[[suggestion]]
Ítalía
 

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Róm

Þjódernishópar

Ítalir

Tungumál

Ítalska, þýska, franska, slóvenska

Trúarbrögð

Kaþólikkar 90%, aðrir 10%

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

51 865 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Ítalía teygir sig frá Mið-Evrópu langt suður í Miðjarðarhafið en eyjarnar Sardína og Sikiley eru syðstu hlutar landsins. Fjöll eru áberandi á Ítalíu: Alparnir eru í norðurhluta landsins en Appenínafjöll í suðri. Á milli fjallanna er hin frjósama Póslétta. Á Norður-Ítalíu er temprað loftslag, með kalda raka vetur og tiltölulega heit sumur. Á Suður-Ítalíu er heitara og þurrara allt árið, sérstaklega yfir vetrarmánuðina, en þá getur hitamismunur á milli norðurs og suðurs verið allt að 20 gráður. Loftmengun er mikið vandamál og mikil mengun er í mörgum stöðuvötnum og ám. Mengunin jókst töluvert eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar Ítalía breyttist á stuttum tíma úr fátækasta landi Evrópu í leiðandi iðnríki.

Saga

Að fornu voru stór keisaradæmi á Ítalíu. Etrúrar voru valdamiklir á árunum 900–500 f.Kr. og Rómverjar frá árunum 350 f.Kr.–500 e.Kr. Eftir fall Rómaveldis var óstjórn í landinu og var það hernumið nokkrum sinnum. Á 14. öld blómstruðu borgir eins Flórens og Feneyjar og urðu þær mikilvægar miðstöðvar viðskipta og vísinda. Tilraunir til að sameina landið að nýju eftir Napóleonsstríðin í lok 18. aldar enduðu með byltingu árið 1848. Árið 1861 varð Ítalía sjálfstætt ríki. Mikil ólga og valdaátök hafa verið í ítölskum stjórnmálum á tuttugustu öld. Landið var virkur þátttakandi í báðum heimsstyrjöldunum sem bitnaði hart á íbúunum. Á eftirstríðsárunum varð Ítalía virkur þátttakandi í alþjóðastjórnmálum og hefur gegnt mikilvægu hlutverki innan Evrópusambandsins. Nokkrar hryðjuverkaárásir voru gerðar í landinu á áttunda áratugnum vegna stjórnmálaátaka á milli kommúnista og hægrisinna.

Vistfræðileg fótspor

1 2 4

2,5

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Ítalía ville vi trenge 2,5 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Lýðræði var komið á á Ítalíu eftir seinni heimsstyrjöldina. Forsetinn hefur talsverð völd og útnefnir forsætisráðherra og ríkisstjórn. Stjórnmál á Ítalíu hafa í áraraðir stjórnast af spennuþrungnu sambandi á milli ríku svæðanna í norðri og fátæku svæðanna í suðri. Mismunurinn á milli héraðanna hefur leitt til pólitísks óstöðugleika og hefur verið skipt um ríkisstjórn næstum árlega frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þrátt fyrir þetta hafa kristilegir demókratar haldið völdum öll þessi ár, með því að mynda ríkisstjórn með öðrum flokkum, bæði á hægri og vinstri vængnum. Undanfarin ár hafa flokkar af hægri vængnum eflst og oft verið í ríkisstjórn. Uppgangur hægrisinnaðra hefur tengst hræðslu við ítök erlendis frá og óánægju með þróun efnahagsmála. Ítalía er að berjast við vaxandi fjölda ólöglegra innflytjenda frá Norður-Afríku og Albaníu, og eru efnahagsbrot stórt vandamál. Landið hefur mátt þola sinn skerf af stórum hneykslismálum undanfarin ár.

Lífskjör

17

29 av 188

Ítalía er nummer 29 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Ítalía er eitt af stærstu efnahagskerfum heims í dag og þar er þróaður og fjölbreyttur iðnaður. Landið er leiðandi í iðnhönnun, vélbúnaði og bílaframleiðslu og er jafnframt miðstöð tískunnar í hinum alþjóðlega tískuheimi. Landbúnaður hefur í æ meiri mæli mátt víkja fyrir vaxandi iðnaði sem þrefaldaðist á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir öra þróun efnahags hefur verið mikil verðbólga og hátt atvinnuleysi undanfarin ár vegna pólitísks óstöðugleika, lélegrar stjórnunar skattkerfisins og vegna þess að landið er háð innflutningi á hrávöru og orku. Ítalía flytur fyrst og fremst út til annarra Evrópulanda, en á einnig mikil viðskipti við lönd eins og Bandaríkin og Ástralíu.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Ítalía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

58 870 762

Fólksfjöldi Ítalía

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 2

1,3

Fæðingartíðni Ítalía

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3

3

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Ítalía

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

13

51 865

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Ítalía

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Engar tölur fáanlegar
Hlutfall vannærðra íbúa Ítalía

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 3 4 6

4,73

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Ítalía

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Ítalía

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

1 2 3 4 5
6 7 8 9 3

9,3

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Ítalía

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 7 8 9 9

9,93

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Ítalía

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10
11 12 13

13,25

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Ítalía

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

1

0,056

GII-vísitala Ítalía

Jobb