[[suggestion]]
Austur-Tímor
 

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Dili

Þjódernishópar

Austronesískar (malay-polynesískar), papuískar og kínverskur minnihluti

Tungumál

Tetum (opinbert), Portúgalska (opinbert), indónesíska, enska 16 önnur tungumál er að finna í Austur-Tímor, stærst þeirra eru: Galole, Mambae og Kemak

Trúarbrögð

Kaþólikkar 98%, Múslímar 1% og Kristnir 1% (2005)

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

4 828 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Austur-Tímor liggur á austurhluta eyjunnar Tímor. Landslagið einkennist af fjallgarði með nokkrum óvirkum eldfjöllum. Úr fjöllunum renna margar ár niður á láglendið í átt til strandar. Á regntímabilinu flæða árnar oft yfir. Í landinu er hitabeltisloftslag með regn- og þurrkatímabil á víxl. Í fjöllunum er svalara vegna hæðarinnar. Þurrkar eru mikið vandamál og landið verður fyrir gífurlegum þurrkatímabilum á þriggja til fjögurra ára fresti. Skógareyðing veldur miklum vanda á Austur-Tímor, einkum vegna víðtæks sinubruna í landbúnaði. Upprunalegi skógurinn hefur minnkað mjög mikið og þéttur skógur finnst einungis á afskekktum svæðum. Skógarhögg hefur leitt til mikillar jarðvegseyðingar og landið er mjög berskjaldað fyrir flóðum.

Saga

Upprunalega voru nokkur lítil konungsdæmi á eyjunni. Portúgalar komu á 16. öld, en höfðu lítil áhrif á landið fyrr en á miðri 17. öld þegar þeir tóku formlega við völdum. Árið 1859 var eyjunni skipt í tvennt: eystri hlutinn varð portúgalski hlutinn og vestari hlutinn hollenski hlutinn. Vestari hlutinn er í dag indónesískur og hlaut sjálfstæði árið 1949. Eftir seinni heimsstyrjöldina jókst andstaða gegn Portúgölum í Austur-Tímor, á sama tíma og hin nýja, sjálfstæða Indónesía gerði kröfu í landið. Árið 1975 réðst Indónesía inn í Austur-Tímor. Fyrstu fimm ár hernámsins voru mjög hrottafengin og um það bil 15 prósent af íbúum landsins voru drepnir. Íbúar Austur-Tímor veittu óvænt mikla mótspyrnu og Indónesía kom á mjög strangri sameiningarstefnu til að útiloka innanríkisandstöðu. Í lok tíunda áratugarins fékk landið vissa innri sjálfsstjórn. Árið 1999 reif Austur-Tímor sig laust frá Indónesíu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Það leiddi til ofbeldisfullrar uppreisnar frá varaliðinu í landinu sem var stutt af Indónesíu. 80 prósent allra skóla, vega og sjúkrahúsa voru eyðilögð, hundruð manna voru drepnar og allt að hálf milljón manna flúði heimili sín. Frá 1999 til 2002 stjórnuðu Sþ Austur-Tímor með umboði frá öryggisráðinu. Landið varð ekki sjálfstætt fyrr en 20. maí 2002.

Vistfræðileg fótspor

3

0,4

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Austur-Tímor ville vi trenge 0,4 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Austur-Tímor er lýðveldi með forsetann sem æðsta leiðtoga. Framkvæmdavaldinu er skipt á milli forsetans ogg ríkisstjórnarinnar. Þingið velur forsætisráðherrann, sem leiðir ríkisstjórnina. Stjórnmál landsins og samkvæmislíf eru undir miklum áhrifum frá nýfengnu sjálfstæði og að hafa verið undir stjórn Sþ á millibilstímanum. Ríkisstjórnin vinnur að því að byggja upp stjórnsýslu og pólitískar stofnanir landsins að nýju. Árið 2006 brutust út óeirðir í höfuðborg landsins. Sþ fullyrtu að ofbeldið væri afleiðing fátæktar og hás stigs atvinnuleysis og hafa sent nýtt friðargæslulið inn í landið. Í tengslum við kosningarnar árið 2007 braust einnig út ofbeldi og óeirðir. Eftir misheppnaðar morðtilraunir gegn forseta og forsætisráðherra landsins árið 2008 hefur aukinn stöðugleiki komist á í stjórnmálum.  Helstu stjórnmálaflokkarnir í Austur-Tímor eru FRETILIN, sem leiddu sjálfstæðisbaráttu landsins, og CNRT, sem tala fyrir sáttum milli Austur-Tímor og Indónesíu.  CNRT hafði meirihluta í ríkisstjórn landsins til ársins 2007, og vann kosningarnar árið 2012.  Taur Matan Ruak varð þá nýr forseti landsins og leiðtogi CNRT, Xanana Gusmao José, forsætisráðherra.  

Lífslíkur í landinu eru lágar og dánartíðni barna há. Einungis um helmingur íbúanna hefur aðgang að hreinu vatni. Helstu verkefni ríkisstjórnarinnar eru uppbygging landsins, ásamt því að endurreisa innviði samfélagsins og heilbrigðisgeirann.

Lífskjör

12

138 av 188

Austur-Tímor er nummer 138 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Austur-Tímor er landbúnaðarland og byggist efnahagurinn að miklu leyti á einföldum landbúnaði. Á milli 70 og 80 prósent íbúa landsins lifa á sjálfsþurftarbúskap. Mikil fátækt er í landinu og er það algerlega háð utanaðkomandi þróunaraðstoð. Á meðan á óeirðunum árið 1999 stóð var efnahagurinn eyðilagður og verg landframleiðsla dróst saman um 39 prósent. Alþjóðagerendur líkt og Sþ, Alþjóðabankinn og Þróunarbanki Asíu hafa hjálpað til við að byggja efnahaginn upp að nýju. Atvinnuleysi er hátt, sérstaklega í bæjunum. Um það bil 80 prósent hafa ekki launaða vinnu og margir lifa af tekjum sem þeir fá frá öðrum stöðum en hinum opinbera vinnumarkaði. Austur-Tímor er eitt af þeim löndum sem í dag fær mesta þróunaraðstoð á hvern íbúa, um það bil fjórir af hverjum tíu íbúum landsins búa við fátækt. Olía og gas hefur fundist í hafinu við Tímor og hefur landið undirritað samkomulag við Ástralíu um vinnslu þess. Þetta gefur Austur-Tímor rétt á 90 prósentum af því sem finnst á hafsvæðinu næst landi.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Austur-Tímor fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

1 360 596

Fólksfjöldi Austur-Tímor

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 2 9

3,0

Fæðingartíðni Austur-Tímor

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27 28 29 30
31 32 33 34 35 36 37 38 39 40
41 42 43 44 45 46 47 48 49 50
51

51

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Austur-Tímor

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

2

4 828

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Austur-Tímor

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10

2,3

Hlutfall vannærðra íbúa Austur-Tímor

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

2

0,34

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Austur-Tímor

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Austur-Tímor

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Austur-Tímor

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 10 8 9 10

6,99

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Austur-Tímor

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10
11

10,59

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Austur-Tímor

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

Engar tölur fáanlegar
GII-vísitala Austur-Tímor

Jobb