[[suggestion]]
Malaví
 

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

1 732 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Malaví er landlukt land í Suðaustur-Afríku. Meirihluti landsins er 1000 - 1500 metrum yfir sjávarmáli og að mestu háslétta og fjöll. Rift-dalurinn, sem þekur mikið landsvæði í Austur-Afríku liggur þvert í gegnum Malaví frá norðri til suðurs, en í dalnum er stórt stöðuvatn sem nefnist Malavívatn og er þriðja stærsta stöðuvatn í Afríku. Malavívatn nær yfir 20% af flatarmáli landsins. Á láglendinu eru friðlönd villtra dýra með um tvö hundruð tegundir spendýra. Um það bil 82% af íbúum Malaví stunda landbúnað. Þurrkar og flóð ógna samt sem áður atvinnuveginum. Skógeyðing er stórt umhverfisvandamál í Malaví. Fiskistofnum í Malavívatni stendur ógn af mengun, ofveiðum og lækkandi yfirborði vatnsins.

Saga

Á 19. öld ráku arabískir kaupmenn viðamikla þrælasölu með Malavíbúa. Árið 1859 kom David Livingstone, skoskur landkönnuður og trúboði, til Malaví og vildi hann að öllum þrælaviðskiptum yrði hætt.

Á eftir honum komu svo breskir trúboðar, sem boðuðu kristna trú og árið 1891 varð Malaví að breskri nýlendu. Bretar skýrðu landið Nyasaland en Nyasa þýðir stöðuvatn á Yao-máli. Þegar landið fékk sjálfstæði árið 1964 fékk það nafnið Malaví. Með tilkomu sjálfstæðis leið konungsveldið undir lok og einsflokksríki, með Hastings Banda sem forseta, varð til. Íhaldssamir stjórnarhættir Banda mættu mikilli andstöðu. Árið 1971 var hann skipaður forseti landsins til æviloka. Við það urðu mótmælin í landinu háværari og árið 1992 fékk fólkið loks að kjósa um hvort taka ætti upp lýðræðislegt stjórnkerfi eða halda áfram með einsflokkskerfið. Lýðræðislegt stjórnkerfi hlaut mikinn meirihluta atkvæða og voru því haldnar almennar kosningar tveimur árum síðar. Þá kaus fólkið sé nýjan forseta, Bakili Muluzi.

Vistfræðileg fótspor

4

0,5

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Malaví ville vi trenge 0,5 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Núverandi forseti Malaví, Bingu wa Mutharika, vann umdeildar forsestakosningar árið 2004. Hann klauf sig frá flokki forvera síns og stofnaði nýjan flokk að nafni Democratic Progressive Party, eða Lýðræðislegi framfaraflokkurinn. Hann situr nú sitt annað kjörtímabil sem forseti Malaví, en helstu markmið hans eru að vinna að efnahagslegum framförum og að berjast gegn spillingunni sem hafði aukist í valdatíð Banda. Síðan að hann tók við embætti hafa margir stjórnmálamenn verið handteknir og ákærðir fyrir spillingu. Árið 2009 var fyrrverandi forseti landsins, Bakili Muluzi, ákærður fyrir meira en áttatíu spillingartilvik.

Meðallífslíkur í Malaví eru 52 ár fyrir karla og 54 ár fyrir konur, en barnadauði er einnig mikill. Ástæður þess eru margvíslegar, svo sem einhæft mataræði og takmarkaður aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Mörg börn eru munaðarlaus, en helsta ástæða þess er alnæmi. Þrátt fyrir að vinna barna sé bönnuð með lögum vinna mörg börn í landbúnaði.

Lífskjör

10

166 av 188

Malaví er nummer 166 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Eftir að lýðræði komst á hefur efnahagskerfið einnig verið endurbætt. Mikið hefur dregið úr umfangsmiklu eignarhaldi ríkisins og miklum afskiptum þess af atvinnulífi í landinu. Í valdatíð Mutharika hefur uppgangur í efnahagslífinu náð nýjum hæðum. Matvælaframleiðsla landsins hefur farið fram úr þörfum og hefur útflutningur aukist umtalsvert, þökk sé niðurgreiðslukerfi forsetans á sáðkorni og áburði.

Malaví er fyrst og fremst landbúnaðarland og eitt af fáum löndum Afríku sem er sjálfbært hvað varðar matvælaframleiðslu. Atvinnulífið, og þar með efnahagslífið, er samt sem áður viðkvæmt fyrir loftlagsbreytingum, brottfalli vinnuafls og verðsveiflum á útflutningsvörum. Ræktun tóbaks skapar meira en helming af útflutningstekjum landsins. Aðrar útflutningsvörur eru sykur, te og kaffi. Malavívatnið gefur þjóðinni umtalsverð fiskimið og laðar að sér ferðamenn.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Malaví fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

20 931 751

Fólksfjöldi Malaví

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 2 3 7

3,8

Fæðingartíðni Malaví

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27 28 29 30
31 32 33 34 35 36 37 38 39 40
41 42

42

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Malaví

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

1

1 732

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Malaví

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

1 7 3 4 5
6 7 8 9 10

1,7

Hlutfall vannærðra íbúa Malaví

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

0

0,08

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Malaví

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Malaví

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

1 8 3 4 5
6 7 8 9 10

1,8

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Malaví

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 8 8 9 10

6,81

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Malaví

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10

9,57

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Malaví

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

6

0,554

GII-vísitala Malaví

Jobb