[[suggestion]]
Angóla
 
Flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Lúanda

Þjódernishópar

Ovimbundu, kimbundu, bakongo, mestiso, europeere

Tungumál

Portúgalska, bantu og önnur afrísk mál

Trúarbrögð

Hefðbundin trúarbrögð 47%, kaþólikkar 38%, mótmælendur 15%

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

6 974 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Þrír fjórðu hlutar Angóla eru hásléttur sem liggja í meira en 1000 metra hæð yfir sjávarmáli. Í norðurhluta landsins er þéttur hitabeltisregnskógur. Í suðaustri eru þurrar sléttur sem liggja yfir í Kalahari-eyðimörkina á landamærum Namibíu. Í landinu er hitabeltisloftslag með jöfnum hita allt árið. Loftslagið á sléttunum í miðju landinu er tempraðra vegna hæðar landsins yfir sjávarmáli. Regnskógarnir eru í hættu vegna þess að engar reglur eru til um það hversu mikið timbur má höggva, og jarðvegseyðing og eyðimerkurmyndun eru vaxandi vandamál. Eftir margra ára borgarastyrjöld eru stórir hlutar landsins ónýtanlegir til landbúnaðar vegna jarðsprengja og vatn er lélegt í stórum hluta landsins.

Saga


Norðurhluti Angóla var hluti af stóru konungsdæmi frá 800 og fram eftir öldum.
Þegar Portúgalar komu til landsins í lok 15. aldar hófu þeir þrælaviðskipti með ættbálka með fram strandlengjunni. Næstu árhundruð voru meira en þrjár milljónir manna fluttar úr landi og seldar sem þrælar í Bandaríkjunum. Portúgal stjórnaði landinu með viðskiptasamningum við ólíka ættbálka. Það var ekki fyrr en í byrjun 20. aldar sem Portúgalar fengu full yfirráð yfir Angóla og árið 1951 var landið gert að héraði í Portúgal. Á áttunda áratug 20. aldar hófu uppreisnarhópar baráttu fyrir sjálfstæði og árið 1975 fékk landið fullveldi. Stuttu síðar braust út borgarastyrjöld á milli þriggja stærstu uppreisnarhópanna. Kommúníska hreyfingin MPLA tók völdin en stríðið gegn hinum uppreisnarmönnunum varði fram til ársins 2002.

Vistfræðileg fótspor

4

0,5

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Angóla ville vi trenge 0,5 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Eftir sjálfstæði 1975 var Angóla breytt í marxískt-lenínískt eins flokks ríki. Landinu var áfram stýrt af kommúnistaflokknum, þrátt fyrir að aðrir flokkar væru leyfðir í nýrri stjórnarskrá sem samþykkt var árið 1992. Jose Eduardo dos Santos forseti hefur verið við völd síðan 1979. Nýjar kosningar eru áætlaðar 2008–2009, en Santos hefur neitað að ákveða endanlega dagsetningu þeirra. Angóla stendur frammi fyrir gífurlegum samfélagslegum vandamálum eftir 27 ára borgarastyrjöld. Milljónir manna eru á flótta í eigin landi og vopnaðir hópar herja á landsbyggðina. Vegakerfi og rafmagn er ekki virkt í stórum hluta landsins. Mörg landsvæði eru hlaðin jarðsprengjum og mikið magn handvopna er í umferð eftir borgarastríðið. Að auki berst ríkisstjórnin fyrir því að fá yfirráð yfir hinu olíuríka Cabinda-héraði, þar sem uppreisnarmenn berjast fyrir sjálfstæði. Landið er meðal spilltustu landa heims og hafa stjórnvöld verið gagnrýnd harðlega af SÞ fyrir gróf mannréttindabrot.

Lífskjör

11

145 av 188

Angóla er nummer 145 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Þegar borgarastríðið braust út árið 1975 yfirgáfu margir vel menntaðir Portúgalar landið. Hið fjölbreytta og starfhæfa efnahagskerfi hrundi eftir stuttan tíma. Miklu magni demanta og annarra jarðefna var smyglað út úr landinu og áætlanahagkerfi ríkisstjórnarinnar virkaði mjög illa. Eftir stríðið árið 2002 hefur uppsveifla í olíuiðnaðinum leitt til mikils hagvaxtar, án þess að gagnast íbúum landsins. Meira en 80% íbúanna hefur lífsviðurværi sitt af einföldum landbúnaði og margir lifa í mikilli fátækt. Angóla er háð utanaðkomandi aðstoð og hefur fengið hvassa gagnrýni frá SÞ og öðrum alþjóðastofnunum fyrir lélega efnahagsstjórnun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) styrkti nokkur verkefni í landinu í byrjun 21. aldar, en hefur dregið sig út eftir að ríkisstjórnin stóð ekki við skuldbindingar sínar.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Angóla fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

36 684 202

Fólksfjöldi Angóla

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 2 3 4 5 0

5,1

Fæðingartíðni Angóla

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27 28 29 30
31 32 33 34 35 36 37 38 39 40
41 42 43 44 45 46 47 48 49 50
51 52 53 54 55 56 57 58 59 60
61 62 63 64 65 66 67 68 69

69

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Angóla

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

2

6 974

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Angóla

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

5

0,59

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Angóla

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Angóla

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Angóla

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 7 2 9 10

7,24

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Angóla

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8

8,12

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Angóla

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

5

0,537

GII-vísitala Angóla

Jobb