þéttbýli
  2
  Íbúar á hvern ferkílómetra
  Vistfræðileg fótspor
  vantar gögn
  Hektar per person
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  CO2-losun
  vantar gögn
  Þúsund tonn
  CO2-losun á hvern íbúa
  vantar gögn
  Tonn af CO2 á íbúa
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Landsvæði í minna en fimm metra hæð yfir sjávarmáli
  vantar gögn
  Prosent
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Fjöldi látinna í vopnuðum átökum
  vantar gögn
  Fjöldi látinna á hverja 100 000
  Flóttamenn, eftir upphafslandi
  118 596
  Einstaklingar
  Flóttamenn, eftir komulandi
  0
  Einstaklingar
  Friðarvísir
  vantar gögn
  Vísir, þar sem 1 er besta gildi og 5 er verst
  Aftökur
  vantar gögn
  Fjöldi aftaka
  Flóttamenn í eigin landi
  vantar gögn
  Flóttamenn í eigin landi
  Spilling
  vantar gögn
  Skali: 0-100
  Pólitísk réttindi
  vantar gögn
  Skali: 1-7 (1 er best)
  Fjölmiðlafrelsi
  vantar gögn
  Skala der 0 er best
  Borgaraleg réttindi
  vantar gögn
  Skali: 1-7 (1 er best)
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Friðargæsluaðgerðir
  vantar gögn
  Antall deltagere i fredsbevarende operasjoner
  Fjárútlát til hernaðarmála
  vantar gögn
  Prósent af VLF
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Vannærðir íbúar
  0,0
  Prósent
  Vannærð börn
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Barnadauði
  vantar gögn
  Fjöldi á hver 1000 börn
  Frjósemi
  vantar gögn
  Frjósemi
  Útbreiðsla alnæmis (15-49 ára)
  vantar gögn
  Hlutfall
  Lífslíkur
  68
  Ár
  Dánartíðni á meðgöngu
  vantar gögn
  Dødsfall per 100.000 levendefødte
  Fæðingar meðal ungra kvenna (15-19 ára)
  vantar gögn
  Levendefødte per 1000 kvinner (15-19 år)
  Berklatilfelli
  vantar gögn
  Tilfelli á hverja 100.000 íbúa.
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Lestrar- og skriftarkunnátta meðal ungs fólks
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Ólæsi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Lengd skólagöngu
  vantar gögn
  Ár
  Fjöldi barna í grunnskólum
  vantar gögn
  Prosent
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Jafnrétti - vísitala um kynjamismunun
  vantar gögn
  Skali: 0-1 (0 er best)
  Jafnrétti á vinnumarkaði
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Aðgangur að hreinu vatni
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Kjarnorka
  vantar gögn
  milljónir kílówattstunda (kWh)
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Atvinnuleysi meðal ungs fólks
  18,4
  Fjöldi/hlutfall
  Atvinnuleysi
  vantar gögn
  Fjöldi/hlutfall
  Verg landsframleiðsla
  vantar gögn
  US Dollar
  VLF á mann
  vantar gögn
  US Dollar
  Grunnframleiðsla
  vantar gögn
  Prósent
  Iðnaður
  vantar gögn
  Prósent
  Þjónustustörf, viðskipti, kennsla o.fl.
  vantar gögn
  Prósent
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Internetnotendur
  vantar gögn
  Notendur á hverja 100 íbúa
 •  

  Vestur-Sahara

  Eining

  Syna mynd

  Hælisleitendur eftir komulandi
  vantar gögn
  Einstaklingar
  Fólksfjöldi
  567 421
  1000 íbúar