Austurríki
Austurríki er iðnaðarríki staðsett í miðri Evrópu. Fjölmargir ferðamenn heimsækja landið ár, Alparnir eru helsta aðdráttaraflið. Í Austurríki hefur enn ekki átt sér stað eiginlegt uppgjör við nasismann og er það ein af ástæðum þess að hreyfingar hægri öfgamanna hafa vaxið og dafnað í landinu undanfarið.
Landafræði
Austurríki er lítið land í hjarta Evrópu. Meira en helmingur landsins er þakinn fjalllendi, en Alparnir eru ráðandi í suðri og vestri og er svokallað alpaloftslag ríkjandi. Fjöldi dala gerir það að verkum að hægt er að ferðast um landið, en brýr og göng einkenna vegakerfið. Í norðaustri er landið heldur flatara og lengst í austri má finna sléttlendi. Þar er einnig stærsta stöðuvatn landsins, Neusiedl-vatn, en það liggur á landamærunum við Ungverjaland. Neusiedl-vatn er á heimsminjalista UNESCO vegna fjölbreytts dýralífs í vatninu og svæðunum í kring. Dóná, sem er næstlengsta fljót Evrópu, rennur í gegnum norðaustanvert landið. Dóná er mikilvæg uppspretta vatnsafls og gegnir einnig mikilvægu hlutverki í samgöngum. Í þeim hlutum landsins sem liggja lægra yfir sjávarmáli er lofstlagið temprað. Hitastig og úrkoma er breytilegt í landinu vegna mikils hæðarmunar. Loftslagið er mildast í austri en þurrast norður of höfuðborginni Vín. Einn fjórði skóga í landinu hefur eyðilagst vegna súrrar úrkomu. Austurríki hefur verið mjög virkt í umræðunni um loftslagsmál í alþjóðasamfélaginu og tekur í dag mjög virka afstöðu gegn mengun, en þeirra nálgun byggir á því að sá sem mengi skuli bæta eða borga fyrir skaðann.
Saga
Fornleifar benda til þess að mannfólk hafi búið í Austurríki í að minnsta kosti um 300.000 ár. Árið 400 f. Kr. tóku Keltar yfir stjórn landsins, en eftir það hafa margir mismunandi hópar haft búsetu á og stjórn yfir landsvæðinu. Austurríki varð hluti af Þýska keisaraveldinu árið 962 og var hluti af því þangað til það féll árið 1806. Þá var Austur-ungverska keisaradæmið stofnað. Undir lok 19. aldar varð pólitískur síonismi algengur í landinu, en honum má lýsa sem ákveðinni tegund af gyðinga-þjóðernishyggju. Á svipuðum tíma byrjuðu stjórnmálamenn að koma fram við Gyðinga sem óæðri kynstofn, og í því umhverfi ólust Adolf Hitler og fleiri samtímamenn hans upp. Morðið á krónprinsi Austur-ungverska keisaradæmisins, Franz Ferdinand, sem var framið í Sarajevó árið 1914, varð upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar, sem varði í 4 ár, eða allt þar til að Þýskaland og Austur-ungverska keisaradæmið töpuðu stríðinu. Það leiddi svo aftur til falls og upplausnar keisaradæmisins. Millistríðsárin voru að mörgu leyti erfið fyrir Austurríki, en líffskilyrði voru slæm og leiddi það til aukinnar tvístrunar í stjórnmálum og að lokum til yfirtöku fasísks einræðisherra á landinu árið 1934. Árið 1938 var Austurríki svo sameinað Þýskalandi og börðust Austurríkismenn með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Enn hefur almennilegt uppgjör við stríðsárin ekki átt sér stað í Austurríki og má að einhverju leyti rekja það til þeirrar afstöðu bandamanna á árunum eftir stríðsárin að Þjóðverjar bæru alla sökina á seinni heimsstyrjöldinni og nasismanum.
Vistfræðileg fótspor




3,6
Samfélag og stjórnmál
Austurríki er sambandsríki níu ríkja. Forsetinn er útnefndur af kanslaranum, sem er oddviti ríkisstjórnarinnar. Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hefur landinu að mestu leyti verið stýrt af samsteypustjórn Borgaralega frjálslynda flokksins og Jafnaðarmannaflokksins. Á seinustu þrjátíu árum hefur hægri öfgaflokkur að nafni Frelsisflokkurinn þó bætt við sig miklu fylgi, en hann hefur setið tímabundið í ríkisstjórn landsins. Í forsetakosningunum árið 2010 varð frambjóðandi Frelsisflokksins, Barbara Rosenkranz, aðalandstæðingur frambjóðanda Jafnaðarmannaflokksins, Heinz Fischer, sem gaf kost á sér til endurkjörs. Fischer vann kosningarnar naumlega. Árið 2007 urðu Austurríkismenn þeir fyrstu af ríkjum ESB til að lækka kosningaaldur niður í 16 ár og talið er að það sé að miklu leyti ástæðan fyrir því að stærstu flokkarnir biðu afhroð í kosningunum sem áttu sér stað ári seinna. Austurríki er, samkvæmt könnun frá árinu 2008, það land innan ESB sem hefur neikvæðustu afstöðuna gagnvart sambandinu og hefur Frelsisflokkurinn verið áberandi neikvæður gagnvart stækkun sambandsins, vegna hræðslu við aukningu innflytjenda og atvinnuleysis. Í Austurríki hefur atvinnuleysi þó haldist tiltölulega lítið, þrátt fyrir erfiðleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008. Í Austurríki er velferðarkerfið sterkt og er það að mörgu leyti líkt því sem finna má á Norðurlöndum.
Lífskjör

24 av 188
Hagkerfi og viðskipti
Þrátt fyrir mikla andstöðu við ESB, er Austurríki eitt af þeim löndum sem notið hefur hvað mestra jákvæðra áhrifa af stækkun sambandsins seinasta áratuginn. Austurrísk fyrirtæki hafa flutt starfsemi sína til sambandslanda í Austur-Evrópu og hefur viðskiptaávöxtun aukist mikið. Það hefur leitt til aukins hagvaxtar í landinu. Verg landsframleiðsla í Austurríki er meðal þeirra hæstu í Evrópu og má leiða líkur að því að það sé einkavæðingu ríkisfyrirtækja að þakka. Í dag eru engin fyrirtæki í landinu sem eru alfarið í eigu ríkisins. Skattar voru háir í Austurríki, jafnvel á evrópskan mælikvarða, en þeir hafa þó lækkað hratt frá árinu 2000. Hrunið á alþjóðafjármálamörkuðum hefur aukið á verðbólgu í Austurríki líkt og annars staðar í heiminum. Austurríkismenn glíma einnig við skort á menntuðu vinnuafli, en það er að hluta til leyst með erlendum starfskröftum. Þrátt fyrir að 40% af landinu sé nýtt í landbúnað, sjá grunnatvinnuvegirnir aðeins fyrir 2% af vergri landsframleiðslu þess. Þjónusta og iðnaður eru mikilvægustu atvinnugreinarnar, en ferðamennska er sérlega mikilvæg í því samhengi. Austurríkismenn stunda aðallega viðskipti við Þjóðverja, en 70% viðskipta landsins á sér stað innan ESB.
Kort
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Austurríki fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Mannfjöldi
Íbúar
8 958 960
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast


1,5
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn




4
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

67 936
Hungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Loftslag
CO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar







6,63
Heilsa
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni










9,9
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

Skólaganga
Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?













13,43
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
