[[suggestion]]
Líbía
 

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

23 375 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Líbía er mitt á hásléttu Norður-Afríku, löngu fjalllendi sem nær frá Atlantshafinu að Rauðahafinu. Í landinu miðju eru fjallgarðar sem ná allt að 3500 metra hæð yfir sjávarmáli. Landið er þurrt og hrjóstrugt með langar sandsléttur þar sem enginn gróður vex og ekkert fólk býr. Í miðju landinu er eyðimerkurloftslag, lítil sem engin rigning og miklar hitasveiflur. Líbía er fámenn og strjálbýl, byggð er á örfáum eyðimerkurvinjum. Meðfram vesturströndinni er  þéttbýlla, þar er gott ræktarland og flestar stærstu borgirnar eru þar. Austur af Sidra-flóanum er láglent, þar er einnig þéttbýlt. Þrátt fyrir að landshlutar séu mjög ólíkir eru þurrkar stórt vandamál í allri Líbíu. Á eyðimerkursvæðunum geta liðið ár á milli skúra, en á strandlengjunni er mesta úrkoma á ári um það bil 400-500 mm. Til samanburðar er meðalúrkoma á Íslandi 1420 mm á ári. Stærstu umhverfisvandamál Líbíu orsakast af loftslagi og jarðeyðingu, vegna lélegs jarðvegs og illa skipulagðs landbúnaðar.

Saga

 Rómverjar sigruðu Fönikíumenn árið 69 f. Kr. og tóku þá yfir strandsvæði Líbíu. Landið var rómverskt umráðasvæði fram á 5. öld, en þá hófst hið langa fall Rómarveldis. Á miðri 7. öld varð Líbía hluti af arabíska ríkinu, sem innleiddi þá Íslam og arabíska menningu og tungumál. Líbísku yfirráðasvæðin voru undir yfirráðum margra arabískra fursta næstu aldirnar. Þegar Ottoman heimsveldið tók yfir stjórn Líbíu á 16. öld, var landið látið undir stjórn málaliða og voru hafnir landins notaðar af sjóræningjum Ottoman heimsveldisins. Ottoman heimsveldið tapaði yfirráðasvæðum sínum á 19. öld og 1911 réðust Ítalir inní landið og tóku við stjórninni þar. Í kjölfarið fluttust mörg þúsund Ítalir til landsins og ráðist var í miklar vegaframkvæmdir og iðnaðaruppbyggingu. Breskar hersveitir réðust svo inn í landið í seinni heimsstyrjöldinni. Loks árið 1951 varð Líbía sjálfstætt ríki, eitt af þeim fyrstu í Afríku. Stjórnin sem tók við átti í miklum vandræðum vegna fátæktar og vanþróunar og þurfti landið því að reiða sig á utanaðkomandi aðstoð allt þangað til að olía fannst í landinu árið 1959. Muammar al Gaddafi herforingi tók yfir stjórn landsins árið 1969. Hann vildi byggja upp nýtt stjórnmála- og félagskerfi frá grunni.

Í stjórnartíð Gaddafi var líbískum stjórnmálum algjörlega stjórnað af honum, en hann bjó til einstakan íslamskan-sósíalisma sem hefur kallast „hin þriðja algilda kenning“. Kerfið samanstóð af mörgum nefndum sem náðu frá landsbyggðinni, borgunum og upp að byltingarráðinu, en þar sátu þeir sem stjórnuðu valdatökunni árið 1969. Kosningar voru bannaðar en lýðræðinu framfylgt með því að fólk gat sagt sínar skoðanir í nefndunum. Í raun og veru var það þó Gaddafi sjálfur og fjölskylda hans sem hafði öll völd. Frá 1970-1999 var Líbía einn af stærstu óvinum vestrænna landa. Gaddafi studdi allt frá palestínsku frelsishreyfingunni, írska lýðveldishernum og stríðsrekstur Írans gegn Írak og voru það líbískir hryðjuverkamenn sem sprengdu upp flugvél fyrir ofan Lockerbie í Skotlandi. Þetta leiddi meðal annars til þess að SÞ samþykktu miklar efnahagslegar hömlur og refsiaðgerðir gagnvart Líbíu sem varð sífellt einangraðra á alþjóðavettvangi.  Frá árinu 1999 urðu töluverðar breytingar á stjórn Gaddafi sem opnaði í auknum mæli landið fyrir vestrænum áhrifum og stöðvaði þróun og framleiðslu gjöreyðingavopna. Eftir margar tilraunir til að stofna samband með öðrum arabískum ríkjum sneri Gaddafi  sér til suðurs að sunnanverðri Afríku og var síðustu árin til dæmis mjög virkur í Afríkusambandinu.

Árið 2011 brutust út mikil mótmæli í Líbíu.  Í vesturhluta landsins, þar sem stjórn Gaddafi var sterkust, voru þau fljótt bæld niður en í austurhluta landsins bættist sífellt í hóp mótmælenda.  Meðal annars lagði stór hópur hermanna Gaddafi niður störf og sameinaðist mótmælendum, enn með hervopn í höndunum.  Í Benghazi stefndi í stórtæk átök milli hervæddra mótmælenda og herliðs Gaddafi.  Samþykkti þá öryggisráð SÞ að senda öryggissveitir til Líbíu til þess að vernda almenna borgara. NATO og önnur arabaríki sendu herlið til Líbíu og náðu fljótt að steypa Gaddafi af stóli.  Gaddafi sjálfur féll í átökunum.  Frá árinu 2011 hafa fjöldamargir hópar sóst eftir völdum í Líbíu og er þar töluverð ringulreið í stjórnmálum og hætta á áframhaldandi átökum.  

Vistfræðileg fótspor

1 9

2,0

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Líbía ville vi trenge 2,0 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Þrátt fyrir miklar olíutekjur hefur landið þurft að glíma við mikil vandamál. Atvinnuleysi er mikið og þá sérstaklega meðal ungmenna. Ólíkt öðrum löndum í Afríku er HIV og eyðni ekki stórt vandamál í landinu og njóta íbúarnir góðs af lífsgæðum sem eru talsvert betri en í nágrannalöndunum.

Lífskjör

14

102 av 188

Líbía er nummer 102 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

 Samanborið við önnur ríki í Afríku, er efnahagur Líbíu nokkuð traustur, en þar má finna eina hæstu þjóðarframleiðslu álfunnar. Þegar landið var einangrað frá umheiminum, stöðvaðist efnahagsleg uppbygging vegna reglugerða og banna frá Bandaríkjunum og Sameinuðu þjóðunum, mikilli spillingu og fjárfestingum í framleiðslu gjöreyðingarvopna. Á seinustu árum hefur vöxtur í landinu verið jafn, en efnahagurinn fylgir þó sveiflum á heimsmarkaðsverði á olíu, sem gerir stjórnvöldum erfitt fyrir að gera áætlanir fram í tímann. Allt að 95% efnahagsins byggist á olíu, en aðeins lítill hluti af þeim tekjum rennur til íbúanna. Mikið af því vinnuafli sem knýr olíuvinnsluna áfram er utanaðkomandi og tekjurnar af henni skila sér því ekki í ríkissjóð. Landbúnaður er önnur mikilvægasta atvinnugrein Líbíu. Þrátt fyrir það þurfa Líbíumenn að treysta á matvælainnflutning þar sem að í landinu er aðeins framleiddur einn fjórði af þeim mat sem þegnarnir þurfa. Atvinnuleysi og takmarkað samband milli menntakerfis og atvinnumarkaðs veldur stöðnun á einsleitum efnahagi. Nýsköpun hefur ekki borið tilætluð áhrif.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Líbía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

6 888 388

Fólksfjöldi Líbía

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 2 3

2,4

Fæðingartíðni Líbía

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11

11

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Líbía

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

6

23 375

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Líbía

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Engar tölur fáanlegar
Hlutfall vannærðra íbúa Líbía

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 3 4 5 6 6

6,68

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Líbía

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Líbía

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Líbía

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 7 7 9 10

7,65

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Líbía

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

Engar tölur fáanlegar
fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Líbía

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

3

0,259

GII-vísitala Líbía

Jobb