[[suggestion]]
Ungverjaland
 

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg

Búdapest

Sjtórnarform

Lýðveldi

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa

36 774 PPP$

Aðrir áfangastaðir

Landafræði

Dóná skiptir Ungverjalandi í tvennt, og rennur, ásamt ánni Tisa, um miðja höfuðborgina Búdapest. Í Ungverjalandi er einnig að finna nokkur stór vötn, svo sem Balaton, sem er stærsta ferskvatn Mið-Evrópu. Sléttur þekja mestallt landsvæði Ungverjalands, en hálendi er að finna í austur, mið- og norðurhlutunum. Ungverjaland skiptist í þrjú meginsvæði, austur af Dóná liggur hin stóra slétta, eða Alföld, vestur af Dóna liggur hin litla slétta, eða Kis-Alföld, og í norðurhlutanum er fjalllendi, sem nær allt til Karpatíufjalla. Stærri sléttan þekur helming landsvæðis Ungverjalands. Landið, með víðtækum sléttum og lágum hæðum er vel til gert til landbúnaðar. Í Ungverjalandi er meginlandsloftslag með köldum vetrum og heitum sumrum. Á sléttlendinu geta veðuraðstæður orðið erfiðar, með sérstaklega köldum vetrum, heitum sumrum og lítilli úrkomu. Stærsta umhverfisvandamál landsins er mengun. Á áttunda áratugnum tók dreifbýli að sýna merki um mengun vegna notkunar skordýraeyturs í landbúnaði og mengunar frá iðnaði.

Saga

Landsvæðið sem nú tilheyrir Ungverjalandi á sér langa sögu og hefur verið byggt af mörgum þjóðum. Það var meðal annars hluti af Rómaveldi. Síðar, á fjórðu öld, var það tekið yfir af Húnum og leiðtoga þeirra Attila. Nafnið Ungverjaland (Magyarország) má rekja til miðalda, þegar Ungverjar eða Magyars, sem voru hálf-hirðingjar, komu til landsvæðisins frá svæði sem nú tilheyrir Rússlandi. Árið 896 er talið marka upphaf landvinninga Ungverja á svæðinu. Ungverska konungsríkið var hins vegar stofnað árið 1001 þegar fyrsti konungur Ungverjalands, St. Stephen, var krýndur. Hann kom á kristni í landinu. Ungverska konungsríkið var á hátindi frá 1300-1400. Stríð við Tyrki varð til þess að landinu var skipt í þrjá hluta og hélst sú skipting fram til sextándu aldarinnar þegar landsvæðið var enn á ný sameinað, nú sem hluti af Habsburg veldinu. Ungverjar gerðu misheppnaða tilraun til sjálfstæðis með uppreisn árið 1848. Árið 1867 var svo hið Austurríska-ungverska konungdæmi myndað. Morðið á Austurrísk-ungverska erfingjanum að hásætinu árið 1914 er oft talið upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar, sem landið tapaði og leiddi til tvískiptingar konungdæmisins. Ungverjaland studdi Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og var eftir stríðið hernumið af Sovétríkjunum, sem komu á einræðisstjórn sem fór með völdin í Ungverjalandi þar til Sovétríkin hrundu árið 1989. Árið 1956 gerðu Ungverjar uppreisn gegn Sovetríkjunum sem var bæld niður með miklum ofsa af Sovéskum hersveitum. Fyrsti hópur flóttamanna sem Ísland tók á móti voru einmitt Ungverjar sem flúðu átökin árið 1956. 

Vistfræðileg fótspor

1 2 2

2,3

Hvis alle mennesker på Jorden skulle ha samme forbruk som en gjennomsnittlig innbygger i Ungverjaland ville vi trenge 2,3 jordkloder.

Samfélag og stjórnmál

Ungverjaland var fyrsta sósíalíska ríki Austur-Evrópu sem tók upp lýðræði. Stjórnarskiptin urðu vegna mikilla mótmæla árið 1988. Þá var margflokkakerfi tekið upp og stéttarfélög og aðrar stofnanir fengu að starfa. Í októbermánuði árið 1989 var svo kommúnistaflokkur landsins uppleystur. Gaddavírsgirðing milli Ungverjalands og Austurríkis var fjarlægð. Þetta gerði borgurum Austur-Þýskalands kleift að ferðast gegnum Ungverjaland til Austurríkis og Vestur-Þýskalands. Þetta átti þátt í hruni kommúnistaríkisins Austur-Þýskalands. Árið 1990 voru haldnar frjálsar kosningar í Ungverjalandi. 

Ungverjaland er lýðræðislegt lýðveldi með forseta sem þjóðhöfðinga. Forsetinn er kosinn af þinginu í fimm ár og gegnir aðallega táknrænu sameiningarhlutverki. Þingið samanstendur af 386 meðlimum, kjörnum á fjögurra ára fresti. Raunverulegt framkvæmdarvald er í höndum forsætisráðherra og ríkisstjórnar. Ríkjandi stjórnmálaflokkar í ungverskum stjórnmálum eru hægri íhaldsflokkurinn Fidesz, sósíalistaflokkurinn MSZP og Jobbik, róttækur hægriflokkur þjóðernissinna sem hefur oft verið sakaður um kynþáttahatur. Viktor Orbán hefur verið forsætisráðherra Ungverjalands, fyrir hönd Fidesz, frá árinu 2010. 

Lífskjör

16

44 av 188

Ungverjaland er nummer 44 av 188 land på Human Development Index over menneskelig utvikling.

Hagkerfi og viðskipti

Ungverjaland gekk árið 1990 í gegnum hraða umbreytingu frá skipulögðu, sósíalísku hagkerfi að frjálsu markaðskerfi. Ríkisstjórnin einkavæddi ríkisfyrirtæki og greiddi niður skuldir þjóðarbúsins. Umbæturnar leitt til mikils hagvaxtar og bættu fljótt lífskjör. Landið gekk í ESB árið 2004. Ungverjaland er í grunninn landbúnaðarland, en hefur lengi einkennst af miklum umskiptum í iðnaði og uppgangs þjónustugreina. Árið 2006 störfuðu 31,2 prósent af vinnuafli Ungverjalands í iðnaði og námuvinnslu, 65,1 prósent í þjónustu og 3,7 prósent í landbúnaði. Landið hefur fjárfest í bílaframleiðslu, endurnýjanlegri orku, ferðaþjónustu og upplýsingatækni. Ungverjaland varð illa úti í alþjóðlegu fjármálakreppunni árið 2008.

Kort

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Ungverjaland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Mannfjöldi

Íbúar

10 156 239

Fólksfjöldi Ungverjaland

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

1 5

1,6

Fæðingartíðni Ungverjaland

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4

4

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Ungverjaland

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

10

36 774

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Ungverjaland

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Engar tölur fáanlegar
Hlutfall vannærðra íbúa Ungverjaland

Loftslag

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar 

1 2 3 4 6

4,75

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Ungverjaland

Heilsa

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Engar tölur fáanlegar
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Ungverjaland

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

1 2 3 4 5
6 7 8 9 3

9,3

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Ungverjaland

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

1 2 3 4 5
6 7 8 9 9

9,91

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Ungverjaland

Skólaganga

Hversu mörg ár er gert ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla?

1 2 3 4 5
6 7 8 9 10
11 12 13

12,96

fjöldi ára sem gert er ráð fyrir að hvert barn gangi í skóla Ungverjaland

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku. 

2

0,221

GII-vísitala Ungverjaland

Jobb