[[suggestion]]
Suður- Súdan
 

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Juba

Þjódernishópar

Dinka, Nuer, Kakwa, Bari, Azande, Shilluk, Kuku, Murle, Mandari, Didinga, Ndogo, Bviri, Lndi, Anuak, Bongo, Lango, Dungotona, Acholi

Tungumál

Enska (opinbert), arabíska (þ.mt. Juba og súdönsk afbrigði –opinbert) +svæðisbundin tungumál

Trúarbrögð

Hefðbundin trúarbrögð, kristnir

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

1 182 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Suður-Súdan er næstum því tvisvar sinnum stærra en Noregur að flatarmáli. Landslagið rís úr lágum sléttum og gresjum í norðri, hæðum og fjöllum í vestri að landamærum Úganda og Kenýa. Hæstu fjöllin eru yfir 3000 metrar á hæð og liggja við landamæri Úganda. Fjöldi af ám rennur frá fjöllunum til norðurs og suðurs í átt að einu stærsta votlendi í heimi og hinu ófæra Sudd fenjasvæði. Þaðan rennur vatnið sem hluti af Hvítu Níl (e.White Nile) í Norður-Súdan.

15% af Suður-Súdan er friðað náttúruverndarsvæði, Sudd er stærsta svæðið með yfir 400 fuglategundir og 100 mismunandir tegundir fiska. Fjallagarðarnir sem liggja við landamæri Úganda hafa suðrænt loftslag, þétta skóga og mikið dýralíf. Á undanförnum árum hafa undraverðir dýraflutningar verið kortlagðir í Suður-Súdan, slík kortlagning þekkist aðeins í þekktari náttúruverndarsvæðum eins og Serengeti og Masai Mara í Tansaníu og Kenýa. Fílar, gíraffar og stórar antilópu og gasellu hjarðir ferðast um á milli ólíkra þjóðgarða í Suður-Súdan.

Saga

Suður-Súdan var áður fyrr hluti af Súdan, saga landanna er því tengd í gegnum aldirnar. Þó svo að svæði í núverandi Súdan hafi verið undir stjórn mismunandi konungsríkja, fyrst kristinna og svo múslimskra, hefur Suður-Súdan alltaf verið veikara hernaðarlega og efnahagslega og stjórnað af ættbálkum hirðingja.

Sagan segir að konungsríkin í norðri hafi í gegnum aldirnar sótt bæði þræla og hráefni frá svæðunum í suðri. Á meðan Íslam breiddist smám saman út í norðri til ársins 1000, hafa íbúar Suður-Súdan verið tengd við ýmis náttúrutrúarbrögð. Egyptaland reyndi að yfirtaka bæði Súdan og Suður-Súdan um 1870, en höfðu litla stjórn í suðri. 1882 tók Breska nýlenduveldið við Egyptaland en líkt og Egyptarnir þá höfðu Bretarnir litla formlega stjórn á einangruðu svæðunum í suðri. Víðtækt kristniboð leiddi til útbreiðslu kristni og ensku í Suður-Súdan.

Þegar Súdan fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1956 brutust hratt út átök á milli íbúa í norðri og suðri. Íbúar í suðri vildu meira sjálfstæði, á meðan íbúar í norðri vildu miðstýrða og trúarlega stjórn byggða á Íslam. Afleiðingarnar voru borgarastríð sem varði í 17 ár. Friðarsamkomulag var undirritað árið 1972, en 1983 braust stríðið út aftur því stjórnvöld í norðri vildu innleiða shar´ia (íslömsk lög) í öllu landinu. Stríðið varði til ársins 2005, þegar nýtt friðarsamkomulag var undirritað. Með friðarsamkomulaginu öðlaðist Suður-Súdan ekki fullt sjálfstæði fyrr en 2011, þegar haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð landsins. 98% íbúa Suður-Súdan kusu sjálfstæði og var sjálfstæði landsins lýst yfir 9.júlí 2011.

Vistfræðileg fótspor

8

0,9

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Suður- Súdan ville vi trenge 0,9 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Suður-Súdan samanstendur af íbúum frá meira enn 60 ólíkum þjóðernishópum, Dinka og Nuer eru tveir stærstu hóparnir. Hefðbundin náttúrutrú er ríkjandi, en stór hluti íbúanna líta einnig á sig sem kristna. Löng borgarastyrjöld milli Norður- og Suður-Súdan hafði mikil áhrif á íbúanna. 2.5 milljónir manna létu lífið og 4 milljónir voru á flótta. Enn er mikil spenna í samskiptum við Súdan.

Eftir friðarsamkomulagið 2005 fékk Suður-Súdan sitt eigið þing með höfuðstöðvar í Juba. Nýja þingið þróaði stjórnarskrá, sem var samþykkt af forsetanum í júlí 2011. Landið er skipulagt sem sambandslýðveldi, með kjörinn forseta sem leiðir ríkisstjórn og her. Löggjafarvaldi er skipt í tvær deildir, líkt og í Bandaríkjunum, fulltrúadeild og öldungadeild og eru þingmenn fulltrúar mismunandi ríkja. Salva Kiir Mayardit sem er af Dinka ættflokknum, var kjörinn fyrsti forseti landsins árið 2010. Kiir hefur bakgrunn sem herleiðtogi og eftir sjálfstæði landsins hefur hann tekið þátt í að berjast fyrir lýðræðislegum umbótum og koma á sáttum á landsvísu.

Árið 2013 voru stjórnaraðferðir Kiir hins vegar gagrýndar og hann sakaður um að leiða landið í átt að einræði. Í júlí sama ár sagði hann upp varaforsetanum, Riek Machar, sem tilheyrir næst stærsta ættbálknum, Nuer. Gömul átök milli þessara ólíku þjóðernishópa spruttu upp og í desember 2013 þegar Salva Kiir sakaði sinn fyrrverandi varaforseta um að hafa reynt að fremja valdarán. Þúsundir manna neyddust til að flýja og vöruðu Sameinuðu þjóðirnar við því að landið væri á barmi borgarastyrjaldar.

Lífskjör

7

188 av 188

Suður- Súdan er nummer 188 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Mikil þörf er á uppbyggingu í Suður-Súdan og hefur það mikil áhrif á efnahagsþróun landsins. Efnahagur landsins byggist upp á olíu og þróunaraðstoð. Frá árinu 2005 hefur landið fengið meira en 20 milljarða í þróunaraðstoð, aðallega frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi og Noregi.

Íbúar Suður-Súdan eru að mestu leyti hirðingjar og lifa aðallega á nautgriparækt og landbúnaði. Það er varla neinn þjónustugeiri né iðnaður í landinu. Útflutningur á timbri hefur hins vegar farið vaxandi. Áður en landið fékk sjálfstæði frá Súdan komu ¾ af heildar olíuframleiðslu landsins frá Suður-Súdan. Olían var flutt eftir leiðslum í gegnum Súdan og andvirði hennar skiptist til helminga á milli Norður- og Suður-Súdan. Í friðarsamkomulaginu kemur fram að þetta fyrirkomulag muni halda áfram, en Suður-Súdan telur sig eiga rétt á meiri hlutdeild.

Af því að landið er háð því að útflutningur olíu fari í gegnum Súdan hefur pólitískt samband á milli landanna haft áhrif á efnahagskerfi Suður-Súdan. Árið 2012 leiddi ágreiningur um flutningskostnað til þess að Suður-Súdan stöðvaði alla olíuframleiðslu, helstu tekjulind ríkissjóðsins. Leiddi það til hratt vaxandi verðbólgu. Á undanförnum árum hefur landið skorið niður fjárhagsáætlanir sínar í heilsu- og menntamálum en látið aukið fé renna til varnarmála. 

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Suður- Súdan fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

11 088 796

Fólksfjöldi Suður- Súdan

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 2 3 4 2

4,3

Fæðingartíðni Suður- Súdan

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27 28 29 30
31 32 33 34 35 36 37 38 39 40
41 42 43 44 45 46 47 48 49 50
51 52 53 54 55 56 57 58 59 60
61 62 63 64 65 66 67 68 69 70
71 72 73 74 75 76 77 78 79 80
81 82 83 84 85 86 87 88 89 90
91 92 93 94 95 96 97 98 99

99

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Suður- Súdan

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1

0,16

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Suður- Súdan

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Suður- Súdan

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Suður- Súdan

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 5 5
6 7 8 9 10

3,45

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Suður- Súdan

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5

4,68

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Suður- Súdan

Jobb