[[suggestion]]
Papúa Nýja-Gínea
 

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

4 447 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Landið samanstendur af hundruðum eyja með fjölbreytilegt landslag. Stærsta eyjan sem nefnist Papúa, er þakin þéttum skógi sem skiptist í tvennt af brattri fjallakeðju sem liggur þvert yfir eyjuna. Meirihlutinn af smærri eyjunum eru eldstöðvar sem standa upp úr hafinu og hafa litla sem enga strandlengju eða skógvöxt. Papúa Nýja-Gínea er staðsett ofan á Eldhringnum svokallaða, en það er keðja af virkum eldstöðvum sem liggja í þessum hluta Kyrrahafsins. Vegna staðsetningarinnar er mikið um jarðskjálftavirkni á svæðinu og eru  minniháttar fljóðbylgjur einnig tíðar. Þar sem landslag á Papúa Nýju-Gíneu er fjölbreytt er veðurfarið og loftslagið það líka. Í regnskóginum rignir mikið og hitastig er hátt, en í fjöllunum sem rísa allt að 4000 metra yfir sjávarmál eru hitastigsbreytingar meiri og þar snjóar með reglulegu millibili. Dýralífið er eitt af því fjölbreyttasta sem fyrirfinnst í heiminum. Þar má finna mörg áströlsk dýr vegna einskonar brúar sem einu sinni lá á milli Asíu og Eyjaálfu. Skógunum stendur ógn af óhömdu skógarhöggi. Ef skógeyðingin heldur áfram með þessum hraða verður helmingur skóglendisins sem var til staðar á eyjunni árið 1975 farin árið 2021. Jarðeyðing og mengun drykkjarvatns eru önnur umhverfisvandamál sem rekja má til skógeyðingarinnar. 

Saga

Papúa Nýja-Gínea var numin af fólki frá asíska meginlandinu fyrir mörg þúsund árum síðan. Föst byggð á svæðinu hófst líklega fyrir um 8.000 árum, en þá urðu til mörg lítil og dreifð smásamfélög inni í þröngu fjalladölunum sem finna má við rætur fjallgarðsins sem skiptir landinu í tvennt. Fyrstu Evrópumennirnir komu á svæðið á 16. öld og hófust þá viðskipti við þá innfæddu. Á öldunum sem á eftir komu skiptust Spánverjar, Hollendingar, Þjóðverjar og Englendingar á því að stjórna svæðinu. Þjóðabandalagið lét svo yfirráð svæðisins í hendur Ástrala eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð landið ekki að fullu sjálfstætt fyrr en árið 1975. Fyrstu árin eftir að landið fékk sjálfstæði voru nokkuð róleg, þrátt fyrir tíð stjórnarskipti. Eftir 1980 fór þó að bera á aukinni spennu á eyjunni Bougainville, sem vildi fá sjálfstæði frá Papúa Nýju-Gíneu. Stríð braust út á milli stjórnvalda og aðskilnaðarsinna sem varði frá 1990 -1997. Stríðið jók á innri óstöðugleika landsins og veikti efnahaginn, en hann stóð ekki vel til að byrja með. Árið 1997 var friðarsáttmáli loks undirritaður. Bougainville fékk þá heimastjórn og er ástandið í dag nokkuð stöðugt.

Vistfræðileg fótspor

1 0

1,0

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Papúa Nýja-Gínea ville vi trenge 1,0 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Formlegur þjóðhöfðingi Papúa Nýju-Gíneu er í raun og veru Elísabet II Englandsdrotting, en forsætisráðherra landsins fer þó með öll raunveruleg völd. Forsætisráðherrann er kosinn af þinginu. Stjórnmál í landinu eru mjög persónubundin og einkennast af losaralegum bandalögum, en ríkisstjórn sem hefur hreinan meirihluta innan þingsins hefur ekki enn verið mynduð síðan landið varð sjálfstætt árið 1975.

Landslag Papúa Nýju-Gíneu er mjög óaðgengilegt vegna fjallgarðarins sem gengur í gegnum landið. Það gerir það að verkum að fjölbreytileikinn er mikill. Yfir 800 tungumál eru töluð í landinu og er dýra- og plönturíkið mjög fjölbreytt. Þessi óaðgengilegheit hafa einnig sína ókosti.

Papúa Nýja-Gínea er eitt vanþróaðasta land Asíu og meira en þriðjungur fólksins lifir á sama hátt og þau gerðu fyrir fleiri þúsundum ára síðan – í ættbálkasamfélögum sem eru algjörlega einangruð frá umheiminum. Aðeins örfáir vegir eru malbikaðir í landinu og stór svæði þess er aðeins hægt að nálgast með þyrlum eða flugvélum. Menntunarstigið er mjög lágt og glæpatíðni er há. Á seinustu árum hefur HIV/eyðni-faraldurinn dreift sér um landið og er það nú meðal þeirra landa í Asíu þar sem að tíðni sjúkdómsins er hvað hæst.

Lífskjör

11

154 av 188

Papúa Nýja-Gínea er nummer 154 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Í Papúa Nýju-Gíneu má finna hinu ýmsu málma og aðrar náttúruauðlindir, en þéttur regnskógur og brattar fjallshlíðar gera það að verkum að erfitt er að vinna úr þessum auðlindum. Landbúnaður er stærsti atvinnuvegur landsins, en meira en 70% íbúa vinna við ýmiskonar landbúnaðarstörf. Á minni plantekrum er ræktað kaffi, kakó og bómull til útflutnings og þurfa landsmenn að treysta á innflutning til að sjá sér fyrir matvöru.

Skógarhögg, fiskveiðar og málmvinnsla eru stærstu atvinnugreinarnar, en þær eru reknar af erlendum fyrirtækjum sem flytja allan ágóða úr landi. Árið 1997 varð Papúa Nýja-Gínea fyrir miklum þurrkum vegna veðurfyrirbærisins El-Nino, en eftir þátttöku í verkefnum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans hefur efnahagur landins náð að rétta sig við. Landið er háð alþjóðlegri þróunaraðstoð.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Papúa Nýja-Gínea fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

10 329 931

Fólksfjöldi Papúa Nýja-Gínea

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 2 3 0

3,1

Fæðingartíðni Papúa Nýja-Gínea

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27 28 29 30
31 32 33 34 35 36 37 38 39 40
41 42 43

43

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Papúa Nýja-Gínea

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

2

4 447

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Papúa Nýja-Gínea

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

1 2 5 4 5
6 7 8 9 10

2,5

Hlutfall vannærðra íbúa Papúa Nýja-Gínea

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

5

0,56

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Papúa Nýja-Gínea

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Papúa Nýja-Gínea

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Papúa Nýja-Gínea

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 2 8 9 10

6,16

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Papúa Nýja-Gínea

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10

10,32

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Papúa Nýja-Gínea

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

7

0,725

GII-vísitala Papúa Nýja-Gínea

Jobb