[[suggestion]]
Svíþjóð
 

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

59 238 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Svíþjóð er tæpir 450.000 ferkílómetrar að flatarmáli og er því stærsta land Norðurlandanna. Í norðurhluta landsins er landslagið ekki ólíkt því íslenska, þar er mikið um hálendi og fjöll. Í miðhluta landsins eru hins vegar frjósöm svæði meðfram ströndinni og mikil iðnaðarstarfsemi. Í suðri er þéttbýlið mest og landbúnaður mikill. Veðurfar og loftslag er mismunandi eftir landshlutum. Í norðurhluta Svíþjóðar eru veturnir kaldir og snjóþungir en sumrin geta þó verið hlý. Í suðurhluta landsins er verðurfar mildara allt árið, en vegna Golfstraumsins verður ekki jafnkalt í Svíþjóð og í mörgum löndum sem liggja á sömu breiddargráðu.

Saga

Víkingatíminn er stór og mikilvægur hluti af sænskri sögu. Tímabilið varði frá seinni hluta 8. aldar og fram til miðrar 11. aldar. Víkingar frá Norðurlöndunum rændu og rupluðu um alla Evrópu og finna má vegsummerki um þá á ýmsum stöðum, meðal annars í enskri tungu. Fornleifar benda þó til þess að skandinavar hafi einnig stundað viðskipti og ránhernað í Evrópu fyrir 8. öld.

Áður en Svíar öðluðust sjálfstæði var landið sameinað Noregi og Danmörku í Kalmarsambandinu. Árið 1523 sleit Gustav Vasa samvinnunni og endurreisti sænska konungsríkið. Á næstu öldum urðu áhrif Svía á svæðunum í kring sífellt meiri og landið tók yfir landsvæði í nágrenninu. Svíþjóð varð að stórveldi í Evrópu, en það stóð þó ekki lengi yfir, því að með landvinningum sínum eignuðust Svíar fleiri óvini. Rússland varð að stærsta mótherja Svía, en árið 1709 gáfust Svíar upp og Rússland varð að stórveldi. Frá 1814  til 1905 voru Svíþjóð og Noregur sambandsríki undir sameiginlegri stjórn. Svíar voru hlutlausir í báðum heimsstyrjöldunum og hafa reynt að viðhalda hlutleysi sínu. Svíar gengu í Evrópusambandið árið 1995.

Vistfræðileg fótspor

1 2 3 6

3,7

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Svíþjóð ville vi trenge 3,7 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Svíþjóð er þingbundið konungsveldi eins og Danmörk. Karl XVI konungur er þjóðhöfðingi landsins, en hefur þó ekkert raunverulegt vald. Löggjafarvaldið liggur hjá sænska þinginu og framkvæmdarvaldið hjá ríkistjórninni. Stjórnskipulag Svíþjóðar byggist á valdskiptingu sem á að koma í veg fyrir að einhver einn einstaklingur eða eitt stjórnmálaafl geti öðlast of mikið vald og er það svipað skipulag og er á Íslandi. Þingkosningar eru haldnar á fjögurra ára fresti og er forsætisráðherra valinn af þinginu. Svíþjóð hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni og hefur hún verið einkennandi fyrir stjórnmálin þar frá árinu 2008. Þrátt fyrir að efnahagur Svíþjóðar sé sterkur stendur landið frammi fyrir stærstu niðursveiflu í efnahagskerfinu frá seinni heimsstyrjöldinni. Helstu áhrif kreppunnar eru aukið atvinnuleysi, sérstaklega á meðal ungs fólks. Í Svíþjóð er atvinnuleysi ungs fólks það mesta í Evrópu á eftir Spáni.

Lífskjör

18

6 av 188

Svíþjóð er nummer 6 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Svíþjóð er rík af timbri, jarðefnum og vatnsafli, en þessir þættir hafa verið undirstaða iðnaðar í landinu. Svíþjóð er það land á Norðurlöndum þar sem hvað mest áhersla er lögð á iðnað og hefur Svíþjóð á margan hátt verið brautryðjandi Vesturlanda þegar kemur að iðnaði. Vörur framleiddar í verksmiðjum, til dæmis farartæki og ýmislegt tengt þeim, skila Svíþjóð helmingnum af samanlögðum hagnaði alls iðnaðar í landinu. Í landinu er blandað hagkerfi með miklum opinberum rekstri og þá aðallega í heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og menntakerfinu. Sænski efnahagurinn er að miklu leyti háður útflutningi og því finna Svíar mikið fyrir efnahagskreppunni. Svar ríkisstjórnarinnar við niðursveiflunni í efnahaginum hefur hingað til verið heildstæðari og víðtækari efnahagsstjórnun ásamt auknum fjárfestingum og fjárútlátum í innri byggingu samfélagsins og heilbrigðiskerfinu.  

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Svíþjóð fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

10 612 086

Fólksfjöldi Svíþjóð

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 6

1,7

Fæðingartíðni Svíþjóð

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3

3

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Svíþjóð

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

15

59 238

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Svíþjóð

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 3 3

3,41

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Svíþjóð

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10

10,0

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Svíþjóð

Menntun

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10
11 12 13 14

13,94

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Svíþjóð

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

0

0,023

GII-vísitala Svíþjóð

Jobb