[[suggestion]]
Kúba
 
Flagg

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Havana

Þjódernishópar

Multattar 51%, hvítir 37%, svartir 11% og Kínverjar 1%

Tungumál

Spænska

Sjtórnarform

Kommúnískt ríki

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Kúba er lítið land sem samanstendur af nokkrum eyjum. Landið er í Karabíska hafinu um það bil 25 km undan strönd Flórídaríkis. Höfuðeyjan Kúba er sú stærsta og þar er höfuðborgin Havana. Strandlengja eyjunnar er hlykkjótt með sandströndum, klettum og kóralrifjum. Inn til landsins er að mestu sléttlendi með dálitlum hæðum. Fjórðungur landsins er fjalllendi. Jörðin er frjósöm og meirihluti hennar er nýttur til landbúnaðar. Loftslagið er hitabeltisloftslag með heitum, rökum sumrum og mildum, þurrum vetrum. Regntímabilið er frá maí til október. Frá júní til október eru oft sterkir hitabeltisstormar á svæðinu. Skógurinn á Kúbu hefur verið höggvinn niður og yfirvöld berjast við að vernda dýralíf á eynni. Efnt hefur verið til fjölmargra verkefna til að vernda skóga og planta nýjum.

Saga

Áður en Evrópubúar komu til Kúbu bjuggu þar þrír indíánaættbálkar. Kristófer Kólumbus nam land á Kúbu árið 1492 og varð landið spænsk nýlenda á 16. öld, Kúba var spænsk nýlenda í næstum 400 ár. Indíánaættbálkunum var meira og minna útrýmt á 17. öld og fluttir voru inn afrískir þrælar sem vinnuafl. Bandaríkin studdu Kúbverja í sjálfstæðisstríðinu 1898, en ákváðu sjálfir að taka völd í landinu eftir á. Bandaríkin stjórnuðu á Kúbu til ársins 1902, þegar landið varð sjálfstætt, en komu í gegn stjórnarskrá sem gaf Bandaríkjunum mikil völd yfir efnahags- og utanríkisstefnu Kúbu. Á árunum eftir sjálfstæði var landinu stýrt af misjafnlega lýðræðislegum og spilltum stjórnum og ríkti mikill óstöðugleiki í samfélaginu. Fidel Castro tók við völdum árið 1959 með vopnaðri byltingu sem gerði Kúbu að kommúnísku eins flokks ríki. Castro kom á róttækri efnahagsáætlun með miklum þjóðernisumbótum. Þetta leiddi til átaka á milli Kúbu og Bandaríkjanna. Sambandið versnaði þegar Castro fékk efnahagslega aðstoð og hóf að eiga viðskipti við Sovétríkin. Árið 1962 komu Bandaríkin á ströngu viðskiptabanni sem gildir enn.

Vistfræðileg fótspor

1 0

1,1

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Kúba ville vi trenge 1,1 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Kúba er sósíalískt eins flokks ríki með áætlunarbúskap. Kommúnistaflokkurinn er eini leyfði flokkurinn. Þingið er æðsta ákvörðunarvald landsins og löggjafarvald, en í reynd hefur það aldrei hafnað lagafrumvarpi frá ríkisstjórninnni. Forsetinn, Fidel Castro, hefur verið við völd á Kúbu frá árinu 1959, en varð þó að draga sig tímabundið í hlé sem forseti vegna veikinda árið 2006. Árið 2008 gaf hann opinberlega út þá yfirlýsingu að hann myndi ekki snúa til baka í forsetastólinn. Bróðir hans, Raúl Castro, tók þá við stjórn landsins. Sambandið við Bandaríkin setur svip sinn á kúbönsk stjórnmál og samfélag, þó sérstaklega eftir að viðskiptabannið var sett á. Á Kúbu er ríkisrekið velferðarkerfi. Skólasókn í grunnskóla er skylda og öll menntun er ókeypis. Velferðarkerfið felur í sér heilsu- og slysatryggingar, fæðingarorlof og eftirlaun. Heilbrigðisgeirinn er vel uppbyggður og þjónustan ókeypis fyrir sjúklinga. Aðgangur að læknum er góður en skortur hefur verið á lyfjum vegna viðskiptabannsins. Nú er aðgangur að lyfjum betri vegna þess að landið hefur þróað sinn eigin lyfjaiðnað. Stjórnvöld á Kúbu hafa verið gagnrýnd fyrir að vera ólýðræðisleg og brjóta mannréttindi með því að vakta, fangelsa og taka af lífi pólitíska mótmælendur.

Lífskjör

15

81 av 188

Kúba er nummer 81 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Mikilvægasta tekjulind Kúbu alla tuttugustu öldina var útflutningur sykurs. Undanfarin ár hefur þó dregið verulega úr sykurútflutningnum. Fall kommúnismans og upplausn Sovétríkjanna hafði skelfilegar afleiðingar fyrir efnahag Kúbu. Landið var háð aðstoð og ódýrri olíu frá Sovétríkjunum. Sovétríkin niðurgreiddu einnig kúbverskan sykuriðnað með því að borga meira fyrir sykurinn en nam heimsmarkaðsverði. Þegar efnahagskreppan varð alvarleg kom Castro á hörðu hagræðingarkerfi. Vörur eins og til að mynda kjöt, smjör, egg og ostur voru næstum ófáanlegar og biðraðirnar voru langar. Frá árinu 1989 til 1994 féll verg landsframleiðsla Kúbu um 34 prósent. Það var ekki fyrr en um miðjan tíunda áratuginn að efnahagurinn tók að batna. Erlendir gjaldmiðlar voru leyfðir og opnað var fyrir fjárfestingar einstaklinga og erlendar fjárfestingar. Tóbak frá Kúbu og kúbanskir vindlar er álitið meðal þess besta í heimi. Ferðaþjónustan hefur eflst og landið hefur yfir að ráða stærstu nikkelbirgðum heims. Samstarf og viðskipti við Suður-Ameríku og Evrópusambandið hafa aukist og landið kaupir ódýra olíu af Venesúela. Landið hefur einnig viðskipti við Kína.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Kúba fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

11 194 449

Fólksfjöldi Kúba

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 4

1,5

Fæðingartíðni Kúba

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5

5

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Kúba

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

Engar tölur fáanlegar
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Kúba

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Engar tölur fáanlegar
Hlutfall vannærðra íbúa Kúba

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 1

2,15

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Kúba

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Kúba

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Kúba

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

3

0,303

GII-vísitala Kúba

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10

9,97

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Kúba

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

Engar tölur fáanlegar
fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Kúba

Jobb