Írak
Árið 2003 var einræðisherra Íraks, Saddam Hussein, steypt af stóli. Átökin á milli trúarhópa hafa stigmagnast og í landinu er lögleysa og ofbeldi.

Helstu tölur og staðreyndir
Landafræði
Hinar tvær stóru ár Eufrat og Tigris hafa í fleiri þúsund ár sett mark sitt á landið. Árbakkarnir eru frjósamir og stærstur hluti írösku þjóðarinnar býr á þessu svæði. Í norðaustri eru Zagros fjöllin. Það er þar sem olíulindir Íraks eru. Yfir helmingur af suðausturhluta landsins er eyðimörk. Stífluverkefni stjórnvalda hafa haft í för með sér þurrkun mýrarsvæða og lítilla áa. Skaðinn hefur verið mikill og landið er enn að berjast, meðal annarra hluta, við skort á hreinu vatni, dauða dýrastofna, salt í jörðu, jarðeyðingu og eyðimerkurmyndun.
Saga
Bagdad var í yfir fimm hundruð ár ein af mikilvægustu borgum hins arabíska og múslímska heims. Árið 1258 var Írak hertekið og eyðilagt af Mongólum og frá 1534 og fram til loka fyrri heimsstyrjaldar var landið lagt undir osmania keisaradæmið. Í kjölfar Versalasamningsins eftir fyrri heimsstyrjöldina var Írak stjórnað af Bretlandi. Írak varð ekki sjálfstætt fyrr en árið 1932. Einræðinu og konungnum var steypt af stóli í blóðugu valdaráni árið 1958 og hið íraska lýðveldi var stofnað. Fram til ársins 1968 þegar Bath flokkurinn tók við völdum gekk landið í gegnum ólgu tímabil með fjölda valdarána. Árið 1979 tók Saddam Hussein við stjórn Bath flokksins og var einræðisherra í landinu fram til ársins 2003. Írak átti frá 1980 til 1988 í stríði við Íran og gerði árið 1991 tilraun til að innlima Kuveit. Árið 2003 réðust bandarískar og breskar hersveitir inn í Írak undir því yfirskini að landið væri að framleiða gjöreyðingarvopn. Saddam Hussein var steypt af stóli og Bandaríkin komu á nýrri stjórn.
Vistfræðileg fótspor


1,1
Samfélag og stjórnmál
Í byrjun árs 2005 voru fyrstu frjálsu kosningarnar í 50 ár haldnar í Írak. Sjíta-múslímsku og kúrdísku flokkarnir unnu meirihluta atkvæða. Súnnímúslímar sem áður höfðu verið við völd misstu öll stjórnmálaáhrif. Frá því að stjórn Saddams Husseins var steypt af stóli árið 2003 hefur verið ringulreið í landinu, nánast borgarastyrjöld. Sprenging á síjamúslímskri mosku hefur leitt til átaka á milli síja- og súnnímúslíma. Illa starfhæft heilbrigðis- og réttarkerfi, léleg fráveitukerfi, óöryggi og ofbeldi í samfélaginu hefur gert lífsskilyrði erfið.
Lífskjör

119 av 188
Hagkerfi og viðskipti
Írak var upphaflega landbúnaðarsamfélag, en í dag er það háð innflutningi á landbúnaðarvörum. Efnahagur landsins hefur frá því á sjötta áratugnum að mestu leyti ráðist af olíuiðnaðnum, sem hefur staðið fyrir 95 prósent af útflutningstekjum. Áralöng stríðsátök og viðskiptaþvinganir drógu allverulega úr allri efnahagsstarfsemi. Beinar árásir á olíuleiðslur og grunngerð samfélagsins hafa hrakið landið langt aftur í tímann. Írak hefur einnig miklar erlendar skuldir. Innkoma landsins frá olíu nær ekki að dekka þann kostnað sem það mun kosta að byggja og endurreisa landið. Íraska ríkisstjórnin er háð erlendri aðstoð og niðurfellingu skulda til að bæta efnahagslegt ástand landsins.
Kort
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Írak fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Mannfjöldi
Íbúar
45 504 560
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast




3,4
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

























25
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

9 846
Hungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir










3,8
Loftslag
CO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar





4,20
Heilsa
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni










6,0
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi










8,56
Skólaganga
Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?







6,93
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
