[[suggestion]]
Bahamaeyjar
 
Flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

40 379 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Bahamaeyjar samanstanda af 15 stórum og nærri 700 litlum eyjum.  Eyjaklasinn nær yfir 800 km, frá Haíti í suðaustri til Flórídafylkis í norðvestri, og eru um það bil 2400 rif og sandrif innan hennar. Fjórar stærstu eyjarnar, Andros, Great Abaco, Great Inagua og Grand Bahama ná yfir meira en tvo þriðju af heildar landsvæði eyjananna, þar sem finna má stór og mikil skógsvæði. Aðgangur eyjaskeggja að ferskvatni er mjög takmarkaður. Engar ár eru á svæðinu og regnvatn hverfur nánast samstundis ofan í gljúpan kalksteininn. Því þurfa íbúar eyjanna að safna saman regnvatni í brunna og laugar.

Á eyjunum er hitabeltisloftslag, þar sem veturnir eru mildir og sumrin hlý. Regntímabilið stendur frá júní og fram í september. Á haustin verða eyjarnar oft fyrir barðinu á hitabeltistormum, sem geta valdið gífurlegum eyðileggingum. Landið er mjög viðkvæmt fyrir loftlagsbreytingum og þolir vistkerfi sjávarins ekki mikla hitabreytingu. Þar sem 80% af landsvæðinu er einungis 1.5 metra yfir sjávarmáli, er landið mjög viðkvæmt fyrir hækkandi yfirborði sjávar.

Saga

Sagan segir að fyrsta stopp Kristófers Kólumbusar í “Nýja Heiminum”, hafi verið á Bahamaeyjum árið 1492. Spánverjar höfðu takmarkaðan áhuga á eyjaklasanum, þar sem lítið var um eðalsteina á þeim.  Í staðinn nýttu þeir Arawakana, sjómenn Bahamaeyjanna, sem þræla í gullnámum annars staðar í spænska heimsveldinu. Í lok ársins 1520 var búið að flytja alla eyjarskeggja á brott.  Það var ekki fyrr en 100 árum síðar þegar Bretar gerðu sér grein fyrir verðmætri staðsetningu eyjanna og  gerðu þær að nýlendum sínum. Allt að 19. öld byggðist efnahagur íbúa eyjunnar af þrælasali, sjóránum og smygli. Hvíta yfirstéttin stjórnaði í 300 ár, en 1942 byrjuðu svartir verkamenn að mótmæla launamisrétti og 11 árum síðar varð fyrsti stjórnmálaflokkur landsins stofnaður.

Frjálslyndi flokkurinn (PLP) sameinaði svarta íbúa landsins og jukust áhrif hans jafnt og þétt þar til ársins 1973 þegar Bahamaeyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi og PLP fór með stjórn landsins fram til ársins 1992. Síðan að landið öðlaðist sjálfstæði hefur því verið stjórnað af tveimur stjórnmálaöflum. Frjálsa Þjóðarhreyfingin (FNM), var stofnuð árið 1973 og tók við völdum af PLP í kosningum árið 1992, en þá sat PLP undir ásökunum um spillingu. PLP tók svo aftur við völdum 10 árum seinna.

Vistfræðileg fótspor

1 2 4

2,5

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Bahamaeyjar ville vi trenge 2,5 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Frjálsa þjóðarhreyfingin FNM bar sigur úr bítum í kosningum árið 2007 og stjórnar Bahamaeyjum í dag. Þessa stundina er ekki mikill munur á milli FNM og PLP, en báðir flokkarnir eru miðjuflokkar. Bahamaeyjarnar eru samveldi, hluti af sambandi ríkjanna sem voru hluti af Breska heimsveldinu þar sem Englandsdrotting er þjóðhöfðingi Bahamaeyjanna, þó að hún gegni einungis táknrænu hlutverki.  Samband Bandaríkjanna og Bahamaeyja er gott sem stendur, en sú hefur ekki alltaf verið raunin.

Eyjarnar hafa verið þekktar sem paradís fyrir peningaþvott og fíkniefnasmygl, en nú vinna yfirvöld á Bahamaeyjum með bandarísku landhelgisgæslunni að stöðva smygl og aðra ólöglega starfsemi. 

Allt frá 7. áratug seinustu aldar, hafa margir íbúar Kúbu og Haíti flutt til Bahamaeyjanna í leit að atvinnu. Fjöldi óskráðra innflytjenda hefur aukist hratt á síðustu árum og hafa mannréttindarsamtök tilkynnt um ómanneskjulega meðferð á hælisleytendum.

Lífsgæði eru almennt góð á Bahamaeyjunum, en mikil misskipting lífsgæða er þó enn mikið vandamál. Velferðarkerfið er vel þróað og stendur gjaldfrjáls menntun til 12 ára, öllum til boða. Ofbeldi gagnvart konum er einnig enn stórt vandamál, en um helmingur allra kvenna sem myrtar eru í landinu, eru myrtar innan veggja heimilisins.

Lífskjör

16

53 av 188

Bahamaeyjar er nummer 53 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Bahamaeyjar fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

412 623

Fólksfjöldi Bahamaeyjar

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 3

1,4

Fæðingartíðni Bahamaeyjar

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13

13

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Bahamaeyjar

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

11

40 379

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Bahamaeyjar

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Engar tölur fáanlegar
Hlutfall vannærðra íbúa Bahamaeyjar

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 3 4 5 6 0

6,04

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Bahamaeyjar

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Bahamaeyjar

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Bahamaeyjar

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Bahamaeyjar

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

Engar tölur fáanlegar
fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Bahamaeyjar

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

3

0,329

GII-vísitala Bahamaeyjar

Jobb