[[suggestion]]
Frakkland
 

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

París

Tungumál

Franska

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

55 493 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Frakklandi er hægt að skipta í þrjú landfræðileg svæði – láglendið í norð-vesturhlutanum, fjalllendið í suðurhlutanum og svo frönsku Alpanna og Pýrenea-fjöllin í suðvestur- og suðausturhlutanum. Landslagið er sundurskorið af stórum ám, en þar má finna Rón, Leiru og Signu, sem hafa verið mikilvægar samgönguleiðir í mörg hundruð ár. Á strandlengjunni sem liggur meðfram Atlantshafinu og Miðjarðarhafinu eru bæði þverhníptir klettar og langar sandstrendur. Á henni eru einnig margar náttúrulegar hafnir þar sem stórar verslunarborgir hafa verið byggðar.

Á norðurlandinu er loftslag dæmigert fyrir Norður-Atlantshafið, þar rignir reglulega allt árið og mildar breytingar eru á milli árstíða. Til suðurs má þó finna dæmigert Miðjarðarhafsloftslag, þar rignir minna og sumrin eru umtalsvert hlýrri. Mikið af grunnvatni landsins er mengað vegna þess að í mörg ár voru ekki reglur um losun úrgangsefna frá iðnaði. Mengun hefur einnig leitt til þess að regn hefur verið súrt og gæði andrúmslofts í borgunum lítið. Á áttunda áratug seinustu aldar voru samþykktar reglugerðir og fer losun úrgangsefna minnkandi, en þrátt fyrir það er landið meðal þeirra sem losa hvað mest af koltvísýringi út í andrúmsloftið.

Saga

Svæðið sem við í dag köllum Frakkland var innlimað í Rómarveldið árið 50 fyrir Krist, eftir harða bardaga á milli Rómverja, Kelta og Galla. Rómarveldi féll rúmum 400 árum seinna. Þá tóku Frakkar völdin og varð svæðið að lokum að franska heimsveldinu á 9. öld. Heimsveldið hafði þó skamman líftíma og var því skipt aftur í mörg smærri konungsríki á 10. öldinni, sem áttu í stöðugu stríði hvort við annað. Það var ekki fyrr en eftir 100 ára stríðið við Englendinga (1337-1453) að Frakkland sameinaðist á ný. Eftir siðaskiptin á 15. öld var hvert trúarstríðið á fætur öðru í landinu allt fram að frönsku byltingunni 1789. Tugir þúsunda manna létust í byltingunni og var konungshjónunum steypt af stóli og þau hálshöggvin. Nokkrum árum seinna komst Napóleon til valda og útnefndi hann sjálfan sig keisara yfir Frakklandi. Napóleón barðist við margar þjóðir í Evrópu þar til að hann beið ósigur í orrustunni við Waterloo árið 1815. Konungsveldið var að lokum afnumið í Frakklandi eftir uppreisnina 1870. Á sama tíma voru gerðar miklar félagslegar umbætur í landinu. Frakkland varð leiðandi iðnaðarríki og eignaðist margar nýlendur í Afríku. Landið var sigurmegin í báðum heimsstyrjöldunum og á eftirstríðsárunum gengdi það lykilhlutverki í evrópskum og alþjóðlegum stjórnmálum.

Vistfræðileg fótspor

1 2 5

2,6

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Frakkland ville vi trenge 2,6 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Frakklandi er stjórnað af forsetanumm sem er opinber þjóðhöfðingi, og af forsætisráðherranum sem leiðir ríkistjórnina. Frönsk stjórnmál einkennast af hægri- og vinstrisinnuðum stjórnmálaöflum, sem eru þó ekki langt frá miðju. Þau skiptast á að fá þingmeirihluta og stofna ríkisstjórn og gerist það venjulega án þess að stórvægilegar breytingar eigi sér stað á stefnu ríkisins. Ríkisreksturinn gegnir stóru hlutverki og er opinber rekstur mikill. Þetta eykur ríkisútgjöld, en leiðir til þess að Frakkland hefur eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims og eru íbúar þess yfirhöfuð ánægðir með velferðarþjónustuna. Mikill opinber rekstur býður uppá atvinnuöryggi. Þrátt fyrir það hefur atvinnuleysi verið viðvarandi í Frakklandi, en það hefur verið í kringum 8% í mörg ár. Miklum fjármunum er varið í landbúnaðinn, þrátt fyrir að hann gefi ekki mikið af sér og sé ekki samkeppnishæfur við önnur lönd. Mörg verkföll hafa verið skipulögð af verkalýðshreyfingum vegna þessa, en verkföllin vara oft í margar vikur.

Í Frakklandi búa margir innflytjendur sem hafa einungis aðlagast frönsku samfélagi upp að vissu marki og hefur því skapast ákveðið rof í samfélaginu. Frakkland hefur verið einn mikilvægasti þátttakandi í þróun Evrópusambandsins og hefur það einnig öðlast mikil völd með fastasæti sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Lífskjör

18

27 av 188

Frakkland er nummer 27 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Frakkland er eitt stærsta hagkerfi heims, en þar má finna afkastamikið og nútímalegt efnahagskerfi. Hefðbundinn iðnaður, svo sem vefnaður og stálvinnsla hefur á seinni árum þurft að víkja fyrir hátækni- og tölvuiðnaði ásamt geimvísindum. Landið hefur á síðari árum byggt afkomu sína meira á þjónustu, sem er orðin að stórum iðnaði. Fjölbreyttur landbúnaður hefur gert Frakkland að einum stærsta útflutningsaðila landbúnaðarvara. Ríkið hefur ávallt átt stóran hluta þess iðnaðar sem er landinu mikilvægur, en á seinni árum hefur einkavæðing aukist. Þessu hafa verkalýðs- og stéttarfélögin mótmælt harðlega. Dýrt velferðarkerfi er stór byrði á ríkissjóði og hefur Frakkland átt í erfiðleikum með að halda sig innan þeirra marka sem evrópska myntbandalagið setur þeim. Franska ríkið hefur þurft að taka erlend lán til að stemma af fjárlagahallann, en erlendar skuldir hafa farið upp í allt að 2/3 af vergri þjóðarframleiðslu. Þessar aðstæður hindra vöxt í efnahagslífinu og minnka svigrúm yfirvalda til aðgerða.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Frakkland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

64 756 584

Fólksfjöldi Frakkland

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 7

1,8

Fæðingartíðni Frakkland

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4

4

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Frakkland

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

14

55 493

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Frakkland

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Engar tölur fáanlegar
Hlutfall vannærðra íbúa Frakkland

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 3 9

3,95

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Frakkland

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Frakkland

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10

10,0

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Frakkland

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Frakkland

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10
11 12 13 14

13,80

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Frakkland

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

1

0,083

GII-vísitala Frakkland

Jobb