[[suggestion]]
Bandaríkin
 
USAs flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Washington

Þjódernishópar

Hvítir 82%, svartir 13%, asíubúar 4%,indíánar og innfæddir Alaskabúar 1%

Tungumál

Enska, spænska, önnur evrópsk tungumál og pólýneska

Trúarbrögð

Mótmælendur 52%, kaþólikkar 24%, mormónar 2%, gyðingar 1%, múslímar 1% aðrir/óskilgreint 20% (2002)

Sjtórnarform

Þingbundið sambandslýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

76 399 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Bandaríkin eru fjórða stærsta land heims. Landslagið er fjölbreytt, með sléttur frá Atlantshafinu að skógi vöxnum fjöllum í austri. Mississippi-Missouri áin, fjórða stærsta á heims, rennur í gegnum Bandaríkin út í Mexíkóflóa. Í vestri eru stórar sléttur allt að Klettafjöllum. Fyrir vestan fjöllin eru eyðimerkur og Miklagljúfur. Sierra Nevada-fjöll eru við Kyrrahafsströndina, samhliða Klettafjöllum. Hæsta fjall landsins, McKinley-fjall í Alaska, er 6194 metra yfir sjávarmáli. Í stærstum hluta Bandaríkjanna er temprað loftslag, en á Havaí og Flórída er hitabeltisloftslag og heimsskautaloftslag í Alaska. Gríðarlega mikill koltvísýringsúrgangur (CO2) er stórt umhverfisvandamál. Notkun áburðar og skordýraeiturs mengar grunnvatnið og skortur á drykkjarvatni á sumum svæðum útheimtir reglur um neyslu vatns.

Saga

Með fornleifagreftri hafa fundist spor eftir víkinga þar sem nú eru Bandaríkin, en svæðið varð ekki nýlenda Evrópubúa fyrr en 1500 e. Kr. Árið 1776 slitu 13 nýlendur við Atlantshafsströndina sig lausar frá Bretlandi og mynduðu Bandaríkin. Landið stækkaði smám saman og árið 1853 fengu Bandaríkin þau landsvæði sem þau búa yfir í dag. Ríkin tvö Alaska og Havaí voru tekin inn árið 1959. Árið 1861 braust út borgarastyrjöld á milli Norður- og Suðurríkjanna. Suðurríkin gáfust upp árið 1865, sem leiddi til afnáms þrælahalds. Borgarastyrjöldin var mikilvæg í tilliti til herkænsku- og vopnaþróunar og fyrri heimsstyrjöldin styrkti orðspor Bandaríkjanna sem hernaðarveldis. Bandaríkin komu vel út úr seinni heimsstyrjöldinni og urðu fyrsta fastaríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fall Sovétríkjanna, á tíunda áratugnum, er landið eina stórveldi heims. Árið 2001 urðu Bandaríkin fyrir hryðjuverkaárás og hafa eftir það verið í fararbroddi í herferð gegn hryðjuverkum.

Vistfræðileg fótspor

1 2 3 4 7

4,8

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Bandaríkin ville vi trenge 4,8 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Bandaríkin eru sambandslýðveldi og samanstanda af 50 ríkjum. Alríkisstjórnvöldin hafa yfirumsjón með utanríkismálum, varnarmálum, borgaralegum réttindum, sköttum, póstþjónustu, seðlabankanum og milliríkjaviðskiptum. Ríkin sjá aðallega um almenna löggjöf. Stjórnarskráin frá 1787 er enn í gildi, með nokkrum breytingum þó. Í Bandaríkjunum er fjölflokkakerfi, þar sem demókratar og repúblikanar eru ráðandi. Í bandaríska þinginu eru tvær deildir; fulltrúadeildin og öldungadeildin. Forsetinn er bæði forsætisráðherra og æðsti yfirmaður hersins, hann getur beitt neitunarvaldi á löggjöf frá þinginu. Dómskerfi landsins er flókið, þar sem hvert hinna 50 ríkja hefur sitt réttarkerfi. Bandaríska þjóðin er mjög fjölbreytt, þar býr mikið af innflytjendum. Hlutfall íbúa af evrópskum uppruna fer minnkandi, en latneski hluti íbúanna eykst stöðugt.

Lífskjör

18

20 av 188

Bandaríkin er nummer 20 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Bandaríkin eru leiðandi efnahagsstórveldi í heiminum. Hið fría markaðshagkerfi hefur einkennt efnahag landsins. Lögð er áhersla á einkavæðingu með takmarkaðri aðkomu stjórnvalda. Vegna fjölbreytileika í legu, náttúruauðlindum, loftslagi, samgöngum og samskiptum hafa Bandaríkin fjölbreytta viðskiptasamsetningu með miklum mun á milli ríkja. Þjónustugreinar standa undir stærstum hluta vergrar landsframleiðslu, þar á eftir kemur iðnaður, námuvinnsla og byggingarvinna. Landið er mjög framarlega í rannsóknum og þróun. Utanríkisviðskipti eru mjög mikilvæg fyrir Bandaríkin og undanfarin ár hefur þungamiðja viðskiptanna færst frá Evrópu til Asíu. Bandaríkin hafa verið í framlínunni við stofnun fríverslunarsamtaka eins og WTO og NAFTA. Vegna langra vegalengda á milli staða er í landinu vel þróað samgöngukerfi, í lofti, láði og legi. Fjármálakreppan árið 2008 hafði mikil áhrif á Bandaríkin. Atvinnuleysi jókst töluvert og ríkið hefur þurft að finna leiðir til þess að halda jafnvægi í efnahagsmálum.  Þó ástandið fari batnandi bíða Bandaríkjanna ýmsar áskoranir.

 

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Bandaríkin fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

339 996 563

Fólksfjöldi Bandaríkin

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 6

1,7

Fæðingartíðni Bandaríkin

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6

6

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Bandaríkin

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

Engar tölur fáanlegar

76 399

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Bandaríkin

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Engar tölur fáanlegar
Hlutfall vannærðra íbúa Bandaríkin

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 0

13,03

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Bandaríkin

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Bandaríkin

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

1 2 3 4 5
6 7 8 9 7

9,7

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Bandaríkin

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Bandaríkin

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10
11 12 13

12,89

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Bandaríkin

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

2

0,179

GII-vísitala Bandaríkin

Jobb