[[suggestion]]
Qatar
 

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Doha

Þjódernishópar

Arabar 40%, indíánar 18%, Pakistanar 18%, Íranar 14%, aðrir 14%

Tungumál

Arabíska (opinbert), enska

Trúarbrögð

Múslímar 77,5%, kristnir 8,5%, aðrir 14% (2004)

Sjtórnarform

Emírsveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

102 018 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Stærstur hluti landsins er eyðimörk, sem hentar illa til landbúnaðar án áveitu. Landið er tiltölulega flatt, hæsti punktur þess er í einungis 105 metra hæð yfir sjávarmáli. Á sumrin getur hitastig farið upp í 50°C, á meðan það er í kringum 20°C á veturna. Lítil úrkoma er í landinu, en mikill raki vegna uppgufunar úr Persaflóanum. Fjölmörg umhverfisvandamál eru í Qatar, loftmengun og súrt regn, sem hafa verið mikil frá lokum Persaflóastríðsins í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Einnig hefur losun frá olíuiðnaði mengað grunnvatnið á meðan jörðin liggur undir skemmdum vegna áburðar og gerviefna.

Saga

Fyrstu merki um byggð í Qatar fundust árið 4000 f.Kr., en í sögulegu samhengi gegndi landið ekki mikilvægu hlutverki. Á 18. öld lagði Bedúína-ættbálkurinn Khalifa undir sig bæði Bahrain og Qatar. Thani-fjölskyldan sem er við völd í dag komst til valda með hjálp Breta árið 1867 vegna valdabaráttu innan Khalifaættbálksins og var landið útnefnt breskt verndarsvæði árið 1916. Ætlunin var að Qatar skyldi verða hluti af Sameinuðu arabísku furstadæmunum en Thani-fjölskyldan var ekki sammála kröfum hinna landanna um aðild og árið 1971 varð Qatar sjálfstætt ríki. Eftir sjálfstæði áttu sér stað átök innan valdafjölskyldunnar um hlutverk leiðtoga og emírs. Frá 1995 hefur stjórnunin verið stöðug og mikilvæg stjórnmálaleg og efnahagsleg nútímavæðing hefur átt sér stað í landinu.

Vistfræðileg fótspor

1 2 3 4 5 6 7 8 4

8,5

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Qatar ville vi trenge 8,5 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Samkvæmt stjórnarskrá Qatar frá árinu 1970 fer emírinn með völd í landinu en tekur allar stórar ákvarðanir í samráði við aðra meðlimi Thani-fjölskyldunnar. Venjubundnar ákvarðanir eru teknar af ríkisstjórninni, en meðlimir hennar eru útnefndir af emírnum. Næstum allir meðlimir í ríkisstjórn eru skyldir emírnum eða eru stuðningsmenn stjórnarfjölskyldunnar. Stjórnunarstíll emírsins er einræðislegur, en samtímis hefur velferð íbúa landsins verið forgangsatriði og aðrar áhrifamiklar fjölskyldur halda þess vegna tryggð við sitjandi stjórn. Einungis einn fimmti hluti íbúa landsins er fæddur í Qatar, en flestir íbúarnir eru erlendir, frá Indlandi, Íran eða Norður-Afríku og koma til landsins tímabundið til að vinna. Emírinn vill nútímavæða stjórnmálakerfi landsins og hefur komið á fót nefnd sem á að vinna að nýrri og lýðræðislegri stjórnarskrá. Konur fengu nýlega kosningarétt og í landinu eru höfuðstöðvar arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera sem fjármögnuð er af Qatar. Emírinn útnefnir dómara landsins og þar er að auki sharia-dómstóll sem dæmir í samræmi við íslamska trú.

Lífskjör

17

42 av 188

Qatar er nummer 42 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Áður en olía fannst í byrjun fimmta áratugarins var Qatar eitt af fátækustu svæðum Mið-Austurlanda. Olían gjörbreytti efnahag landsins og Qatar er í dag eitt af ríkustu löndum heims. Mjög góð lífskjör eru í landinu. Tiltölulega lítið er framleitt af hráolíu, en í Qatar er mikið af náttúrugasi. Lögð er áhersla á olíu- og gasiðnað og er landið mjög háð tekjum af því. Nánast enginn landbúnaður er í Qatar, en unnið er að því að þróa einkageirann. Til að mynda var stofnaður tækni- og vísindagarður í Qatar árið 2004. Markmiðið er að draga að bæði erlend og innlend fyrirtæki. Mikilvægustu viðskiptafélagar Qatars eru Japan, Kórea, Singapore, Bandaríkin, Evrópusambandið, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Samgöngur hafa, líkt og aðrir þættir samfélagsins, verið nútímavæddar og eru í dag góðar í Qatar.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Qatar fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

2 716 391

Fólksfjöldi Qatar

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 7

1,8

Fæðingartíðni Qatar

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5

5

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Qatar

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

Engar tölur fáanlegar

102 018

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Qatar

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Engar tölur fáanlegar
Hlutfall vannærðra íbúa Qatar

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 7

32,76

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Qatar

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Qatar

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

1 2 3 4 5
6 7 8 9 6

9,6

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Qatar

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 7 8 9 3

9,35

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Qatar

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10
11 12 13

12,83

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Qatar

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

2

0,220

GII-vísitala Qatar

Jobb