Búlgaría
Búlgaría hefur gengið í gegnum erfiða umbreytingu yfir til markaðshagkerfis frá falli kommúnismans 1991. Landið varð meðlimur Atlantshafsbandalagsins árið 2004 og Evrópusambandsins 2007 en glímir enn við spillingu og skipulagða glæpastarfsemi.
Landafræði
Búlgaría liggur á Balkanskaganum í suð-austurhluta Evrópu. Landamæri Búlgaríu liggja að löndunum Rúmeníu, Tyrklandi, Grikklandi, Makedóníu og Serbíu. Suð-austurhluti Búlgaríu er að miklu leyti fjalllendi og þar er að finna hæsta tind landsins, Musala fjallið, sem er 2925 metrar. Balkanfjöllin liggja þvert yfir landið frá vestri til austurs. Austurhluti Búlgaríu liggur að Svartahafinu og á svæðinu í kringum ströndina skiptast á sléttlendi og ásar. Loftslag landsins er breytilegt frá miðjarðarhafsloftslagi í suðri til svalara loftslags í fjöllunum í norðri.
Saga
Fyrstu íbúar þess landssvæðis sem kallast Búlgaría í dag voru Þrakverjar. Fyrsta ríki Búlgaríu var stofnað árið 681. Ríkið náði hápunkti veldis síns á 9.öld og árið 864 tók það upp kristni. Í kringum árið 1000 var ríkinu steypt af Aust-rómverska ríkinu. Landið varð aftur frjálst á 12.öld og árið 1202 var annað ríki Búlgaríu stofnað. Tyrkir lögðu síðar landið undir sig og árið 1396 var það fyrst Evrópuríkja innlimað inn í Ottóman-keisaradæmið. Ottómanarnir réðu yfir Búlgaríu í fimmhundruð ár. Á því tímabili voru ótal stærri uppreisnir gegn keisaradæminu brotnar á bak aftur. Á 19.öld myndaðist búlgörsk þjóðfrelsishreyfing, að hluta til með hjálp frá Rússlandi. Árið 1878 eftir rússnesk-tyrkneska stríðið varð Búlgaría sjálfstætt furstadæmi. Landið öðlaðist síðan sjálfstæði árið 1908. Í fyrri heimstyrjöld var Búlgaría hluti öxulveldanna og í annarri heimstyrjöld voru Búlgarar bandamenn Þjóðverja. Landið missti hluta yfirráðasvæða sinna í seinna stríðinu og Sovétríkin réðust inn í landið og hertóku það. Árið 1946 varð Búlgaría kommúnískt alþýðulýðveldi.
Vistfræðileg fótspor



2,1
Samfélag og stjórnmál
Kommúnistastjórnin leystist upp árið 1990 og sama ár voru haldnar fyrstu lýðræðislegu kosningarnar síðan í seinni heimstyrjöld. Landið fékk nýja stjórnarskrá árið 1991 og síðan hefur stjórnarfar landsins verið þingbundið lýðræði. Kosið er til forseta á fimm ára fresti með lýðræðislegum kosningum, hann má sitja lengst yfir tvö kjörtímabil. Forsetinn er æðsti leiðtogi ríkisstjórnarinnar og yfirmaður varnarmála. Þjóðþing er kosið til fjögurra ára. Eftir fall kommúnismans hefur gætt ókyrrðar í búlgarskri pólitík og margir flokkar og mismunandi bandalög komist til valda. Búlgaría gerðist meðlimur NATÓ 2004 og Evrópubandalagsins 2007. Búlgaría hefur glímt við áskoranir tengdar spillingu, skipulagðri glæpastarfsemi og miklu atvinnuleysi. ESB hefur sett fram strangar kröfur um endurbætur á ástandinu og hefur á tíðum stöðvað peningaaðstoð til landsins. Lífskjör íbúa eru nokkuð slæm og fátækt er útbreidd.
Lífskjör

66 av 188
Hagkerfi og viðskipti
Eftir fall kommúnismans árið 1991 hóf Búlgaría erfiða og langdregna umbreytingu í átt til markaðshagkerfis. Fall kommúnismans rústaði efnahag Búlgaríu og VLF (verg landsframleiðsla) féll allt að 40%, en árið 2004 hafði hún náð að rísa upp á sama stig og fyrir fallið. Hin nýlega efnahagskreppa sem stendur nú yfir hefur einnig haft sín áhrif á efnahag Búlgaríu. Engu að síður hefur mikil þróun átt sér stað: atvinnuleysi hefur minnkað og tekist hefur að koma böndum á verðbólguna. Upp úr fyrsta áratug síðustu aldamóta hafði meginpartur iðnaðar verið einkavæddur. Víðtæk spilling er áfram sá þáttur sem helst stendur í vegi fyrir frekari efnahagsþróun Búlgaríu. Mikilvægustu útflutningsgreinar Búlgaríu eru vélar og landbúnaðarvörur. Helstu auðlindir landsins eru kopar, blý og viður. Í dag er þjónustugeirinn, ferðamannaþjónusta og utanríkisviðskipti, stærsti hluti VLF.
Kort
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Búlgaría fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Mannfjöldi
Íbúar
6 687 717
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast


1,6
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn






6
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

28 113
Hungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir










0,3
Loftslag
CO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar






5,61
Heilsa
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni










9,8
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi










9,84
Skólaganga
Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?












12,31
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
