[[suggestion]]
Austur-Kongó
 

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Kinshasa

Þjódernishópar

Mongo, luba, kongo og mangbetu-azande 45%, aðrir afrískir ættbálkar (fleiri en 200) 55%

Tungumál

Franska, lingala, kingwana, kikongo, tshiluba

Trúarbrögð

Kaþólikkar50%, mótmælendur 20%, kimbanguistar 10%, múslimar 10%, aðrir / óskilgreint / trúleysingjar 10%

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

1 337 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Landslagið austast í Austur-Kongó mótast af Austur-Afríku sigdalnum, sem er gríðarstór sigdalur sem hefur mótast á þúsundum ára á flekaskilum. Sigdalurinn teygir sig frá Erítreu til Mósambík. Hann sker austurhluta álfunnar og þar er mikil eldvirkni og stór stöðuvötn. Sigdalurinn er einnig meginorsök þess að landið er ríkt af auðlindum eins og kopar, gulli, silfri og demöntum. Í Austur-Kongó er frumskógur við miðbaug, í miðju landinu, hásléttur með fram sigdalnum, lægri sléttur í suðurhluta landsins og þéttar gresjur í norðri. Í landinu eru tíð þrumuveður og þar er næststærsti regnskógur heims. Í suður- og norðurhéruðunum er hitabeltis loftslag, mjög rakt með löngum regntímabilum, en á miðsvæðinu með fram miðbaugi er ekki munur á milli árstíða. Hin gríðarstóra á Kongó rennur í gegnum landið og veitir vatni til annarra áa í landinu. Stærstu umhverfisvandamálin eru mengun drykkjarvatns og útrýming skóga. Ástæðan er að innviði samfélagsins skortir og að timbur er mikið notað sem eldsneyti.

Saga

Fyrir meira en 2000 árum fóru hópar fólks að setjast að í landinu, og frá 14. öld voru stofnuð þar mismunandi ríki. Hið velstæða konungdæmi Kongó kom fyrst á samskiptum við Evrópubúa þegar Portúgalar stigu þar á land í kringum 1480. Á 19. öld voru þúsundir manna teknir höndum sem þrælar, en konungarnir á svæðinu féllu þegar verslun með fólk og jarðefni fór vaxandi. Belgíski kóngurinn Leopold II gerði Austur-Kongó að persónulegri eign sinni árið 1884 og rændi miklum auðæfum með hrottalegu arðráni. Austur-Kongó varð belgísk nýlenda árið 1908 og sjálfstætt ríki árið 1960. Árið 1965 tók hershöfðinginn Joseph Mobuto við völdum og tók í kjölfarið upp nafnið Mobuto Sese Seko og breytti nafni landsins í Saír. Hann kom á fót einræðisríki og stjórnaði landinu með kúgunarvaldi fram til ársins 1997, þegar hann var settur af í valdaráni. Hin nýja stjórn var hrakin frá völdum ári seinna í öðru valdaráni sem leiddi til borgarastyrjaldar sem kostaði 3,5 milljónir manna lífið og stóð fram til ársins 2003.

Vistfræðileg fótspor

4

0,5

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Austur-Kongó ville vi trenge 0,5 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Eftir að stríðinu lauk árið 2003 var skipuð bráðabirgðaríkisstjórn í Austur-Kongó sem var við völd fram til ársins 2006, þegar landið fékk nýja stjórnarskrá og nýtt þingkerfi. Kosið er til þingsins, sem er í tveimur deildum, til fjögurra ára í senn, eitt þjóðþing og öldungaráð. Forsætisráðherra og ríkisstjórn eru skipuð af forsetanum samkvæmt meðmælum frá meirihluta þingsins. Hið nýja stjórnarform veitir héruðum, sem áður var stýrt einhliða frá höfuðstaðnum, aukið vald. Verkefnin eru óteljandi því stjórnmálamennirnir eru að byggja upp heilt ríki á ný frá grunni. Stjórnvöld núverandi forseta Kabila hafa orðið stjórnsamari með árunum og spilling er stórt vandamál. Minniháttar átök blossa stöðugt upp í mismunandi hlutum landsins og áður en enduruppbygging getur átt sér stað að fullu verður ríkisstjórnin að sjá til þess að ofbeldinu linni og að mannréttindi í landinu séu virt. Í austri eru uppreisnarmenn til vandræða fyrir íbúa og fyrir forsetann. Kabila segir Rúanda og Úganda styðja uppreisnarmennina með virkum hætti. Liðsstyrkur SÞ, MONUSCO, vinnur í sameinungu með her ríkisstjórnarinnar að þessu málefni. Aðgangur að hreinu drykkjarvatni í öllu landinu og enduruppbygging ónýts vegakerfis eru mikilvæg verkefni í enduruppbyggingunni. Önnur mikilvæg verkefni eru baráttan gegn spillingu, uppbygging stjórnkerfisins og endurnýjun alþjóðlegra tengsla.

Lífskjör

9

176 av 188

Austur-Kongó er nummer 176 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir er Austur-Kongó eitt af fátækustu löndum heims og hefur strítt við efnahagsleg vandamál í marga áratugi. Mörg vandamálanna má rekja til nýlendustjórnar Belga og efnahagsstefnu þeirra sem m.a. fól í sér að þurrausa landið verðmætum auðlindum. Önnur aðalorsökin er margra ára vanstjórn Mobuto Sese Sekos, þar sem gífurleg verðmæti voru flutt úr landi. Forseti Kabila hefur rýmkað hagkerfið en enn eru ótal vandamál sem tengjast mikilli spillingu, óstöðugri stjórn og gríðarlegri verðbólgu. Iðnaður sem framleiðir helstu útflutningsvörur er ríkisrekinn, en víðfðemt skuggaefnahagskerfi hefur vaxið til að fullnægja þörfinni fyrir þjónustu og samgöngumál. Mikilvægustu útflutningsvörurnar eru kaffi, demantar, gull, kopar, kóbalt, trévörur og hráolía. Iðnaðurinn mótsvarar 70 prósentum af andvirði útflutnings. Það gerði það að verkum að Austur-Kongó var eitt þeirra Afríkuríkja sem varð verst úti í efnahagshruninu 2008. Síðustu ár hefur Kína aukið fjárfestingar sínar í samgöngukerfi og sjúkahúsum í Austur-Kongó, á móti fá þeir hagstæða samninga um hagnýtingu kopars og kóbalts.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Austur-Kongó fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir