[[suggestion]]
Egyptaland
 
Flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

15 091 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Egyptaland spannar svæði sem er um ein milljón ferkílómetrar. Landið er að mestu eyðimörk, með ána Níl sem lífgjafa. Áin rennur í gegnum allt landið, frá suðri til norðurs og er ein af stærstu ám heims. Nánast allir íbúar landsins búa meðfram ánni eða við ósa hennar. Því miður er ánni þó hætt við uppþornun. Lítil úrkoma, mengun, uppgufun og loftslagsbreytingar ógna þessari mikilvægu á. Fyrir fornleifafræðinga er Egyptaland sönn fjársjóðskista. Hofin í Luxor, Dalur konunganna og pýramídarnir í Giza eru aðeins brot af þeim gersemum sem landið hefur upp á að bjóða, en pýramídarnir í Giza eru eitt af sjö undrum veraldar.

Saga

Áin Níl gerði Egyptum kleift að þróa eina af stærstu siðmenningum heims. Talið er að sameinað konungsdæmi í Egyptalandi hafi verið stofnað í kringum árið 3200 f. Kr. og síðan hafi röð faróa stjórnað landinu næstu þrjár aldir eftir það. Öll sú vitneskja sem við höfum um Forn-Egyptaland er afrakstur fornleifauppgrafta. Enn í dag er það ráðgáta hvernig fólk á þessum tíma þróaði með sér svo mikilfenglega siðmenningu með háþróaðri list, arkitektúr, tækni og félagslegu skipulagi. Árið 1869 var Suez-skurðurinn byggður, en hann tengir Miðjarðarhafið við Rauðahafið og er einn af mikilvægustu skipaskurðum heims. Við opnun Suez-skurðarins varð Egyptaland mikilvægur milliliður í heimsviðskiptun. Landið varð þó einnig stórskuldugt vegna þess kostnaðar sem fylgdi byggingu skurðarins og til að vernda hagsmuni sína og fjárfestingar tók Bretland yfir stjórn þess árið 1882. Fram til ársins 1922 var Egyptaland því undir fullri stjórn Bretlands, en þá varð það að hluta til sjálfstætt aftur. Það var þó ekki fyrr en árið 1953, eftir Egypsku byltinguna, að Egyptar gátu lýst því yfir að þeir væru lýðveldi.

Vistfræðileg fótspor

1 0

1,1

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Egyptaland ville vi trenge 1,1 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Þrátt fyrir að stjórnkerfi Egyptalands sé byggt á lýðræði og sósíalisma er landið mjög miðstýrt og hneigt til einræðis. Íbúar hafa stjórnarskrártryggð réttindi, en þau eru þó mjög takmörkuð þegar kemur að beitingu þeirra. Stjórnkerfið er á þann veg að forseti og forsætisráðherra deila með sér völdum. Í dag er valdið að mestu hjá forsetanum en síðastliðinn 50 ár hefur aðeins verið úr einum frambjóðanda að velja. Hosni Mubarak hefur verið forseti síðan 1981, í fimm kjörtímabil. Eftir stjórnarskrárbreytingar sem gerðar voru árið 2005 eru kosningar nú haldnar sjötta hvert ár, fleiri en einn frambjóðandi er leyfilegur og forsetinn er kjörinn í almennum kosningum. Enn er verið að endurnýja stjórnkerfið. Árið 2007 voru til dæmis gerðar stjórnarskrárbreytingar sem leyfðu ekki stjórnmálaflokka byggða á trúarskoðunum. Egyptaland hefur verið sakað um að brjóta mannréttindi, til að mynda fyrir ofsóknir gegn Koptum, kristins minnihlutahóps í landinu. Eftir að hagvöxtur jókst í Egyptalandi hefur bilið á milli ríkra og fátækra breikkað og atvinnuleysi aukist. Vegna þess hversu langa sögu Egyptar eiga sér í verslun og viðskiptum, hefur viðskiptafólk þarlendis góða almenna menntun og stunda margir af þeim nám fyrir utan landsteinana.

Lífskjör

14

95 av 188

Egyptaland er nummer 95 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Egyptaland er eitt af stærstu iðnríkjum í Afríku. Um það bil 2/3 af fyrirtækjum landsins eru staðsett í og í kringum Kairó og Alexandríu. Megnið af egypskum iðnaði tengist vinnslu á landbúnaðarvöru, matvöru og bómull. Egyptaland er einn stærsti bómullarframleiðandi heims og geta Egyptar státað sig af umfangsmiklum textíliðnaði. Námuvinnsla er einnig mikilvæg fyrir efnahagslíf Egypta. Tekjur af Suez-skurðinum hafa aukist jafnt og þétt seinustu ár og hefur landið umtalsverðar tekjur af olíu og jarðgasi. Þrátt fyrir að vinnsla á olíu hafi minnkað hefur vinnsla á jarðgasi aukist. Nú er 45% af útflutningstekjum Egyptalands frá gassölu, en ferðaþjónusta er að sama skapi mikilvæg. Tekjur af ferðaþjónustu eru þó breytilegar og fara aðallega eftir öryggisástandi í landinu hverju sinni. Landið hefur orðið fyrir mörgum hryðjuverkaárásum á seinustu árum og hafa margir ferðamenn verið myrtir. Hagvöxtur hefur verið í landinu þrátt fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna sem hófst 2008. Samt sem áður stendur Egyptaland frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, svo sem atvinnuleysi, fólksfjölgun og litlum útflutningi.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Egyptaland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

112 716 598

Fólksfjöldi Egyptaland

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 2 7

2,8

Fæðingartíðni Egyptaland

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17 18 19

19

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Egyptaland

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

4

15 091

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Egyptaland

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

5 2 3 4 5
6 7 8 9 10

0,5

Hlutfall vannærðra íbúa Egyptaland

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 9

1,96

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Egyptaland

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Egyptaland

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Egyptaland

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 7 5 9 10

7,45

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Egyptaland

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10
11

11,46

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Egyptaland

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

4

0,443

GII-vísitala Egyptaland

Jobb