[[suggestion]]
Serbía
 

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

23 911 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Landfræðilega séð má skipta Serbíu í tvo hluta, annars vegar láglendið í norðri og hins vegar hálendið í suðri. Hálendið er framhald af fjalllendinu sunnan Alpafjalla og austan af Karpata- og Balkanskaga-fjöllunum. Hæsta fjallið er Daravica, en það rís 2656 metra yfir sjávarmáli. Á láglendinu við Dóná eru grösugar sléttur. Í fjallshlíðunum vaxa skógar, en þar vaxa og dafna meðal annars hlynur og kastaníu-, beyki-, og eikartré í bland við sýprustré og „aleppo“-furu. Þegar kemur að útjaðri trjálínu í um 2000 metra hæð samanstendur skógurinn að mestu leyti af greni, sitkagreni og furu. Víðs vegar í Serbíu eru jarðskjálftasvæði. Sá hluti landsins sem er mikilvægastur fyrir efnhagslífið er sléttlendið í kringum árnar Dóná, Tísa og Sava. Í norðri er meginlandsloftslag, þar sem vetur geta orðið kaldir og sumrin eru oftast hlý og rök með miklu regni. Fyrir miðju landsins er miðjarðarhafsloftslag, þar eru sumrin hlý og þurr, en veturnir kaldari og snjóþungir.

Loftmengun hrjáir helst stóra iðnaðarbæi líkt og Beograd og er eitt af helstu umhverfisvandamálum Serba. Þó má einnig nefna mengun vatns af völdum iðnaðarúrgangs sem varpað er í vötn og ár.

Saga

Búseta á svæðinu hófst fyrir átta þúsund árum. Það varð síðar hluti af Rómverska heimsveldinu og frá og með 7. öld hófst þar búseta Slava. Serbar tóku kristna trú frá Austrómverska keisaradæminu og tóku síðan upp kristinn rétttrúnað í lok 9. aldar. Stórfenglegar kirkjur og klaustur bera vitni um blómaskeið serbneskrar menningar á 13. og 14. öld. Eftir það fór að halla undan fæti, ríkið leystist upp og Serbía var lögð undir stjórn Tyrkja í fimm hundruð ár. Á því tímabili var mikilfengleika blómaskeiðsins oft minnst og það lofsungið og hafið upp til skýjanna.

Árið 1830 varð Serbía svo að sjálfstjórnarfurstadæmi undir yfirstjórn Tyrkja. Síðan þá hafa Serbar haft það að markmiði að sameina alla Serba í einu stóru serbnesku ríki. Þetta markmið leiddi til átaka og stríðs á 19. öld, þar sem Serbar lögðu undir sig stór svæði, þangað til að þeir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir austurríska keisaradæminu í fyrri heimsstyrjöldinni.

Árið 1918 var svo stofnað suður-slavneskt ríki, Júgóslavía, en þar gengdi Serbía leiðandi hlutverki. Sambandsríkið leystist upp árið 1992 þegar Slóvenía, Króatía, Bosnía- Hersegóvína og Makedónía lýstu yfir sjálfstæði og upp úr því hófust mikil átök á Balkanskaga á 9. áratug síðustu aldar. Serbía og Svartfjallaland voru þá einu löndin sem eftir voru í júgóslavneska samstarfinu og árið 2003 tóku þau upp nafnið “Serbía og Svartfjallaland” þar til það samstarf endaði þremur árum síðar.

Vistfræðileg fótspor

1 7

1,8

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Serbía ville vi trenge 1,8 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Árið 1989 var Slobodan Milošević kosinn forseti, en hann var öfgaþjóðernissinni og stefndi að því að sameina alla Serba í eitt stórt serbneskt ríki. Aðgerðir Milošević leiddu til mikilla hörmunga fyrir Balkanskagalöndin. Sameiningin var þvinguð í gegn með hervaldi og var Júgóslavía í kjölfarið útilokuð úr Sameinuðu þjóðunum. Í kjölfarið varð algjör upplausn Júgóslavíu, sem var blóði drifin.

Árið 1998 voru fjöldamorð framin í Kósóvó, en Kósóvó var þá hérað innan Serbíu. Fjöldamorðin leiddu til þess að NATO hóf loftárásir á Serbíu og héldu þær áfram þangað til Serbar drógu sig til baka. Andstaðan við Milošević jókst hratt í lok 10. áratugar síðustu aldar og árið 2000 unnu andstæðingar hans kosningarnar. Milošević lét þó ekki af völdum, en hann var þvingaður af stóli af almenningi í landinu sem naut fulltingis hersins og lögreglunnar. Síðan þá hafa málin þróast til hins betra, hægt en örugglega, en landið var nánast rústir einar eftir 13 ára stríð og stjórnleysi.

Árið 2001 var Milošević handtekinn og ákærður fyrir spillingu og valdamisnotkun. Hann sat í fangelsi í Haag, en réttarhöldunum yfir honum var ekki lokið þegar hann lést árið 2006. Aðrir serbneskir leiðtogar, meðal annars Radovan Karadzic, hafa verið handteknir á síðustu árum og ákærðir fyrir glæpi gegn mannkyninu, fjöldamorð, nauðganir, misþyrmingar, rán og þjóðarmorð.    

Árið 2008 lýsti Kósóvó yfir sjálfstæði, en Serbar mótmæltu því og sögðu það stríða gegn stjórnarskránni. Alþjóðadómstólinn samþykkti þó sjálfstæði Kósóvó árið 2010.

Lífskjör

16

63 av 188

Serbía er nummer 63 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Stríðið á 10. áratugnum og loftárásir NATO árið 1999 gerðu það að verkum að efnahagur Serbíu var í molum. Þegar andstæðingar Milošević unnu kosningarnar árið 2000, skildi Milošević eftir sig rústir einar og hagkerfi sem var aðeins um helmingur þess sem það hafði verið árið 1990. Frá því að Milošević fór frá völdum hafa verið gerðar miklar umbætur, stöðugleika hefur verið komið á ásamt veikum hagvexti. Einkavæðing hefur aukist og einnig hefur erlendum fjárfestum fjölgað. Serbar standa þó enn frammi fyrir miklum efnahagslegum áskorunum. Atvinnuleysi er hátt, skortur er á fólki með nægilega þekkingu og menntun, tækniframþróun er hæg, iðnaður er óhagkvæmur og fjárfestingar í landinu eru ekki nægar.

Serbar vinna að því að fá aðild að ESB og gerðu þeir verslunarsamning við Evrópusambandið árið 2010. Þeir stefna einnig á að fá aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Mikill munur er á lífsgæðum á landsbyggðinni og í borgum landsins. Fátækt er mest á landsbyggðinni í Suður- og Suðaustur-Serbíu. Hagvöxtur var 1.7% árið 2010 og útflutningur jókst um 16%.

 Serbía er í 60. sæti af 169 á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Serbía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

7 149 077

Fólksfjöldi Serbía

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 4

1,5

Fæðingartíðni Serbía

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6

6

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Serbía

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

6

23 911

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Serbía

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

4 2 3 4 5
6 7 8 9 10

0,4

Hlutfall vannærðra íbúa Serbía

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 3 4 5 6 6

6,71

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Serbía

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Serbía

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

1 2 3 4 5
6 7 5 9 10

7,5

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Serbía

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 7 8 9 9

9,95

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Serbía

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10
11 12 13

13,32

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Serbía

Jobb

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

1

0,131

GII-vísitala Serbía