[[suggestion]]
Andorra
 

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Andorra la Vella

Þjódernishópar

Spánverjar 43%, Andorramenn 33%, Portúgalar 11%, Frakkar 7%, aðrir 6% (1998)

Tungumál

Katilónska (opinbert), franska, spænska, portúgalska

Trúarbrögð

Kaþólska

Sjtórnarform

Þingstjórn

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Landslagið í Andorra einkennist af harðgeru fjalllendi og er hæsti punktur landsins í 3000 metra hæð. Árnar Valira del Nort og Valira d'Oriente mætast í miðju landinu og mynda fljótið Valira. Fljótið rennur í suðaustur og endar í einni af hliðarám spænsku árinnar Ebro. Loftslagið í Andorra er líkt og í nágrannalöndunum, Spáni og Frakklandi, en vegna hæðarinnar er meiri snjór þar á veturna og örlítið svalara á sumrin. Skógar- og landeyðing er meðal umhverfisvandamála sem Andorra stendur frammi fyrir. Timbur hefur lengi verið ein af stærstu útflutningsvörum Andorra og skógarhögg er mögulega ein af ástæðunum fyrir eyðingu skóganna. Eyðimerkurmyndun í fjallshlíðunum má rekja til ofbeitar.

Saga

Karl hinn mikli gaf Andorra frelsi árið 819 í staðinn fyrir þátttöku þeirra í stríðinu við mára. Framkvæmdavaldið var fyrst veitt spænska greifanum af Urgell og þar á eftir fært yfir til biskupsins af Urgell. Á 12. öld reyndi Frakkland aftur að ná völdum yfir Andorra. Átökin voru leyst með því að deila landinu á milli Spánar og Frakklands. Andorra hefur í gegnum tíðina verið fátækt land, þar sem samskipti við alþjóðasamfélagið hafa verið takmörkuð við nágrannalöndin. En vaxandi ferðaþjónusta á tímabilinu eftir seinni heimsstyrjöld hefur bætt efnahagslega stöðu landsins. Ferðaþjónustan hefur stuðlað að þróun í samgöngum og fjarskiptum og opnað landið fyrir umheiminum. Samtímis hafa íbúarnir óskað eftir auknum áhrifum í stjórn landsins. Árið 1993 var ný stjórnarskrá samþykkt og Andorra varð sjálfstætt lýðræðisríki.

Vistfræðileg fótspor

Engar tölur fáanlegar

0,0

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Andorra ville vi trenge 0,0 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Samkvæmt stjórnarskránni frá 1993 er Andorra sjálfstætt ríki. Opinberlega er stjórn landsins enn skipt á milli Spánar og Frakklands en þau hafa ekki neitunarvald. Í reynd er það þess vegna forsætisráðherra Andorra sem hefur völdin yfir innanríkismálum, á meðan Spánn og Frakkland eru ábyrg fyrir öryggis- og utanríkismálum landsins. Vegna sögu Andorra er menntakerfi landsins tvískipt. Frönsku skólarnir fá stuðning frá franska ríkinu en kaþólska kirkjan styður spænsku skólana.

Lífskjör

17

39 av 188

Andorra er nummer 39 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Vegna fagurrar náttúru Andorra, góðrar aðstöðu til skíðaiðkunar og verslunar með tollfrjálsar vörur, er ferðaþjónusta mikilvægasta atvinnugrein landsins. 80 prósent af landsframleiðslunni verða til í ferðaþjónustunni. Andorra er ekki meðlimur í ESB en nýtur góðs af sérsamningum. Landið er til að mynda meðhöndlað sem meðlimur í tengslum við verslun með unnar vörur og eru þær því tollfrjálsar. Andorra hefur ekki eigin gjaldmiðil en notast við evru líkt og nágrannalöndin. Andorra er „skattaparadís“, sem þýðir að það er ekki borgaður skattur af tekjum. Vegna þess laðar landið til sín marga erlenda einstaklinga og fyrirtæki og bankaviðskipti eru mikilvæg atvinnugrein. Sala á rafmagni til erlendra orkukaupenda er einnig veigamikil tekjulind.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Andorra fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

80 088

Fólksfjöldi Andorra

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 1

1,2

Fæðingartíðni Andorra

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3

3

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Andorra

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 3 4 5 7

5,78

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Andorra

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Andorra

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

1 2 3 4 5
6 7 8 9 1

9,1

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Andorra